Stórkostlegt myndband við lag Jeff Buckley lætur áhorfendur ráða förinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2016 13:14 Jeff Buckley lést árið 1997. Vísir/Getty Út er komið glænýtt og alveg hreint stórkostlegt myndband við útgáfu hins látna tónlistarmanns Jeff Buckley af lagi Bob Dylan, Just like a Woman. Myndbandið er afar óvenjulegt og fer ótróðnar slóðir í myndbandagerð. Myndbandið er gagnvirkt og leyfir áhorfendunum að kanna hin mismunandi stig ástarsambands, allt frá hveitibrauðsdögunum til endaloka. Sá sem horfir á myndbandið hefur áhrif á framgang sambandsins með því að velja á milli 73 mismunandi valmöguleika sem hafa áhrif á það hvernig myndbandið spilast. Tónlistin breytist einnig eftir því hvernig áhorfandinn velur. Í fyrstu heyrum við eingöngu í Buckley við ljúfan gítarundirleik en eftir því hvernig er valið getur tónlistin breyst. Í sumum tilvikum bætist píanó við, í öðrum bætist strengjasveit og í enn öðrum getur kór bæst við. Framleiðendur myndbandsins segja að um 16 þúsund mismunandi tónlistarsamsetningar séu í boði og því má segja að til séu 16 þúsund mismunandi útgáfur af þessari ábreiðu Jeff Buckley. Buckley lést á sviplegan hátt árið 1997 er hann drukknaði í Missisippi-ánni. Myndbandið er gefið út í tilefni þess að búið er að gefa út safnplötuna You and I þar sem finna má tíu lög frá fyrstu stúdíoupptöku Buckley fyrir Columbia Records. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Út er komið glænýtt og alveg hreint stórkostlegt myndband við útgáfu hins látna tónlistarmanns Jeff Buckley af lagi Bob Dylan, Just like a Woman. Myndbandið er afar óvenjulegt og fer ótróðnar slóðir í myndbandagerð. Myndbandið er gagnvirkt og leyfir áhorfendunum að kanna hin mismunandi stig ástarsambands, allt frá hveitibrauðsdögunum til endaloka. Sá sem horfir á myndbandið hefur áhrif á framgang sambandsins með því að velja á milli 73 mismunandi valmöguleika sem hafa áhrif á það hvernig myndbandið spilast. Tónlistin breytist einnig eftir því hvernig áhorfandinn velur. Í fyrstu heyrum við eingöngu í Buckley við ljúfan gítarundirleik en eftir því hvernig er valið getur tónlistin breyst. Í sumum tilvikum bætist píanó við, í öðrum bætist strengjasveit og í enn öðrum getur kór bæst við. Framleiðendur myndbandsins segja að um 16 þúsund mismunandi tónlistarsamsetningar séu í boði og því má segja að til séu 16 þúsund mismunandi útgáfur af þessari ábreiðu Jeff Buckley. Buckley lést á sviplegan hátt árið 1997 er hann drukknaði í Missisippi-ánni. Myndbandið er gefið út í tilefni þess að búið er að gefa út safnplötuna You and I þar sem finna má tíu lög frá fyrstu stúdíoupptöku Buckley fyrir Columbia Records.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira