Leitin að þeim rétta Sigríður Jónsdóttir skrifar 12. mars 2016 11:00 Atriðið úr leiksýningunni Hleyptu þeim rétta inn sem Þjóðleikhúsið frumsýndi á fimmtudagskvöldið. Leikhús Hleyptu þeim rétta inn Þjóðleikhúsið Leikgerð eftir Jack Thorne Byggð á sænskri skáldsögu og kvikmyndahandriti eftir John Ajvide Lindqvist Leikstjórn: Selma Björnsdóttir Leikarar: Sigurður Þór Óskarsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Oddur Júlíusson, Hallgrímur Ólafsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Snorri Engilbertsson, Stefán Hallur Stefánsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Pálmi Gestsson, Baldur Trausti Hreinsson, Svava Björg Örlygsdóttir Leikmynd: Halla Gunnarsdóttir Búningar: María Th. Ólafsdóttir Tónlist: Högni Egilsson Hljóðmynd: Högni Egilsson og Elvar Geir Sævarsson Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Myndbandshönnun: Rimas Sakalauskas Dramatúrg: Símon Birgisson Þýðing: Magnea J. Matthíasdóttir Þjóðleikhúsið frumsýndi síðustu sýningu hússins á leikárinu síðastliðinn föstudag eftir dramatískt æfingarferli. Tveimur dögum fyrir áætlaða frumsýningu á Hleyptu þeim rétta inn slasaðist aðalleikkonan alvarlega og tveimur vikum seinna hefur staðgengill tekið hennar stað. Í Hleyptu þeim rétta inn er áhorfendum boðið inn í kuldalegt samfélag þar sem íbúarnir eru litlu skárri en veðrið. Miðpunktur verksins er Óskar, óhamingjusamur drengur í leit að stöðugleika. Foreldrar hans eru fjarverandi, ýmist í anda eða bókstaflega, hann er lagður í einelti af samnemendum og þroskaþrepin eru erfið. Sigurður Þór Óskarsson fer fallega með þessa litlu sál en stundum er kómíska nálgunin tekin of langt. Ógjörningur er að fjalla um frammistöðu Láru Jóhönnu Jónsdóttur án þess að nefna þann ótrúlega stutta æfingatíma sem hún hafði til að koma hinni dularfullu Elí á svið. Hún á heiður skilið fyrir þetta afrek. Samleikur hennar og Sigurðar Þórs er hugljúfur en spennuna skortir. Elí er fjarlæg og framandi en má ekki vera flöt í framsetningu. Orka Láru virðist alltaf vera á sama spennustiginu. Þröstur Leó Gunnarsson leikur Hákon, fylgisvein Elí, en þeirra samband er flóknara en virðist í fyrstu. Þröstur Leó hefur þann einstaka hæfileika að vekja upp samúð áhorfenda, jafnvel með fyrirlitlegum persónum. Í hans höndum er Hákon ekki ófreskja heldur maður í leit að ást. Oddur Júlíusson leikur hrottann Jonna sem gerir Óskari lífið leitt. Stutt er í klisjuna en ný hlið birtist í leik Odds þegar eldri bróðir Jonna bætist í spilið. Stefán Hallur Stefánsson sýnir bæði spaugilegar hliðar og ógnvænlegar. Hallgrímur Ólafsson leikur hinn umkomulausa Mikka af næmni. Pálmi Gestsson gerir ágætlega í hlutverki sínu sem lögreglumaðurinn Hólmberg en hann hefur ekki úr miklu að moða. Svipaða sögu má segja um Baldur Trausta Hreinsson, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur og reyndar Snorra Engilbertsson líka. Þó finnur Baldur kærleika í vandræðalega leikfimikennaranum og Katla Margrét húmorinn í drykkjusömu mömmunni. Erfitt er að benda á hvaðan gallarnir í handritinu eiga sér upptök en margar útgáfur eru til af sögunni um Óskar og Elí. Jack Thorne virðist hafa unnið leikgerðina að mestu upp úr höfundarverki John Ajvide Lindqvist, skáldsögunni og kvikmyndahandritinu. Of oft eru gjörðir persóna útskýrðar með orðum frekar en atferli, sumar persónur hreinlega uppfylliefni og heildartónn verksins er óskýr. Vandinn liggur líka í leikstjórninni en áherslurnar eru á skjön frá byrjun. Í stað þess að gefa áhorfendum tíma til að tengja við kaldranalegt umhverfi og einangrun Óskars er framvindan keyrð af stað. Selma Björnsdóttir sér um leikstjórnina og hún er einkar lunkin við að skapa eftirminnileg sjónræn augnablik á sviðinu. En vigtina skortir í hljóðlátari atriðin og of mikill tími fer í að tengja atriði saman frekar en að leyfa þeim lifa. Hvorki slagsmálaatriðin né hið alblóðuga uppgjör sýningarinnar er nægilega sannfærandi. Kannski smá skrifa eitthvað á snarpan æfingartíma en úrvinnslunni er líka ábótavant. Umgjörðin er að mestu til fyrirmyndar. Leikmyndina hannar Halla Gunnarsdóttir og tekst einstaklega vel til. Ólafur Ágúst Stefánsson skyggir þessi köldu skúmaskot með stórfínni lýsingu sem gefur leikmyndinni ógnandi blæ. Myndbandshönnun Rimas Sakalauskas er sömuleiðis tilkomumikil og hefði jafnvel mátt nýta betur. Þess væri þó óskandi að búningar Maríu Th. Ólafsdóttur skildu meira eftir sig. Högni Egilsson semur tónlist sýningarinnar en hún var alls ekki nægilega afgerandi né áhrifamikil. Hann getur miklu betur eins og heyrist á hljóðmynd hans og Elvars Geirs Sævarssonar sem er þrumandi fín. Bergmál, beinbrot og næturbrölt fylla þessa köldu veröld. Hleyptu þeim rétta inn er þroskasaga ungs drengs þar sem skuggi vampírunnar lúrir ávallt nærri, hryllingurinn felst ekki í blóðbaðinu heldur kulda samfélagsins. Selma nær því miður ekki að halda sýningunni á gullna meðalveginum þó að sviðsetningin sé áferðarfögur. Óskar finnur ekki bara björg í utangarðsmanneskjunni Elí heldur finnur hann sjálfan sig.Niðurstaða: Myndrík en átakalítil sýning. Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús Hleyptu þeim rétta inn Þjóðleikhúsið Leikgerð eftir Jack Thorne Byggð á sænskri skáldsögu og kvikmyndahandriti eftir John Ajvide Lindqvist Leikstjórn: Selma Björnsdóttir Leikarar: Sigurður Þór Óskarsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Oddur Júlíusson, Hallgrímur Ólafsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Snorri Engilbertsson, Stefán Hallur Stefánsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Pálmi Gestsson, Baldur Trausti Hreinsson, Svava Björg Örlygsdóttir Leikmynd: Halla Gunnarsdóttir Búningar: María Th. Ólafsdóttir Tónlist: Högni Egilsson Hljóðmynd: Högni Egilsson og Elvar Geir Sævarsson Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Myndbandshönnun: Rimas Sakalauskas Dramatúrg: Símon Birgisson Þýðing: Magnea J. Matthíasdóttir Þjóðleikhúsið frumsýndi síðustu sýningu hússins á leikárinu síðastliðinn föstudag eftir dramatískt æfingarferli. Tveimur dögum fyrir áætlaða frumsýningu á Hleyptu þeim rétta inn slasaðist aðalleikkonan alvarlega og tveimur vikum seinna hefur staðgengill tekið hennar stað. Í Hleyptu þeim rétta inn er áhorfendum boðið inn í kuldalegt samfélag þar sem íbúarnir eru litlu skárri en veðrið. Miðpunktur verksins er Óskar, óhamingjusamur drengur í leit að stöðugleika. Foreldrar hans eru fjarverandi, ýmist í anda eða bókstaflega, hann er lagður í einelti af samnemendum og þroskaþrepin eru erfið. Sigurður Þór Óskarsson fer fallega með þessa litlu sál en stundum er kómíska nálgunin tekin of langt. Ógjörningur er að fjalla um frammistöðu Láru Jóhönnu Jónsdóttur án þess að nefna þann ótrúlega stutta æfingatíma sem hún hafði til að koma hinni dularfullu Elí á svið. Hún á heiður skilið fyrir þetta afrek. Samleikur hennar og Sigurðar Þórs er hugljúfur en spennuna skortir. Elí er fjarlæg og framandi en má ekki vera flöt í framsetningu. Orka Láru virðist alltaf vera á sama spennustiginu. Þröstur Leó Gunnarsson leikur Hákon, fylgisvein Elí, en þeirra samband er flóknara en virðist í fyrstu. Þröstur Leó hefur þann einstaka hæfileika að vekja upp samúð áhorfenda, jafnvel með fyrirlitlegum persónum. Í hans höndum er Hákon ekki ófreskja heldur maður í leit að ást. Oddur Júlíusson leikur hrottann Jonna sem gerir Óskari lífið leitt. Stutt er í klisjuna en ný hlið birtist í leik Odds þegar eldri bróðir Jonna bætist í spilið. Stefán Hallur Stefánsson sýnir bæði spaugilegar hliðar og ógnvænlegar. Hallgrímur Ólafsson leikur hinn umkomulausa Mikka af næmni. Pálmi Gestsson gerir ágætlega í hlutverki sínu sem lögreglumaðurinn Hólmberg en hann hefur ekki úr miklu að moða. Svipaða sögu má segja um Baldur Trausta Hreinsson, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur og reyndar Snorra Engilbertsson líka. Þó finnur Baldur kærleika í vandræðalega leikfimikennaranum og Katla Margrét húmorinn í drykkjusömu mömmunni. Erfitt er að benda á hvaðan gallarnir í handritinu eiga sér upptök en margar útgáfur eru til af sögunni um Óskar og Elí. Jack Thorne virðist hafa unnið leikgerðina að mestu upp úr höfundarverki John Ajvide Lindqvist, skáldsögunni og kvikmyndahandritinu. Of oft eru gjörðir persóna útskýrðar með orðum frekar en atferli, sumar persónur hreinlega uppfylliefni og heildartónn verksins er óskýr. Vandinn liggur líka í leikstjórninni en áherslurnar eru á skjön frá byrjun. Í stað þess að gefa áhorfendum tíma til að tengja við kaldranalegt umhverfi og einangrun Óskars er framvindan keyrð af stað. Selma Björnsdóttir sér um leikstjórnina og hún er einkar lunkin við að skapa eftirminnileg sjónræn augnablik á sviðinu. En vigtina skortir í hljóðlátari atriðin og of mikill tími fer í að tengja atriði saman frekar en að leyfa þeim lifa. Hvorki slagsmálaatriðin né hið alblóðuga uppgjör sýningarinnar er nægilega sannfærandi. Kannski smá skrifa eitthvað á snarpan æfingartíma en úrvinnslunni er líka ábótavant. Umgjörðin er að mestu til fyrirmyndar. Leikmyndina hannar Halla Gunnarsdóttir og tekst einstaklega vel til. Ólafur Ágúst Stefánsson skyggir þessi köldu skúmaskot með stórfínni lýsingu sem gefur leikmyndinni ógnandi blæ. Myndbandshönnun Rimas Sakalauskas er sömuleiðis tilkomumikil og hefði jafnvel mátt nýta betur. Þess væri þó óskandi að búningar Maríu Th. Ólafsdóttur skildu meira eftir sig. Högni Egilsson semur tónlist sýningarinnar en hún var alls ekki nægilega afgerandi né áhrifamikil. Hann getur miklu betur eins og heyrist á hljóðmynd hans og Elvars Geirs Sævarssonar sem er þrumandi fín. Bergmál, beinbrot og næturbrölt fylla þessa köldu veröld. Hleyptu þeim rétta inn er þroskasaga ungs drengs þar sem skuggi vampírunnar lúrir ávallt nærri, hryllingurinn felst ekki í blóðbaðinu heldur kulda samfélagsins. Selma nær því miður ekki að halda sýningunni á gullna meðalveginum þó að sviðsetningin sé áferðarfögur. Óskar finnur ekki bara björg í utangarðsmanneskjunni Elí heldur finnur hann sjálfan sig.Niðurstaða: Myndrík en átakalítil sýning.
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira