Ögmundur skaut Hammarby í undanúrslit Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. mars 2016 20:49 Ögmundur var hetjan í kvöld. mynd/aikfotboll.se Hammarby komst í kvöld í undanúrslit sænsku bikarkeppninnar í fótbolta eftir sigur á öðru Íslendingaliði, AIK, á Vinavöllum í Stokkhólmi í kvöld. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni Þessi lið eru miklir erkifjendur og því voru 24.000 manns mættir með mikil læti í hina glæsilegu fótboltahöll Svía, Friends Arena, til að sjá þennan bikarleik Stokkhólmsliðanna. Allir fjórir Íslendingar voru í byrjunarliðunum. Ögmundur Kristinsson stóð vaktina í marki Hammarby að vanda, Birkir Már Sævarsson var í hjarta varnarinnar og Arnór Smárason í framlínunni. Haukur Heiðar Hauksson var svo eins og alltaf í hægri bakverði AIK. Arnór Smárason kom Hammarby yfir með mögnuðu marki á 45. mínútu, en hann klippti þá boltann viðstöðulaust í netið eftir langa sendingu inn á teiginn."Absolut världsklass!" Här tar @Hammarbyfotboll ledningen i cupderbyt.https://t.co/SgbV95Lw7J #svcupen #twittboll pic.twitter.com/Xycq4XzpyL— SVT Sport (@SVTSport) March 15, 2016 Gestirnir voru því marki yfir í hálfleik en hollenski miðvörðurinn Jos Hooiveld jafnaði metin, 1-1, með skallamarki eftir aukaspyrnu á 61. mínútu og það urðu lokatölur. Eftir markalausa framlengingu þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Markverðir liðanna voru báðir líklegir til afreka. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson hefur ávallt verið mikill vítabani og Patrik Carlgren, markvörður AIK, varði tvær spyrnu í vítaspyrnukeppni úrslitaleiks EM U21 árs landsliða í fyrra þegar Svíar lögðu Portúgal í úrslitaleik. Carlen varði fyrstu spyrnu gestanna en leikmenn AIK skutu svo bæði í stöng og yfir. Arnór Smárason skoraði fyrir Hammarby sem og Ögmundur Kristinsson sem tók síðustu spyrnuna og skaut Hammarby í undanúrslitin þar sem liðið mætir Häcken. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Hammarby komst í kvöld í undanúrslit sænsku bikarkeppninnar í fótbolta eftir sigur á öðru Íslendingaliði, AIK, á Vinavöllum í Stokkhólmi í kvöld. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni Þessi lið eru miklir erkifjendur og því voru 24.000 manns mættir með mikil læti í hina glæsilegu fótboltahöll Svía, Friends Arena, til að sjá þennan bikarleik Stokkhólmsliðanna. Allir fjórir Íslendingar voru í byrjunarliðunum. Ögmundur Kristinsson stóð vaktina í marki Hammarby að vanda, Birkir Már Sævarsson var í hjarta varnarinnar og Arnór Smárason í framlínunni. Haukur Heiðar Hauksson var svo eins og alltaf í hægri bakverði AIK. Arnór Smárason kom Hammarby yfir með mögnuðu marki á 45. mínútu, en hann klippti þá boltann viðstöðulaust í netið eftir langa sendingu inn á teiginn."Absolut världsklass!" Här tar @Hammarbyfotboll ledningen i cupderbyt.https://t.co/SgbV95Lw7J #svcupen #twittboll pic.twitter.com/Xycq4XzpyL— SVT Sport (@SVTSport) March 15, 2016 Gestirnir voru því marki yfir í hálfleik en hollenski miðvörðurinn Jos Hooiveld jafnaði metin, 1-1, með skallamarki eftir aukaspyrnu á 61. mínútu og það urðu lokatölur. Eftir markalausa framlengingu þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Markverðir liðanna voru báðir líklegir til afreka. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson hefur ávallt verið mikill vítabani og Patrik Carlgren, markvörður AIK, varði tvær spyrnu í vítaspyrnukeppni úrslitaleiks EM U21 árs landsliða í fyrra þegar Svíar lögðu Portúgal í úrslitaleik. Carlen varði fyrstu spyrnu gestanna en leikmenn AIK skutu svo bæði í stöng og yfir. Arnór Smárason skoraði fyrir Hammarby sem og Ögmundur Kristinsson sem tók síðustu spyrnuna og skaut Hammarby í undanúrslitin þar sem liðið mætir Häcken.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki