Fjórtán mánuði að fullkomna fyrstu uppskriftina Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2016 12:00 Það kemur kannski engum á óvart en uppáhalds sælgæti Johan er lakkrís. Vísir/Ernir „Ég stofnaði fyrirtækið þegar ég var ungur. Ég er frá Borgundarhólmi, lítilli danskri eyju. Smá eins og Ísland, en bara ekki eins stór, við erum í kringum 50.000. Lítil og falleg eyja sem var nýverið að fá sína fyrstu Michelin-stjörnu,“ segir lakkrísprinsinn Johan Bülow sem staddur er hér á landi en fyrirtæki hans, Lakrids, hefur heldur betur vakið athygli á undanförnum árum. Fyrirtækið stofnaði hann ungur að árum en nú um helgina verður efnt til lakkrísveislu á Kolabrautinni í samstarfi við Lakrids og Johan Bülow og hafa matreiðslumeistarar Kolabrautarinnar sett saman matseðil með fjórum réttum sem innihalda ýmsar útfærslur á lakkrís frá fyrirtækinu. Johan segir að móðir hans hafi í uppvextinum lagt áherslu á að hann yrði athafnamaður. „Hún var glerblásari og hannaði sitt eigið gler og frá því ég var rúmlega þriggja ára gamall fór ég með henni í vinnuna á hverjum degi og fylgdist með henni. Hún brýndi fyrir mér að vinna við eitthvað sem ég elskaði af því að maður eyðir svo miklum miklum tíma í vinnunni út ævina. Maður yrði því að gera eitthvað sem væri manni virkileg ástríða af því að þá gæti maður unnið fjári marga klukkutíma á viku án þess að það sé vinna,“ segir hann. Johan stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki fjórtán ára gamall og því augljóst frá unga aldri að rekstur lá vel fyrir honum. Þar leigði hann lítið rými og seldi ís og ódýrt sælgæti. 22 ára að aldri starfaði hann sem þjónn á veitingastað og út frá því kviknaði hugmyndin um Lakrids og segir hann hvatann hafa verið að búa til heimsins besta lakkrís. Það tók þó töluverðan tíma að koma fyrstu afurðinni frá sér enda lakkrís talsvert erfiður í framleiðslu. „Ég fékk hugmyndina í eldhúsinu hjá mömmu og byrjaði með trésleif í hendi að reyna að elda og búa eitthvað til. Ég keypti lítinn poka af Piratos frá Haribo og skoðaði innihaldsefnin til að sjá hvað þetta snerist allt um,“ segir Johan og er fljótur að játa því að lakkrís hafi alla tíð verið hans uppáhaldssælgæti. Líkt og áður sagði tók þó talsverðan tíma að fullkomna uppskriftina en Johan stóð í fjórtán mánuði yfir pottunum áður en hann var kominn með afurð í hendurnar sem hann var sáttur við. Þá opnaði hann fyrstu búðina í 35 fermetra rými og tveimur og hálfum klukkutíma eftir opnun var allur lakkrísinn uppseldur. Lakrids-ævintýrið hefur heldur betur undið upp á sig síðan þá og er lakkrísinn nú seldur í tuttugu löndum og Lakrids með 14 búðir í þremur löndum og stefnan sett á að opna átta búðir á þessu ári. Lakkrísinn frá Lakrids má hér á landi meðal annars fá í Epal sem og fleiri búðum þar sem matgæðingar venja komur sínar. Johan segist þó ekki hafa haft mikinn tíma til þess að velta sér upp úr velgengninni þar sem alltaf sé nóg að gera. „Ég held að á þessum átta árum hafi ég einu sinni staldrað við og hugsað: Vá, við gerðum þetta. Það var fyrir þremur árum þegar ég heimsótti nýju lakkrísverksmiðjuna sem við vorum nýbúin að kaupa en við keyptum 3.500 fermetra rými sem við máluðum allt svart til þess að endurspegla búðina á Borgundarhólmi. Þann morgun fór ég í verksmiðjuna og horfði á þessa stóru svörtu byggingu og var stoltur í tíu mínútur og svo var það bara bamm, aftur að vinna.“ Og þegar hann er spurður að því hvort hann geti gefið ungum frumkvöðlum góð ráð er svarið einfalt: „Þú þarft að vakna á hverjum morgni og hafa góða tilfinningu fyrir því sem þú ert að fara að gera.“ Matur Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira
„Ég stofnaði fyrirtækið þegar ég var ungur. Ég er frá Borgundarhólmi, lítilli danskri eyju. Smá eins og Ísland, en bara ekki eins stór, við erum í kringum 50.000. Lítil og falleg eyja sem var nýverið að fá sína fyrstu Michelin-stjörnu,“ segir lakkrísprinsinn Johan Bülow sem staddur er hér á landi en fyrirtæki hans, Lakrids, hefur heldur betur vakið athygli á undanförnum árum. Fyrirtækið stofnaði hann ungur að árum en nú um helgina verður efnt til lakkrísveislu á Kolabrautinni í samstarfi við Lakrids og Johan Bülow og hafa matreiðslumeistarar Kolabrautarinnar sett saman matseðil með fjórum réttum sem innihalda ýmsar útfærslur á lakkrís frá fyrirtækinu. Johan segir að móðir hans hafi í uppvextinum lagt áherslu á að hann yrði athafnamaður. „Hún var glerblásari og hannaði sitt eigið gler og frá því ég var rúmlega þriggja ára gamall fór ég með henni í vinnuna á hverjum degi og fylgdist með henni. Hún brýndi fyrir mér að vinna við eitthvað sem ég elskaði af því að maður eyðir svo miklum miklum tíma í vinnunni út ævina. Maður yrði því að gera eitthvað sem væri manni virkileg ástríða af því að þá gæti maður unnið fjári marga klukkutíma á viku án þess að það sé vinna,“ segir hann. Johan stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki fjórtán ára gamall og því augljóst frá unga aldri að rekstur lá vel fyrir honum. Þar leigði hann lítið rými og seldi ís og ódýrt sælgæti. 22 ára að aldri starfaði hann sem þjónn á veitingastað og út frá því kviknaði hugmyndin um Lakrids og segir hann hvatann hafa verið að búa til heimsins besta lakkrís. Það tók þó töluverðan tíma að koma fyrstu afurðinni frá sér enda lakkrís talsvert erfiður í framleiðslu. „Ég fékk hugmyndina í eldhúsinu hjá mömmu og byrjaði með trésleif í hendi að reyna að elda og búa eitthvað til. Ég keypti lítinn poka af Piratos frá Haribo og skoðaði innihaldsefnin til að sjá hvað þetta snerist allt um,“ segir Johan og er fljótur að játa því að lakkrís hafi alla tíð verið hans uppáhaldssælgæti. Líkt og áður sagði tók þó talsverðan tíma að fullkomna uppskriftina en Johan stóð í fjórtán mánuði yfir pottunum áður en hann var kominn með afurð í hendurnar sem hann var sáttur við. Þá opnaði hann fyrstu búðina í 35 fermetra rými og tveimur og hálfum klukkutíma eftir opnun var allur lakkrísinn uppseldur. Lakrids-ævintýrið hefur heldur betur undið upp á sig síðan þá og er lakkrísinn nú seldur í tuttugu löndum og Lakrids með 14 búðir í þremur löndum og stefnan sett á að opna átta búðir á þessu ári. Lakkrísinn frá Lakrids má hér á landi meðal annars fá í Epal sem og fleiri búðum þar sem matgæðingar venja komur sínar. Johan segist þó ekki hafa haft mikinn tíma til þess að velta sér upp úr velgengninni þar sem alltaf sé nóg að gera. „Ég held að á þessum átta árum hafi ég einu sinni staldrað við og hugsað: Vá, við gerðum þetta. Það var fyrir þremur árum þegar ég heimsótti nýju lakkrísverksmiðjuna sem við vorum nýbúin að kaupa en við keyptum 3.500 fermetra rými sem við máluðum allt svart til þess að endurspegla búðina á Borgundarhólmi. Þann morgun fór ég í verksmiðjuna og horfði á þessa stóru svörtu byggingu og var stoltur í tíu mínútur og svo var það bara bamm, aftur að vinna.“ Og þegar hann er spurður að því hvort hann geti gefið ungum frumkvöðlum góð ráð er svarið einfalt: „Þú þarft að vakna á hverjum morgni og hafa góða tilfinningu fyrir því sem þú ert að fara að gera.“
Matur Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira