Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2016 20:45 Vísir/getty Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. Leikurinn er hluti af undirbúningi Íslands fyrir EM í Frakklandi sem fram fer í sumar. Íslenska liðið leit einfaldlega illa út í leiknum og þurfa þeir Heimir og Lars núna að finna svör fyrir EM. Íslenska liðið byrjaði leikinn af þó nokkrum krafti og náði leikmenn liðsins upp ágætis spili sín á milli. Danir unnu sig aftur á móti hægt og bítandi í takt við leikinn og þegar leið á fyrri hálfleikinn náðu þeir betri og betri tökum á leiknum. Eftir um tuttugu og fimm mínútna leik þurfti Ögmundur Kristinsson að hafa sig allan við þegar Christian Eriksen náði fínu skoti á markið beint úr aukaspyrnu og Ögmundur varði boltann alveg út við stöng. Gylfi Sigurðsson náði nokkrum ágætum skotum á mark Dani í hálfleiknum en Kasper Schmeichel var alltaf á réttum stað og sá við Gylfa. Staðan var því því markalaus eftir fyrstu 45 mínútur leiksins en Danir sterkari og með ágæt tök á leiknum. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel fyrir okkur Íslendinga en hann var aðeins fimm mínútna gamall þegar Nicolai Jørgensen skoraði laglegt mark eftir frábæran undirbúning frá Yussuf Yurary Poulsen sem lék illa á Kára Árnason í vörn Íslands. Slæm byrjun á síðari hálfleiknum og hún átti aðeins eftir að verða verri en Jørgensen var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar Christian Eriksen galopnaði vörn okkar Íslendinga, renndi boltanum á framherjann sem þakkaði pent fyrir sig og renndi boltanum í autt netið. Í síðari hálfleiknum gekk lítið upp hjá íslenska liðinu. Samspil leikmanna var ekki nægilega gott og má segja að liðið hafi einfaldlega brotnað við þessi tvö mörk sem það fékk á sig í upphafi síðari hálfleiks. Liðið varðist illa alveg frá fremsta manni til hins aftasta og það er eitthvað sem Lars og Heimir þurfa að skoða vel. Íslenska liðið sýndi fína takta undir lok leiksins sem endaði með nokkuð góðu marki frá Arnóri Ingva Traustasyni. Hann fékk boltann inni í vítateig Dana eftir hornspyrnu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og gjörsamlega þrumaði boltanum í netið. Markið einstaklega glæsilegt og Kasper Schmeichel átti ekki möguleika. Liðið náði ekki að jafna metin og niðurstaðan því tap í Herning. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. Leikurinn er hluti af undirbúningi Íslands fyrir EM í Frakklandi sem fram fer í sumar. Íslenska liðið leit einfaldlega illa út í leiknum og þurfa þeir Heimir og Lars núna að finna svör fyrir EM. Íslenska liðið byrjaði leikinn af þó nokkrum krafti og náði leikmenn liðsins upp ágætis spili sín á milli. Danir unnu sig aftur á móti hægt og bítandi í takt við leikinn og þegar leið á fyrri hálfleikinn náðu þeir betri og betri tökum á leiknum. Eftir um tuttugu og fimm mínútna leik þurfti Ögmundur Kristinsson að hafa sig allan við þegar Christian Eriksen náði fínu skoti á markið beint úr aukaspyrnu og Ögmundur varði boltann alveg út við stöng. Gylfi Sigurðsson náði nokkrum ágætum skotum á mark Dani í hálfleiknum en Kasper Schmeichel var alltaf á réttum stað og sá við Gylfa. Staðan var því því markalaus eftir fyrstu 45 mínútur leiksins en Danir sterkari og með ágæt tök á leiknum. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekki vel fyrir okkur Íslendinga en hann var aðeins fimm mínútna gamall þegar Nicolai Jørgensen skoraði laglegt mark eftir frábæran undirbúning frá Yussuf Yurary Poulsen sem lék illa á Kára Árnason í vörn Íslands. Slæm byrjun á síðari hálfleiknum og hún átti aðeins eftir að verða verri en Jørgensen var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar Christian Eriksen galopnaði vörn okkar Íslendinga, renndi boltanum á framherjann sem þakkaði pent fyrir sig og renndi boltanum í autt netið. Í síðari hálfleiknum gekk lítið upp hjá íslenska liðinu. Samspil leikmanna var ekki nægilega gott og má segja að liðið hafi einfaldlega brotnað við þessi tvö mörk sem það fékk á sig í upphafi síðari hálfleiks. Liðið varðist illa alveg frá fremsta manni til hins aftasta og það er eitthvað sem Lars og Heimir þurfa að skoða vel. Íslenska liðið sýndi fína takta undir lok leiksins sem endaði með nokkuð góðu marki frá Arnóri Ingva Traustasyni. Hann fékk boltann inni í vítateig Dana eftir hornspyrnu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og gjörsamlega þrumaði boltanum í netið. Markið einstaklega glæsilegt og Kasper Schmeichel átti ekki möguleika. Liðið náði ekki að jafna metin og niðurstaðan því tap í Herning.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira