Dómari fyrri viðureignar Liverpool og Manchester United í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sem fram fer á Anfield í kvöld er einn sá spjaldaglaðasti í Evrópu.
Spánverjinn Carlos Velasco dæmir leikinn, en þetta er aðeins í annað sinn sem hann dæmir leik hjá Liverpool. Hann dæmdi einnig viðureign liðsins gegn Zenit frá Pétursborg 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í febrúar 2013.
Velasco er einn spjaldaglaðasti dómari Evrópu. Hann er búinn að gefa tíu rauð sjöld á leiktíðinni, en í síðustu tíu leikjum er hann búinn að gefa fjögur rauð og 66 gul spjöld. Það gera 6,6 gul spjöld í leik.
Velasco er þrautreyndur í Evrópudómgæslu. Hann hefur verið FIFA-dómari síðan 2008 og dæmdi bæði á EM 2012 og HM 2014. Hann var líklegur til að dæma úrslitaleikinn á Evrópumótinu í Póllandi 2012 en samlandar hans frá Spáni komust alla leið í úrslitaleikinn.
Einn spjaldaglaðasti dómari Evrópu dæmir á Anfield í kvöld
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti


Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn