Ísland er alltaf heim Magnús Guðmundsson skrifar 26. mars 2016 10:00 Helgi í æfingasalnum hjá San Fransisco Ballet þar sem hann ver ómældum vinnustundum. Mynd/Erik Tomasson Frá því unglingspilturinn Helgi Tómasson dansaði á fjölum Þjóðleikhússins á sjötta áratug síðustu aldar og heillaði hvern þann sem á horfði hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ferill Helga Tómassonar ballettdansara er sem ævintýri líkastur en í vor kemur Helgi á Listahátíðina í Reykjavík með sýningu San Fransisco ballettsins sem hann hefur veitt listræna forstöðu allt frá 1985. Helgi segir að hann muni nú enn vel þegar hann dansaði í Giselle með Ásdísi Magnúsdóttur á fjölum Þjóðleikhússins en að hann hafi vissulega ekki órað fyrir þeirri framtíð sem beið hans.Helgi og ungar dansmeyjar á fjölum Þjóðleikhússins.Mynd frá San Fransisco BalletGaman að dansa „Mér fannst bara gaman að dansa og naut þess til fulls. En svo var það fyrir tilstilli Erik og Lisu Bidsted, sem stýrðu Þjóðleikhússballettinum á þessum árum, að ég fór til Kaupmannahafnar fimmtán ára gamall og dansaði þar á sumrin í Pantomime-leikhúsinu í Tívolígarðinum. Ég dansaði þar í þrjú sumur en kom alltaf heim á veturna í skóla því þarna var bara sýnt frá maí og fram í miðjan september. En svo kom Jerome Robbins til Íslands með sinn flokk, Ballet USA, og ég fékk að taka smá sýningarpróf svo hann gæti séð hvað ég gæti. Það fór svo að Robbins ráðlagði mér að fara til New York, kom mér að í besta skólanum og hafði auga með mér frá þessari stundu og í raun allan minn feril. Hann samdi til að mynda fyrir mig ballett þegar ég var hjá New York City Ballett og reyndist mér ákaflega vel. George Balanchine stýrði þeim flokki og ég var hjá honum sem aðaldansari í ein fimmtán ár en það var einmitt hann sem seinna meir hvatti mig til þess að gerast danshöfundur. Allt þetta fólk, allt frá Bidsted-hjónunum til þessara tveggja Bandaríkjamanna, hafði afskaplega mikil áhrif á minn feril og veitti mér mikla hvatningu.“Kynningarmynd af Helga Tómassyni frá New York City Ballet's fyrir uppfærslu Balanchine á Coppélia.Mynd fengin frá San Fransisco BalletErfitt ævintýri Að loknu námi við NYCB var Helgi ráðinn til The Joffrey Ballet en tveimur árum síðar gekk hann til liðs við The Harkness Ballet og á næstu sex árum varð hann einn rómaðasti aðaldansari þess flokks. Árið 1969 tók Helgi þátt í alþjóðlegri ballettkeppni í Moskvu fyrir hönd Bandaríkjanna, sneri heim með silfurmedalíu í öðru sæti á eftir Mikhail Baryshnikov og var skömmu síða ráðinn til New York City Ballet sem aðaldansari. Þar átti Helgi glæstan feril í ein fimmtán ár og er af mörgum talinn einn allrabesti klassíski ballettdansari þess tíma. Helgi er ekki mikið fyrir að ræða eigin afrek en segir að aldrei hafi hann grunað að þessi framtíð ætti fyrir honum að liggja þegar hann var ungur drengur að stíga sín fyrstu ballettspor í Þjóðleikhúsinu. „Nei, aldrei. Fyrstu árin sem ég var að fara í Tívolíið að dansa þá hafði ég bara gaman af þessu. Mér fannst gaman að dansa og geta farið til Danmerkur og verið þar. Þetta var bara gaman. Svo þegar ég fór til New York þá varð þetta miklu erfiðara en samt var það ævintýri að mörgu leyti. Það var þó mjög erfitt svona í byrjun en ég hélt áfram og þetta tókst vel. Svo gekk þetta alltaf betur og betur svo ég ákvað bara að halda áfram. Þetta var einfaldlega eitthvað sem ég þurfti að gera því sköpunarþörfin hefur alltaf verið sterk.“Helgi um 1970 í uppfærslu Balanchine á Vienna Waltzes.Mynd/Martha SwopeHeimaráðgjafinn Að loknum glæstum ferli sem dansari, þegar Helgi var farinn að takast á við að semja ballettverk, var hann ráðinn til starfa til San Fransisco ballettsins sem listrænn stjórnandi. „Þessi umskipti voru mikil breyting fyrir mig. Að vera skyndilega kominn með flokk með fjörutíu dönsurum sem allir litu til mín. Ég fann strax mikið fyrir þeirri ábyrgð og geri enn. Þegar ég kom var flokkurinn ágætur en ekkert í líkingu við það sem hann er núna. Stjórnarnefnd flokksins hafði þær hugmyndir, þegar ég var ráðinn til starfa, að koma flokknum í fremstu röð alþjóðlega en áður var þetta svona meira svæðisflokkur svo þetta fól í sér mikið verkefni og mikla ábyrgð. Þetta var óneitanlega mikil vinna en maður verður þá bara að sleppa einhverju öðru í staðinn. Það koma upp alls kyns mál sem þarf að leysa og ekkert annað í boði en að hreinlega ganga bara til verks.“ Helgi og eiginkona hans Marlene kynntust þegar þau voru bæði að dansa í New York og Helgi segir að það hafi reynst sér ómetanlegt hversu vel hún þekkir til í ballettheiminum. „Hún er með í þessu að því leyti að hún skilur svo vel hvað það er sem ég er að standa í og hún sér líka stundum það sem ég sé ekki alveg strax af því að ég er einfaldlega of nálægt því. Hún hefur verið minn ráðgjafi heima fyrir og það er alveg stórkostlegt að búa við þær aðstæður. Ég efast um að þetta hefði nokkurn tíma gengið hjá mér ef ég hefði ekki haft hana við hlið mér.“Helgi að stýra Lorena Feijoo á æfingu fyrir uppfærslu hans á Svanavatninu.Mynd/Erik TomassonÞau eru minn leir Ballettinn er dálítið sérstakur í veröld listanna og það þarf gríðarlegan sjálfsaga og oft fórnfýsi til þess að ná langt og Helgi tekur undir það. „Já, ég verð að viðurkenna það. Þetta er mjög erfið listgrein og sem dansari er maður alltaf að hugsa um hvað maður geti lagt mikið á líkamann og hversu lengi. En svo er þetta allt öðru vísi þegar ég er að semja. Málari til að mynda getur málað þegar honum hentar, hvort sem það er snemma að morgni, seint að kvöldi eða um miðja nótt. Eins er það með þá sem semja tónlist, þeir geta frekar látið innblásturinn ráða för. En það get ég sem danshöfundur ekki því ég verð að nota aðra dansara og hafa þá fyrir framan mig til þess að koma því fram sem ég vil. Það er ekki hægt að skrifa niður heldur þarf ég að hafa þau fyrir framan mig. Dansararnir eru minn leir.“ Helgi er í toppformi þó svo hann sé hættur að dansa enda er hann enn að fást við kennslu. „Þegar ég er að kenna og semja þá þarf ég að sýna dönsurunum hvað ég vil fá þó svo ég geri það ekki alveg eins og ungir dansarar. En þau skilja líkamshreyfinguna og hvað ég er að reyna að fá þau til þess að gera. Þannig að ég er alltaf á fullum spretti,“ segir Helgi og hlær við tilhugsunina.Að breytast og þróast Helgi segir jafnframt að það hafi nánast í öllum hans dansverkum verið tónlistin sem kveikti dansinn. „Það er eitthvað sem hrífur mig og það er eins og ég verði að semja eitthvað við ákveðna tónlist. Það er einfaldlega eitthvað sem ég bara þarf að gera. Alveg sama hvort fólki líkar við það eða ekki. Það er allt annað,“ segir Helgi og hlær glettnislega. „En svona er þetta þegar maður er í listinni. Maður veit aldrei neitt. Maður leggur sjálfan sig fram algjörlega nakinn og svo er maður dæmdur eftir því. Það er alltaf jafn erfitt, alveg sama hvað maður er lengi í þessu. Það verður reyndar frekar erfiðara með tímanum. Því þú vilt ekki vera að gera alltaf það sama. Maður verður að breytast og þróast og enduruppgötva sig í því sem maður er að gera. Þess vegna hef ég til að mynda einnig leitað fanga í nútímatónlist og hef ákaflega gaman af því. Þrátt fyrir það verð ég að segja að ég er alinn upp á þeim tíma að klassísk tónlist er alltaf það sem stendur mér næst og mér þykir mest vænt um og hef notað mest. En þegar ég fór út í það að nota nútímatónlist þá fór ég að túlka það í gegnum sporin þannig að það tekur á sig annan lit. Ég get ekki bara gert það sama og það kom ákveðið frelsi með því að nýta nútímatónlistina en ég er þjálfaður sem klassískur dansari – það er mín tækni. En ég reyni að breyta, teygja og móta á minn hátt, en það sem ég lærði sem drengur er auðvitað alltaf hluti af mér og því sem ég geri.“Helgi að stýra Lorena Feijoo á æfingu fyrir uppfærslu hans á Svanavatninu.Mynd/Erik TomassonHeim til Íslands Helgi talar frábæra íslensku og það er ekki að heyra að hann hafi verið búsettur í Bandaríkjunum megnið af ævinni. Hann fer eilítið hjá sér þegar á það er minnst hversu góð íslenskan er og segir einfaldlega: „Þakka þér fyrir. Ég reyni. En það er líka þannig að þó svo ég sé búinn að vera búsettur í öll þessi ár í Bandaríkjunum þá segi ég að ég sé að koma heim til Íslands. Ísland er alltaf heim. Það á ekki eftir að breytast úr þessu því taugin er það sterk. Og nú er ég að koma heim í vor með dansflokkinn minn til þess að sýna á Listahátíð og ég hlakka mikið til þess. Þegar ég ræddi þetta við Halldór í Hörpu eftir að þetta kom til, þá bað hann mig um að hafa efnisskrá sem væri í raun sambærileg við það sem ég færi með til New York, Parísar eða London og mér fannst það alveg sjálfsagt. Þessi verk sem við komum með hafa einmitt verið sýnd í þessum borgum og þetta er efnisskrá sem ég væri stoltur af að koma með hvert sem er í heiminum. Ég er með einn ballett eftir sjálfan mig, tríó sem kallast Minningar frá Flórens og það er ákaflega falleg tónlist eftir Tchaikovsky. Næst er svo ballett eftir Balanchine sem er kallaður Rubies og er hluti af ákaflega fallegu verki eftir hann sem hann kallaði Jewels eða gimsteinar. Þetta er miðkaflinn úr þeim ballett sem er sérstaklega vinsæll og tónlistin er eftir Stravinsky. Lokaballettinn er eftir ungan enskan danshöfund sem ég hef notað mikið hérna og heitir Christoper Wheeldon. Ballettinn hans heitir Within the Golden Hour með tónlist eftir Vivaldi. Þetta er mjög fallegur ballett og falleg tónlist og þetta eru skemmtilega ólík verk þó svo að ræturnar séu klassískar. Að auki þá kem ég líka með tvö verk, tvídans og þrídans, sem ég held að fólk eigi eftir að hafa mikla ánægju af. Þetta er fjölbreytt efnisskrá og þótt ég segi sjálfur frá þá eru þetta stórkostlegir dansarar. En það er óneitanlega aðeins öðruvísi að koma með þessa sýningu til Íslands vegna þess að ég er að koma heim. Mér finnst stundum eins og fólk heima viti ekki alveg hvað það er sem ég geri, í hverju starf mitt er fólgið og mér finnst gott að geta komið og heim og sýnt það.“Alltaf að. Helgi í æfingasalnum með hópinn á sýningaferð um Kína.Mynd/ Erik TomassonÞrjóskan reynst mér vel Helgi er stoltur af dönsurum SFB og segir að það sé honum mikilvægt að viðhalda góðu sambandi við sína dansara. „En það verður alltaf að vera ákveðið bil á milli okkar. Ég get ekki verið einn af þeim en þeir eru yfirleitt hjá mér í mjög langan tíma, sérstaklega aðaldansarar og sólóistar en það eru meiri breytingar á kórdönsurunum því þeim finnst oft að þeir geti ekki beðið lengi eftir því að gerast sólóistar og leita því annað. En ég hef yfirleitt haft mína dansara í nokkuð langan tíma og sá aðaldansari sem hefur verið lengst hjá mér hefur verið í tuttugu ár, en oft er það svona í kringum sextán til átján ár. Nú stendur fyrir dyrum nokkur endurnýjun þar sem nokkrir af þessum reyndustu dönsurum fara að hætta. Enda endast menn ekki endalaust í þessu og það kemur að því að þeir sem eru yngri geta gert hlutina betur. Sjálfur sé ég fyrir mér að halda mínu starfi eitthvað áfram, kannski tvö eða þrjú ár enda er ég fyrir löngu orðinn háður þessu. Ég er alltaf að leita leiða til þess að gera betur. Þetta ár tókst frábærlega og þá þarf maður að vinna með pressuna – hún er alltaf þarna hvort sem mér líkar það betur eða verr. Ef þessi kraftur til að gera betur er ekki til staðar þá hef ég ekkert í þetta að gera. Það er Íslendingurinn í mér. Við gefumst ekki upp svo auðveldlega. Það er þrjóskan sem kom mér í gegnum þetta – að gefast ekki upp. Ég hafði það frá móður minni en afi minn var sjómaður í Vík í Mýrdal og þetta var ekki auðvelt líf. Ég fann það sem drengur að þetta kom í gegnum mömmu, þetta kom í gegnum foreldrana. Lífið á þessum tíma, eða í gegnum aldirnar, var ekki auðvelt á Íslandi svoleiðis að þetta er í blóðinu að gefast ekki upp. Það hefur reynst mér vel.“ Listahátíð í Reykjavík Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Frá því unglingspilturinn Helgi Tómasson dansaði á fjölum Þjóðleikhússins á sjötta áratug síðustu aldar og heillaði hvern þann sem á horfði hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ferill Helga Tómassonar ballettdansara er sem ævintýri líkastur en í vor kemur Helgi á Listahátíðina í Reykjavík með sýningu San Fransisco ballettsins sem hann hefur veitt listræna forstöðu allt frá 1985. Helgi segir að hann muni nú enn vel þegar hann dansaði í Giselle með Ásdísi Magnúsdóttur á fjölum Þjóðleikhússins en að hann hafi vissulega ekki órað fyrir þeirri framtíð sem beið hans.Helgi og ungar dansmeyjar á fjölum Þjóðleikhússins.Mynd frá San Fransisco BalletGaman að dansa „Mér fannst bara gaman að dansa og naut þess til fulls. En svo var það fyrir tilstilli Erik og Lisu Bidsted, sem stýrðu Þjóðleikhússballettinum á þessum árum, að ég fór til Kaupmannahafnar fimmtán ára gamall og dansaði þar á sumrin í Pantomime-leikhúsinu í Tívolígarðinum. Ég dansaði þar í þrjú sumur en kom alltaf heim á veturna í skóla því þarna var bara sýnt frá maí og fram í miðjan september. En svo kom Jerome Robbins til Íslands með sinn flokk, Ballet USA, og ég fékk að taka smá sýningarpróf svo hann gæti séð hvað ég gæti. Það fór svo að Robbins ráðlagði mér að fara til New York, kom mér að í besta skólanum og hafði auga með mér frá þessari stundu og í raun allan minn feril. Hann samdi til að mynda fyrir mig ballett þegar ég var hjá New York City Ballett og reyndist mér ákaflega vel. George Balanchine stýrði þeim flokki og ég var hjá honum sem aðaldansari í ein fimmtán ár en það var einmitt hann sem seinna meir hvatti mig til þess að gerast danshöfundur. Allt þetta fólk, allt frá Bidsted-hjónunum til þessara tveggja Bandaríkjamanna, hafði afskaplega mikil áhrif á minn feril og veitti mér mikla hvatningu.“Kynningarmynd af Helga Tómassyni frá New York City Ballet's fyrir uppfærslu Balanchine á Coppélia.Mynd fengin frá San Fransisco BalletErfitt ævintýri Að loknu námi við NYCB var Helgi ráðinn til The Joffrey Ballet en tveimur árum síðar gekk hann til liðs við The Harkness Ballet og á næstu sex árum varð hann einn rómaðasti aðaldansari þess flokks. Árið 1969 tók Helgi þátt í alþjóðlegri ballettkeppni í Moskvu fyrir hönd Bandaríkjanna, sneri heim með silfurmedalíu í öðru sæti á eftir Mikhail Baryshnikov og var skömmu síða ráðinn til New York City Ballet sem aðaldansari. Þar átti Helgi glæstan feril í ein fimmtán ár og er af mörgum talinn einn allrabesti klassíski ballettdansari þess tíma. Helgi er ekki mikið fyrir að ræða eigin afrek en segir að aldrei hafi hann grunað að þessi framtíð ætti fyrir honum að liggja þegar hann var ungur drengur að stíga sín fyrstu ballettspor í Þjóðleikhúsinu. „Nei, aldrei. Fyrstu árin sem ég var að fara í Tívolíið að dansa þá hafði ég bara gaman af þessu. Mér fannst gaman að dansa og geta farið til Danmerkur og verið þar. Þetta var bara gaman. Svo þegar ég fór til New York þá varð þetta miklu erfiðara en samt var það ævintýri að mörgu leyti. Það var þó mjög erfitt svona í byrjun en ég hélt áfram og þetta tókst vel. Svo gekk þetta alltaf betur og betur svo ég ákvað bara að halda áfram. Þetta var einfaldlega eitthvað sem ég þurfti að gera því sköpunarþörfin hefur alltaf verið sterk.“Helgi um 1970 í uppfærslu Balanchine á Vienna Waltzes.Mynd/Martha SwopeHeimaráðgjafinn Að loknum glæstum ferli sem dansari, þegar Helgi var farinn að takast á við að semja ballettverk, var hann ráðinn til starfa til San Fransisco ballettsins sem listrænn stjórnandi. „Þessi umskipti voru mikil breyting fyrir mig. Að vera skyndilega kominn með flokk með fjörutíu dönsurum sem allir litu til mín. Ég fann strax mikið fyrir þeirri ábyrgð og geri enn. Þegar ég kom var flokkurinn ágætur en ekkert í líkingu við það sem hann er núna. Stjórnarnefnd flokksins hafði þær hugmyndir, þegar ég var ráðinn til starfa, að koma flokknum í fremstu röð alþjóðlega en áður var þetta svona meira svæðisflokkur svo þetta fól í sér mikið verkefni og mikla ábyrgð. Þetta var óneitanlega mikil vinna en maður verður þá bara að sleppa einhverju öðru í staðinn. Það koma upp alls kyns mál sem þarf að leysa og ekkert annað í boði en að hreinlega ganga bara til verks.“ Helgi og eiginkona hans Marlene kynntust þegar þau voru bæði að dansa í New York og Helgi segir að það hafi reynst sér ómetanlegt hversu vel hún þekkir til í ballettheiminum. „Hún er með í þessu að því leyti að hún skilur svo vel hvað það er sem ég er að standa í og hún sér líka stundum það sem ég sé ekki alveg strax af því að ég er einfaldlega of nálægt því. Hún hefur verið minn ráðgjafi heima fyrir og það er alveg stórkostlegt að búa við þær aðstæður. Ég efast um að þetta hefði nokkurn tíma gengið hjá mér ef ég hefði ekki haft hana við hlið mér.“Helgi að stýra Lorena Feijoo á æfingu fyrir uppfærslu hans á Svanavatninu.Mynd/Erik TomassonÞau eru minn leir Ballettinn er dálítið sérstakur í veröld listanna og það þarf gríðarlegan sjálfsaga og oft fórnfýsi til þess að ná langt og Helgi tekur undir það. „Já, ég verð að viðurkenna það. Þetta er mjög erfið listgrein og sem dansari er maður alltaf að hugsa um hvað maður geti lagt mikið á líkamann og hversu lengi. En svo er þetta allt öðru vísi þegar ég er að semja. Málari til að mynda getur málað þegar honum hentar, hvort sem það er snemma að morgni, seint að kvöldi eða um miðja nótt. Eins er það með þá sem semja tónlist, þeir geta frekar látið innblásturinn ráða för. En það get ég sem danshöfundur ekki því ég verð að nota aðra dansara og hafa þá fyrir framan mig til þess að koma því fram sem ég vil. Það er ekki hægt að skrifa niður heldur þarf ég að hafa þau fyrir framan mig. Dansararnir eru minn leir.“ Helgi er í toppformi þó svo hann sé hættur að dansa enda er hann enn að fást við kennslu. „Þegar ég er að kenna og semja þá þarf ég að sýna dönsurunum hvað ég vil fá þó svo ég geri það ekki alveg eins og ungir dansarar. En þau skilja líkamshreyfinguna og hvað ég er að reyna að fá þau til þess að gera. Þannig að ég er alltaf á fullum spretti,“ segir Helgi og hlær við tilhugsunina.Að breytast og þróast Helgi segir jafnframt að það hafi nánast í öllum hans dansverkum verið tónlistin sem kveikti dansinn. „Það er eitthvað sem hrífur mig og það er eins og ég verði að semja eitthvað við ákveðna tónlist. Það er einfaldlega eitthvað sem ég bara þarf að gera. Alveg sama hvort fólki líkar við það eða ekki. Það er allt annað,“ segir Helgi og hlær glettnislega. „En svona er þetta þegar maður er í listinni. Maður veit aldrei neitt. Maður leggur sjálfan sig fram algjörlega nakinn og svo er maður dæmdur eftir því. Það er alltaf jafn erfitt, alveg sama hvað maður er lengi í þessu. Það verður reyndar frekar erfiðara með tímanum. Því þú vilt ekki vera að gera alltaf það sama. Maður verður að breytast og þróast og enduruppgötva sig í því sem maður er að gera. Þess vegna hef ég til að mynda einnig leitað fanga í nútímatónlist og hef ákaflega gaman af því. Þrátt fyrir það verð ég að segja að ég er alinn upp á þeim tíma að klassísk tónlist er alltaf það sem stendur mér næst og mér þykir mest vænt um og hef notað mest. En þegar ég fór út í það að nota nútímatónlist þá fór ég að túlka það í gegnum sporin þannig að það tekur á sig annan lit. Ég get ekki bara gert það sama og það kom ákveðið frelsi með því að nýta nútímatónlistina en ég er þjálfaður sem klassískur dansari – það er mín tækni. En ég reyni að breyta, teygja og móta á minn hátt, en það sem ég lærði sem drengur er auðvitað alltaf hluti af mér og því sem ég geri.“Helgi að stýra Lorena Feijoo á æfingu fyrir uppfærslu hans á Svanavatninu.Mynd/Erik TomassonHeim til Íslands Helgi talar frábæra íslensku og það er ekki að heyra að hann hafi verið búsettur í Bandaríkjunum megnið af ævinni. Hann fer eilítið hjá sér þegar á það er minnst hversu góð íslenskan er og segir einfaldlega: „Þakka þér fyrir. Ég reyni. En það er líka þannig að þó svo ég sé búinn að vera búsettur í öll þessi ár í Bandaríkjunum þá segi ég að ég sé að koma heim til Íslands. Ísland er alltaf heim. Það á ekki eftir að breytast úr þessu því taugin er það sterk. Og nú er ég að koma heim í vor með dansflokkinn minn til þess að sýna á Listahátíð og ég hlakka mikið til þess. Þegar ég ræddi þetta við Halldór í Hörpu eftir að þetta kom til, þá bað hann mig um að hafa efnisskrá sem væri í raun sambærileg við það sem ég færi með til New York, Parísar eða London og mér fannst það alveg sjálfsagt. Þessi verk sem við komum með hafa einmitt verið sýnd í þessum borgum og þetta er efnisskrá sem ég væri stoltur af að koma með hvert sem er í heiminum. Ég er með einn ballett eftir sjálfan mig, tríó sem kallast Minningar frá Flórens og það er ákaflega falleg tónlist eftir Tchaikovsky. Næst er svo ballett eftir Balanchine sem er kallaður Rubies og er hluti af ákaflega fallegu verki eftir hann sem hann kallaði Jewels eða gimsteinar. Þetta er miðkaflinn úr þeim ballett sem er sérstaklega vinsæll og tónlistin er eftir Stravinsky. Lokaballettinn er eftir ungan enskan danshöfund sem ég hef notað mikið hérna og heitir Christoper Wheeldon. Ballettinn hans heitir Within the Golden Hour með tónlist eftir Vivaldi. Þetta er mjög fallegur ballett og falleg tónlist og þetta eru skemmtilega ólík verk þó svo að ræturnar séu klassískar. Að auki þá kem ég líka með tvö verk, tvídans og þrídans, sem ég held að fólk eigi eftir að hafa mikla ánægju af. Þetta er fjölbreytt efnisskrá og þótt ég segi sjálfur frá þá eru þetta stórkostlegir dansarar. En það er óneitanlega aðeins öðruvísi að koma með þessa sýningu til Íslands vegna þess að ég er að koma heim. Mér finnst stundum eins og fólk heima viti ekki alveg hvað það er sem ég geri, í hverju starf mitt er fólgið og mér finnst gott að geta komið og heim og sýnt það.“Alltaf að. Helgi í æfingasalnum með hópinn á sýningaferð um Kína.Mynd/ Erik TomassonÞrjóskan reynst mér vel Helgi er stoltur af dönsurum SFB og segir að það sé honum mikilvægt að viðhalda góðu sambandi við sína dansara. „En það verður alltaf að vera ákveðið bil á milli okkar. Ég get ekki verið einn af þeim en þeir eru yfirleitt hjá mér í mjög langan tíma, sérstaklega aðaldansarar og sólóistar en það eru meiri breytingar á kórdönsurunum því þeim finnst oft að þeir geti ekki beðið lengi eftir því að gerast sólóistar og leita því annað. En ég hef yfirleitt haft mína dansara í nokkuð langan tíma og sá aðaldansari sem hefur verið lengst hjá mér hefur verið í tuttugu ár, en oft er það svona í kringum sextán til átján ár. Nú stendur fyrir dyrum nokkur endurnýjun þar sem nokkrir af þessum reyndustu dönsurum fara að hætta. Enda endast menn ekki endalaust í þessu og það kemur að því að þeir sem eru yngri geta gert hlutina betur. Sjálfur sé ég fyrir mér að halda mínu starfi eitthvað áfram, kannski tvö eða þrjú ár enda er ég fyrir löngu orðinn háður þessu. Ég er alltaf að leita leiða til þess að gera betur. Þetta ár tókst frábærlega og þá þarf maður að vinna með pressuna – hún er alltaf þarna hvort sem mér líkar það betur eða verr. Ef þessi kraftur til að gera betur er ekki til staðar þá hef ég ekkert í þetta að gera. Það er Íslendingurinn í mér. Við gefumst ekki upp svo auðveldlega. Það er þrjóskan sem kom mér í gegnum þetta – að gefast ekki upp. Ég hafði það frá móður minni en afi minn var sjómaður í Vík í Mýrdal og þetta var ekki auðvelt líf. Ég fann það sem drengur að þetta kom í gegnum mömmu, þetta kom í gegnum foreldrana. Lífið á þessum tíma, eða í gegnum aldirnar, var ekki auðvelt á Íslandi svoleiðis að þetta er í blóðinu að gefast ekki upp. Það hefur reynst mér vel.“
Listahátíð í Reykjavík Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira