Rúrik: Betra að sýna hlutina í verki inn á vellinum en að hringja í blaðamenn að fyrra bragði Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. mars 2016 17:00 Rúrik Gíslason hefur verið frá síðan í október. vísir/valli Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta, hefur ekki spilað leik síðan í lok september á síðasta ári vegna meiðsla. Sæti hans í EM-hópnum gæti verið í hættu vegna meiðslanna en hann er að komast af stað núna á besta tíma. „Ég þurfti að fara í aðgerð því hásinin var að hluta til rifin. Hælbeinið var að skera meira og meira í hásinina þannig aðgerðin var óhjákvæmileg,“ sagði Rúrik um meiðslin í viðtali í Akraborginni á X977 í dag. „Ég fór í aðgerðina 20. október og mér var tjáð að þetta yrðu þrír mánuðir frá en þetta hefur tekið aðeins lengri tíma.“ „Ég spilaði með varaliðinu um síðustu helgi og reikna með því að vera með um helgina þannig þetta lítur allt vel út.“. „Ég er búinn að leggja mikið á mig í endurhæfingunni. Það er ekkert langt síðan ég byrjaði að æfa með liðinu en ég er samt sem áður í fínu hlaupaformi. Mér líður ekki eins og ég hafi verið meiddur í fimm mánuði,“ sagði Rúrik.Rúrik Gíslason samdi við Nürnberg fyrir tímabilið.vísir/gettyLangar með á EM Vegna meiðslanna hefur Rúrik ekkert verið með íslenska landsliðinu í síðustu vináttuleikjum. Aðeins fjórir leikir eru eftir þar til EM-hópurinn verður valinn, en á föstudaginn tilkynna Lars og Heimir hvaða leikmenn fara með í leikina gegn Dönum og Grikkjum. Rúrik, sem verður 28 ára gamall á árinu, á að baki 37 landsleiki með Íslandi en hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2009. Hann hefur verið fastamaður í hóp Lars og Heimis og metur stöðu sína góða fyrir EM þrátt fyrir meiðslin. „Ég met stöðuna þannig að ég hef lagt mitt af mörkum fyrir landsliðið undanfarin ár. Auðvitað er komin mun meiri samkeppni en hefur verið oft áður, en ég trúi á sjálfan mig og er staðráðinn í að vinna mér sæti í þessum hóp,“ sagði Rúrik. „Eins og flestum íslenskum knattspyrnumönnum langar mig að fara með á þetta mót. Það er bara undir mér komið að sýna að ég eigi heima þarna,“ sagði RúrikLars og Heimir velja næsta hóp á föstudaginn.Vísir/VilhelmYrði mjög svekktur „Ég ætla ekkert að skafa af því að ég yrði svekktur ef ég væri ekki valinn í landsliðið. Það yrði þá í fyrsta skipti í nokkur ár sem ég væri ekki valinn í landsliðið þegar ég er heill. Auðvitað yrði ég mjög svekktur en ég þarf bara að leggja hart að mér og sýna mönnum að ég á heima í þessum hóp,“ sagði Rúrik, en hvað þarf hann að gera til að komast aftur í landsliðið? „Fyrst og fremst að byrja að spila og spila vel. Ég held að það segi miklu meira heldur en að menn séu að tala alltof mikið. Ég held að það skili manni alltaf lengst, að sýna hlutina bara í verki inn á vellinum og vera ekki mikið að hringja í blaðamenn að fyrra bragði. Það er galdurinn,“ sagði Rúrik Gíslason. Rúrik leikur með Nürnberg í þýsku 2. deildinni en liðið er á fínum skriði og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Íslenski landsliðsmaðurinn átti að vera í leikmannahópnum um síðustu helgi en allt kom fyrir ekki. „Ég náði að æfa þrisvar sinnum í síðustu viku og þjálfarinn vildi hafa mig í hópnum um síðustu helgi en læknirinn vildi ekki samþykkja það,“ sagði hann. „Ég reikna með að vera í hópnum um næstu helgi. Mér líður eins og ég sé tilbúinn og hef hef verið að sýna á æfingum að ég er í góðu formi,“ sagði Rúrik Gíslason. Allt viðtalið má heyra hér að neðan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira
Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta, hefur ekki spilað leik síðan í lok september á síðasta ári vegna meiðsla. Sæti hans í EM-hópnum gæti verið í hættu vegna meiðslanna en hann er að komast af stað núna á besta tíma. „Ég þurfti að fara í aðgerð því hásinin var að hluta til rifin. Hælbeinið var að skera meira og meira í hásinina þannig aðgerðin var óhjákvæmileg,“ sagði Rúrik um meiðslin í viðtali í Akraborginni á X977 í dag. „Ég fór í aðgerðina 20. október og mér var tjáð að þetta yrðu þrír mánuðir frá en þetta hefur tekið aðeins lengri tíma.“ „Ég spilaði með varaliðinu um síðustu helgi og reikna með því að vera með um helgina þannig þetta lítur allt vel út.“. „Ég er búinn að leggja mikið á mig í endurhæfingunni. Það er ekkert langt síðan ég byrjaði að æfa með liðinu en ég er samt sem áður í fínu hlaupaformi. Mér líður ekki eins og ég hafi verið meiddur í fimm mánuði,“ sagði Rúrik.Rúrik Gíslason samdi við Nürnberg fyrir tímabilið.vísir/gettyLangar með á EM Vegna meiðslanna hefur Rúrik ekkert verið með íslenska landsliðinu í síðustu vináttuleikjum. Aðeins fjórir leikir eru eftir þar til EM-hópurinn verður valinn, en á föstudaginn tilkynna Lars og Heimir hvaða leikmenn fara með í leikina gegn Dönum og Grikkjum. Rúrik, sem verður 28 ára gamall á árinu, á að baki 37 landsleiki með Íslandi en hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2009. Hann hefur verið fastamaður í hóp Lars og Heimis og metur stöðu sína góða fyrir EM þrátt fyrir meiðslin. „Ég met stöðuna þannig að ég hef lagt mitt af mörkum fyrir landsliðið undanfarin ár. Auðvitað er komin mun meiri samkeppni en hefur verið oft áður, en ég trúi á sjálfan mig og er staðráðinn í að vinna mér sæti í þessum hóp,“ sagði Rúrik. „Eins og flestum íslenskum knattspyrnumönnum langar mig að fara með á þetta mót. Það er bara undir mér komið að sýna að ég eigi heima þarna,“ sagði RúrikLars og Heimir velja næsta hóp á föstudaginn.Vísir/VilhelmYrði mjög svekktur „Ég ætla ekkert að skafa af því að ég yrði svekktur ef ég væri ekki valinn í landsliðið. Það yrði þá í fyrsta skipti í nokkur ár sem ég væri ekki valinn í landsliðið þegar ég er heill. Auðvitað yrði ég mjög svekktur en ég þarf bara að leggja hart að mér og sýna mönnum að ég á heima í þessum hóp,“ sagði Rúrik, en hvað þarf hann að gera til að komast aftur í landsliðið? „Fyrst og fremst að byrja að spila og spila vel. Ég held að það segi miklu meira heldur en að menn séu að tala alltof mikið. Ég held að það skili manni alltaf lengst, að sýna hlutina bara í verki inn á vellinum og vera ekki mikið að hringja í blaðamenn að fyrra bragði. Það er galdurinn,“ sagði Rúrik Gíslason. Rúrik leikur með Nürnberg í þýsku 2. deildinni en liðið er á fínum skriði og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Íslenski landsliðsmaðurinn átti að vera í leikmannahópnum um síðustu helgi en allt kom fyrir ekki. „Ég náði að æfa þrisvar sinnum í síðustu viku og þjálfarinn vildi hafa mig í hópnum um síðustu helgi en læknirinn vildi ekki samþykkja það,“ sagði hann. „Ég reikna með að vera í hópnum um næstu helgi. Mér líður eins og ég sé tilbúinn og hef hef verið að sýna á æfingum að ég er í góðu formi,“ sagði Rúrik Gíslason. Allt viðtalið má heyra hér að neðan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira