Listamennirnir börðust á myndfletinum Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2016 15:53 Bjarni og Jón Óskar. Ferlið þróaðist út í það að listamennirnir fóru að verja myndfleti hvor fyrir öðrum. „Við, eða ég, er voðalega montinn af því að ein svalasta sveit bæjarins, Godchilla, ætli að spila á opnuninni,“ segir Jón Óskar myndlistarmaður. „Þeir eru svo miklir töffarar að þetta er ekki skrifað með „z“ heldur „ch“ – chilla, þetta eru svo miklir gaurar.“ Á laugardaginn munu einmitt tveir af svölustu myndlistarmönnum þjóðarinnar, Jón Óskar og Bjarni Sigurbjörnsson opna sérstæða myndlistarsýningu: „September 2013“ í Anarkíu Hamraborg 3.Þetta er mikið rokk og ról? „Jájá, það er það.“Má segja að þetta sé að einhverju leyti útrás fyrir frústreraðar tilfinningar ykkar tveggja, að hafa aldrei verið í hljómsveit sjálfir? „Já, það er ekkert ólíklegt,“ segir Jón Óskar og hlær. „En, við hlustum mikið á tónlist. Við erum nú ekki mjög samferða í tónlistinni, hann er á kafi í Wagner, einhverju dramatísku og rómantísku og þessum yngri þungarokksveitum. Hann er frumstæður maður meðan ég er meira fágaður og gáfaður. Beauty and the beast.“Þar sem þú ert þá væntanlega the beauty? „Já, ég geri ráð fyrir því.“Opnun Anarkía listasalur laugardag kl 16:00Posted by Finnbogi Helgason on 9. mars 2016En, að verkinu. September 2013? „Já, þetta er verk sem við gerðum fyrir Ketilhúsið á Akureyri. Og betrektum það alveg með plötum sem við unnum á, hvor yfir annan, og svo langaði okkur að sýna hérna fyrir sunnan. Þetta verk er í raun sérsmíðað fyrir Ketilhúsið, en nú troðum við því inní Anarkíu sem er allt annað rými. Við þurfum að brjóta það mjög mikið upp. Sem er skemmtilegt, setja bætur í það og svona.“ Jón Óskar segir það ekki með öllu einstakt einstakt að listamenn blandi verkum sínum saman með þessum hætti, það hafa ýmsir gert og hann nefnir til sögunnar Dieter Roth sem vann mikið með öðrum listamönnum, Helgi Þorgils hefur unnið verk með Eggerti Péturssyni og áður fyrr með Kristni Harðarsyni, svo einhver dæmi séu nefnd. „Þetta er þekkt. Það sem er kannski svolítið öðruvísi hjá okkur Bjarna er að við tökum ekkert endilega tillit til þess hvað hinn er að gera. Þetta eru meira árekstrar, við erum svo ólíkir við Bjarni.“ Og Jón Óskar lýsir þessu sem árekstrum eða skærum. „Þetta er mjög skemmtilegt fyrir okkur, Bjarni gerir hluti sem ég myndi aldrei gera og öfugt. Oft í ferlinu komum við hvor öðrum á óvart. Og á vissan hátt er þetta eins og að vinna með vinstri hendinni; við tökum frammí fyrir hvor öðrum, skemmum fyrir hvor öðrum, ég fer yfir eitthvað hjá honum sem ég tel til bóta en honum finnst mjög gott og öfugt. Mér fannst þetta fyndið ferli, svo var það komið út í það að maður var farinn að verja viss svæði: Þú mátt ekki snerta þetta hérna! Eitthvað sem okkur þótti mjög mikilvægt.“ Þegar verkið var unnið upphaflega höfðu þeir Jón Óskar og Bjarni vinnuaðstöðu í refabúi og þá kom safnstjórinn Hannes Sigurðsson stundum í heimsókn. Hann varð kátur þegar verkið var hent upp og fór þá allur að iða til. „Við sáum að hann langaði til að kássast uppá þetta. Og við spurðum hvort hann vildi ekki gera það? Og hann spurði, má ég það? En lét ekki bjóða sér þetta tvisvar, rauk að verkinu og málaði: We love Hannes.“ Þetta verk er þannig nokkuð gjörningslegt. Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Við, eða ég, er voðalega montinn af því að ein svalasta sveit bæjarins, Godchilla, ætli að spila á opnuninni,“ segir Jón Óskar myndlistarmaður. „Þeir eru svo miklir töffarar að þetta er ekki skrifað með „z“ heldur „ch“ – chilla, þetta eru svo miklir gaurar.“ Á laugardaginn munu einmitt tveir af svölustu myndlistarmönnum þjóðarinnar, Jón Óskar og Bjarni Sigurbjörnsson opna sérstæða myndlistarsýningu: „September 2013“ í Anarkíu Hamraborg 3.Þetta er mikið rokk og ról? „Jájá, það er það.“Má segja að þetta sé að einhverju leyti útrás fyrir frústreraðar tilfinningar ykkar tveggja, að hafa aldrei verið í hljómsveit sjálfir? „Já, það er ekkert ólíklegt,“ segir Jón Óskar og hlær. „En, við hlustum mikið á tónlist. Við erum nú ekki mjög samferða í tónlistinni, hann er á kafi í Wagner, einhverju dramatísku og rómantísku og þessum yngri þungarokksveitum. Hann er frumstæður maður meðan ég er meira fágaður og gáfaður. Beauty and the beast.“Þar sem þú ert þá væntanlega the beauty? „Já, ég geri ráð fyrir því.“Opnun Anarkía listasalur laugardag kl 16:00Posted by Finnbogi Helgason on 9. mars 2016En, að verkinu. September 2013? „Já, þetta er verk sem við gerðum fyrir Ketilhúsið á Akureyri. Og betrektum það alveg með plötum sem við unnum á, hvor yfir annan, og svo langaði okkur að sýna hérna fyrir sunnan. Þetta verk er í raun sérsmíðað fyrir Ketilhúsið, en nú troðum við því inní Anarkíu sem er allt annað rými. Við þurfum að brjóta það mjög mikið upp. Sem er skemmtilegt, setja bætur í það og svona.“ Jón Óskar segir það ekki með öllu einstakt einstakt að listamenn blandi verkum sínum saman með þessum hætti, það hafa ýmsir gert og hann nefnir til sögunnar Dieter Roth sem vann mikið með öðrum listamönnum, Helgi Þorgils hefur unnið verk með Eggerti Péturssyni og áður fyrr með Kristni Harðarsyni, svo einhver dæmi séu nefnd. „Þetta er þekkt. Það sem er kannski svolítið öðruvísi hjá okkur Bjarna er að við tökum ekkert endilega tillit til þess hvað hinn er að gera. Þetta eru meira árekstrar, við erum svo ólíkir við Bjarni.“ Og Jón Óskar lýsir þessu sem árekstrum eða skærum. „Þetta er mjög skemmtilegt fyrir okkur, Bjarni gerir hluti sem ég myndi aldrei gera og öfugt. Oft í ferlinu komum við hvor öðrum á óvart. Og á vissan hátt er þetta eins og að vinna með vinstri hendinni; við tökum frammí fyrir hvor öðrum, skemmum fyrir hvor öðrum, ég fer yfir eitthvað hjá honum sem ég tel til bóta en honum finnst mjög gott og öfugt. Mér fannst þetta fyndið ferli, svo var það komið út í það að maður var farinn að verja viss svæði: Þú mátt ekki snerta þetta hérna! Eitthvað sem okkur þótti mjög mikilvægt.“ Þegar verkið var unnið upphaflega höfðu þeir Jón Óskar og Bjarni vinnuaðstöðu í refabúi og þá kom safnstjórinn Hannes Sigurðsson stundum í heimsókn. Hann varð kátur þegar verkið var hent upp og fór þá allur að iða til. „Við sáum að hann langaði til að kássast uppá þetta. Og við spurðum hvort hann vildi ekki gera það? Og hann spurði, má ég það? En lét ekki bjóða sér þetta tvisvar, rauk að verkinu og málaði: We love Hannes.“ Þetta verk er þannig nokkuð gjörningslegt.
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira