Fjölbreytt kóreógrafía en lítil spenna Kara Hergils Valdimarsdóttir skrifar 10. mars 2016 11:00 Atriði úr dasnsverkinu Kvika eftir Katrínu Gunnarsdóttur. Dans Kvika Höfundur: Katrín Gunnarsdóttir Ljósahönnuður: Aðalsteinn Stefánsson Dramatúrg: Símon Birgisson Hljóðmynd: Baldvin Þór Magnússon Sviðsmynd og búningar: Eva Signý Berger Dansarar: Hilmir Jensson, Kristinn Guðmundsson, Snædís Lilja Ingadóttir, Una Björg Bjarnadóttir og Védís Kjartansdóttir Í Kassa Þjóðleikhússins er nú verið að sýna dansverkið Kviku eftir Katrínu Gunnarsdóttur. Í verkinu standa líkamar á sviði og kanna samband sitt hver við annan og við áhorfendur. Í verkinu má augljóslega sjá hvernig kóreógrafía getur verið mismunandi og fjölbreytt. Höfundur verksins nær snilldarlega að sýna hvernig hún getur bæði verið innihald, umgjörð, hljóðmynd og sviðsmynd. Hvernig staða nokkurra líkama á sviði getur framkallað allar þessar birtingarmyndir. Í forgrunni verksins er kóreógrafían sem er gaman að sjá í íslensku leikhúsi. Hvergi er reynt að varpa skugga á það sem verkinu er ætlað. Það er ekki ofhlaðið brellum eða ljósum heldur er berskjaldað fyrir áhorfendum sem fá fulla sýn á það sem gerist á sviðinu. Hvað getur líkaminn gert, og af hverju gerir hann vissa hluti? Þegar jafnvel hversdagslegar hreyfingar eru settar á svið er gaman að upplifa hvernig afstaða okkar breytist. Flytjendur skila verkinu misvel frá sér en Védís Kjartansdóttir og Hilmir Jensson bera af með lipurð og sviðsframkomu. Þau hreinlega grípa augað og sleppa því ekki í eina sekúndu. Allir flytjendur eru þjálfaðir dansarar nema Kristinn Guðmundsson sem stakk verulega í stúf. Hafi hugmyndin verið að setja alls kyns líkama á svið, þá gengur dæmið tæplega upp ef allir nema einn hafa einstaka stjórn á líkamsburðum. Taktur verksins er góður og fellur hvorki orkan né tempó niður. Hrynjandin sem er hluti af kóreógrafíunni er góð og verkið hæfilega langt. Verkið gerist að miklu í þögn sem gerir flytjendum kleift að búa til sína eigin hljóðmynd með náttúrulegum hljóðum líkamans og samspil þeirra á milli. Þegar líða tekur á verkið kemur hins vegar til sögunnar hljóðmynd sem er í höndum Baldvins Þórs Magnússonar og er afar sterk og áhrifamikil og dregur áhorfanda enn frekar inn í efnið. Það sem ég set hvað mest út á verkið er einhvers konar spennuleysi. Það er aldrei neitt lagt í sölurnar, ekkert lagt undir. Spenna myndast hvorki á milli flytjenda innbyrðis né út á við. Í kynningarefni er því lýst hvernig verkið snúist um samband áhorfenda við flytjendur en sem áhorfandi þá upplifði ég mig einungis vera tekna inn í myndina í upphafi en svo spilaði ég ekki stærri rullu en það. Afskiptalaus áhorfandi. Sviðsmyndin er einföld og glæsileg en virðist ekki þjóna neinum sérstökum tilgangi nema bara að ljá sviðinu aðeins hátíðlegri brag. Búningarnir sem áttu að líta út fyrir að vera hversdagsleg æfingaföt virtust ofhugsaðir og tilgerðarlegir. Það mátti lesa í búninga að verkið hefði aldrei náð lengra en að vera einhvers konar dansæfing sem var ekki ætluð sem sýning. Þar voru sviðsmynd og búningar í beinni mótsögn hvort við annað.Niðurstaða: Skemmtilegt að sjá verk þar sem lögð er slík áhersla á kóreógrafíu en það náði aldrei að verða eins spennandi og ég hefði vonast til. Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Dans Kvika Höfundur: Katrín Gunnarsdóttir Ljósahönnuður: Aðalsteinn Stefánsson Dramatúrg: Símon Birgisson Hljóðmynd: Baldvin Þór Magnússon Sviðsmynd og búningar: Eva Signý Berger Dansarar: Hilmir Jensson, Kristinn Guðmundsson, Snædís Lilja Ingadóttir, Una Björg Bjarnadóttir og Védís Kjartansdóttir Í Kassa Þjóðleikhússins er nú verið að sýna dansverkið Kviku eftir Katrínu Gunnarsdóttur. Í verkinu standa líkamar á sviði og kanna samband sitt hver við annan og við áhorfendur. Í verkinu má augljóslega sjá hvernig kóreógrafía getur verið mismunandi og fjölbreytt. Höfundur verksins nær snilldarlega að sýna hvernig hún getur bæði verið innihald, umgjörð, hljóðmynd og sviðsmynd. Hvernig staða nokkurra líkama á sviði getur framkallað allar þessar birtingarmyndir. Í forgrunni verksins er kóreógrafían sem er gaman að sjá í íslensku leikhúsi. Hvergi er reynt að varpa skugga á það sem verkinu er ætlað. Það er ekki ofhlaðið brellum eða ljósum heldur er berskjaldað fyrir áhorfendum sem fá fulla sýn á það sem gerist á sviðinu. Hvað getur líkaminn gert, og af hverju gerir hann vissa hluti? Þegar jafnvel hversdagslegar hreyfingar eru settar á svið er gaman að upplifa hvernig afstaða okkar breytist. Flytjendur skila verkinu misvel frá sér en Védís Kjartansdóttir og Hilmir Jensson bera af með lipurð og sviðsframkomu. Þau hreinlega grípa augað og sleppa því ekki í eina sekúndu. Allir flytjendur eru þjálfaðir dansarar nema Kristinn Guðmundsson sem stakk verulega í stúf. Hafi hugmyndin verið að setja alls kyns líkama á svið, þá gengur dæmið tæplega upp ef allir nema einn hafa einstaka stjórn á líkamsburðum. Taktur verksins er góður og fellur hvorki orkan né tempó niður. Hrynjandin sem er hluti af kóreógrafíunni er góð og verkið hæfilega langt. Verkið gerist að miklu í þögn sem gerir flytjendum kleift að búa til sína eigin hljóðmynd með náttúrulegum hljóðum líkamans og samspil þeirra á milli. Þegar líða tekur á verkið kemur hins vegar til sögunnar hljóðmynd sem er í höndum Baldvins Þórs Magnússonar og er afar sterk og áhrifamikil og dregur áhorfanda enn frekar inn í efnið. Það sem ég set hvað mest út á verkið er einhvers konar spennuleysi. Það er aldrei neitt lagt í sölurnar, ekkert lagt undir. Spenna myndast hvorki á milli flytjenda innbyrðis né út á við. Í kynningarefni er því lýst hvernig verkið snúist um samband áhorfenda við flytjendur en sem áhorfandi þá upplifði ég mig einungis vera tekna inn í myndina í upphafi en svo spilaði ég ekki stærri rullu en það. Afskiptalaus áhorfandi. Sviðsmyndin er einföld og glæsileg en virðist ekki þjóna neinum sérstökum tilgangi nema bara að ljá sviðinu aðeins hátíðlegri brag. Búningarnir sem áttu að líta út fyrir að vera hversdagsleg æfingaföt virtust ofhugsaðir og tilgerðarlegir. Það mátti lesa í búninga að verkið hefði aldrei náð lengra en að vera einhvers konar dansæfing sem var ekki ætluð sem sýning. Þar voru sviðsmynd og búningar í beinni mótsögn hvort við annað.Niðurstaða: Skemmtilegt að sjá verk þar sem lögð er slík áhersla á kóreógrafíu en það náði aldrei að verða eins spennandi og ég hefði vonast til.
Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira