Þegar pólitíkusar hafa áhrif Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 12. mars 2016 07:00 Á tímum þegar vinsælt er að finna stjórnmálamönnum allt til foráttu er hollt að rifja upp tilvik þegar vel hefur tekist til. Stundum er nefnilega hægt að benda á ákvarðanir sem teknar hafa verið af framsýni og hafa óneitanlega reynst happadrjúgar. Ein slík var ákvörðunin um að innleiða endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna hluta framleiðslukostnaðar við kvikmyndir og sjónvarpsefni. Lög um 20% endurgreiðslu vegna slíks kostnaðar voru samþykkt af Alþingi árið 1999, en renna út nú um áramót. Iðnaðarráðherra hefur tilkynnt að hún mælist til þess að sambærileg lög taki við af þeim gömlu, nema nú skal endurgreiðslan nema fjórðungi framleiðslukostnaðar. Það er ótvírætt fagnaðarefni enda hefur endurgreiðslan, líkt og fjallað var um í góðri fréttaskýringu á Vísi, verið ein helsta ástæða þess að alþjóðlegir kvikmyndagerðarmenn horfa í síauknum mæli til Íslands sem tökustaðar. Þar spilar endurgreiðslan að sjálfsögðu engan einleik - hæfileikaríkt kvikmyndagerðarfólk og okkar fallega land eru mikilvægustu þættirnir. Hins vegar hefur sannað sig að endurgreiðslan hjálpar til við að laða kvikmyndagerðarfólk til landsins. Er það ekki einmitt hlutverk góðra stjórnmálamanna - að hindra ekki hæfileikafólk í að nýta styrkleika sína, og hjálpa heldur til þar sem það er hægt? Stjórnvöld á Íslandi virðast líka hafa gert sér grein fyrir því, hvað kvikmyndaiðnaðinn varðar, að þar er Ísland að keppa við önnur lönd um þann óneitanlega fjárhags- og menningarlega ávinning sem fylgir framleiðslu á kvikmyndum og sjónvarpsefni. Endurgreiðslan er einn af mörgum þáttum sem getur orðið til þess að Ísland vinni kapphlaup við önnur lönd. Þar leggja stjórnvöld sitt lóð á vogarskálarnar. Óskandi væri að hugsun sem þessi réði ríkjum á fleiri sviðum. Sem dæmi má nefna að á Íslandi kostar nú um 630 þúsund krónur að stofnsetja einkahlutafélag. Þar af eru fimm hundruð þúsund krónur í formi hlutafjárframlags sem nota má í reksturinn, en afgangurinn eru óafturkræf skráningargjöld. Þessi kostnaður er hár fyrir atorkusama en félitla frumkvöðla sem dreymir um að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Til samanburðar má svo nefna að í Bretlandi þyrfti að kosta til réttum 200 krónum í sama tilgangi. Smáatriði sem þessi gætu ráðið úrslitum um það hvar góðar hugmyndir skjóta rótum, með tilheyrandi ávinningi fyrir samfélagið. Vitaskuld er þetta bara lítið dæmi, en sagan af íslenska kvikmyndavorinu kennir okkur að oft veltir lítil þúfu þungu hlassi - eða á að minnsta kosti þátt í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Á tímum þegar vinsælt er að finna stjórnmálamönnum allt til foráttu er hollt að rifja upp tilvik þegar vel hefur tekist til. Stundum er nefnilega hægt að benda á ákvarðanir sem teknar hafa verið af framsýni og hafa óneitanlega reynst happadrjúgar. Ein slík var ákvörðunin um að innleiða endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna hluta framleiðslukostnaðar við kvikmyndir og sjónvarpsefni. Lög um 20% endurgreiðslu vegna slíks kostnaðar voru samþykkt af Alþingi árið 1999, en renna út nú um áramót. Iðnaðarráðherra hefur tilkynnt að hún mælist til þess að sambærileg lög taki við af þeim gömlu, nema nú skal endurgreiðslan nema fjórðungi framleiðslukostnaðar. Það er ótvírætt fagnaðarefni enda hefur endurgreiðslan, líkt og fjallað var um í góðri fréttaskýringu á Vísi, verið ein helsta ástæða þess að alþjóðlegir kvikmyndagerðarmenn horfa í síauknum mæli til Íslands sem tökustaðar. Þar spilar endurgreiðslan að sjálfsögðu engan einleik - hæfileikaríkt kvikmyndagerðarfólk og okkar fallega land eru mikilvægustu þættirnir. Hins vegar hefur sannað sig að endurgreiðslan hjálpar til við að laða kvikmyndagerðarfólk til landsins. Er það ekki einmitt hlutverk góðra stjórnmálamanna - að hindra ekki hæfileikafólk í að nýta styrkleika sína, og hjálpa heldur til þar sem það er hægt? Stjórnvöld á Íslandi virðast líka hafa gert sér grein fyrir því, hvað kvikmyndaiðnaðinn varðar, að þar er Ísland að keppa við önnur lönd um þann óneitanlega fjárhags- og menningarlega ávinning sem fylgir framleiðslu á kvikmyndum og sjónvarpsefni. Endurgreiðslan er einn af mörgum þáttum sem getur orðið til þess að Ísland vinni kapphlaup við önnur lönd. Þar leggja stjórnvöld sitt lóð á vogarskálarnar. Óskandi væri að hugsun sem þessi réði ríkjum á fleiri sviðum. Sem dæmi má nefna að á Íslandi kostar nú um 630 þúsund krónur að stofnsetja einkahlutafélag. Þar af eru fimm hundruð þúsund krónur í formi hlutafjárframlags sem nota má í reksturinn, en afgangurinn eru óafturkræf skráningargjöld. Þessi kostnaður er hár fyrir atorkusama en félitla frumkvöðla sem dreymir um að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Til samanburðar má svo nefna að í Bretlandi þyrfti að kosta til réttum 200 krónum í sama tilgangi. Smáatriði sem þessi gætu ráðið úrslitum um það hvar góðar hugmyndir skjóta rótum, með tilheyrandi ávinningi fyrir samfélagið. Vitaskuld er þetta bara lítið dæmi, en sagan af íslenska kvikmyndavorinu kennir okkur að oft veltir lítil þúfu þungu hlassi - eða á að minnsta kosti þátt í því.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun