Breska sveitin The Stone Roses hefur tilkynnt um útgáfu þriðju breiðskífu sinnar. Þetta eru merkilegar fréttir í ljósi þess að rúmlega 21 ár eru liðin frá því að sveitin gaf út síðustu plötu sína.
Platan kemur út í sumar og á henni verður einungis ný tónlist. Í kjölfar útgáfunnar ætlar sveitin í tónleikaferð um heiminn sem byrjar með þrennum tónleikum í Etihad leikvanginum í heimaborg þeirra Manchester.
Endurvakning The Stone Roses árið 2011 vakti töluverða athygli en þá kom sveitin saman og fór í stutta tónleikaferð sem endaði með stærðarinnar tónleikum í Heaton Park í Manchester fyrir um 150 þúsund manns.
Í heimildarmynd um þá endurkomu, Stone Roses: Made of Stone, mátti sjá hversu brothætt samstarfs liðsmanna fjögurra í raun er en sú tónleikahryna endaði með ósköpunum. Það að sveitin sé því að koma aftur núna með nýja plötu hljómar eins og kraftaverk í eyrum aðdáenda.
Þriðja plata Stone Roses væntanleg
