Renault Alpine með Mercedes AMG vélar Finnur Thorlacius skrifar 29. mars 2016 14:56 Renault Alpine Vision fær að öllum líkindum AMG-vél frá Benz. Renault ætlar að endurvekja Alpine sportbílanafn sitt og bjóða bíl á næstunni sem ber nafn Alpine. Renault mun kynna Alpine Vision bíl sinn seinna á þessu ári og fleiri bílar munu fylgja í kjölfarið. Einn forsvarsmanna Renault hefur látið uppi að vélar þær sem verða í þessum bílum verði líklega ekki úr eigin smiðju heldur frá AMG-deild Mercedes Benz. Samstarf er nú á milli Renault-Nissan og Mercedes Benz hvað varðar undirvagna og drifrásir og virkar það samstarf í báðar áttir. Það myndi spara Renault heilmikinn þróunarkostnaða að fá öflugar vélar frá AMG í stað þess að þróa þær sjálfir. Þó svo að vélar væru fengnar frá AMG-deild Benz myndi Renault fara höndum um þær og ná út úr þeim meira afli. Líklega verður fjögurra strokka vél með forþjöppu í Alpine Vision bílnum en í næstu stærri gerðum Alpine bíla verða líklega sex strokka vélar. Renault segir að allskonar gerðir bíla komi til með bera Alpine merkið, stallbkakar, blæjubílar og bílar með “coupe”-lagi eða hvað svo sem telst sportlegt og spennandi. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent
Renault ætlar að endurvekja Alpine sportbílanafn sitt og bjóða bíl á næstunni sem ber nafn Alpine. Renault mun kynna Alpine Vision bíl sinn seinna á þessu ári og fleiri bílar munu fylgja í kjölfarið. Einn forsvarsmanna Renault hefur látið uppi að vélar þær sem verða í þessum bílum verði líklega ekki úr eigin smiðju heldur frá AMG-deild Mercedes Benz. Samstarf er nú á milli Renault-Nissan og Mercedes Benz hvað varðar undirvagna og drifrásir og virkar það samstarf í báðar áttir. Það myndi spara Renault heilmikinn þróunarkostnaða að fá öflugar vélar frá AMG í stað þess að þróa þær sjálfir. Þó svo að vélar væru fengnar frá AMG-deild Benz myndi Renault fara höndum um þær og ná út úr þeim meira afli. Líklega verður fjögurra strokka vél með forþjöppu í Alpine Vision bílnum en í næstu stærri gerðum Alpine bíla verða líklega sex strokka vélar. Renault segir að allskonar gerðir bíla komi til með bera Alpine merkið, stallbkakar, blæjubílar og bílar með “coupe”-lagi eða hvað svo sem telst sportlegt og spennandi.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent