ATP kynnir fjölda listamanna til leiks: Goblin og Fabio Frizzi koma fram í Keflavík Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2016 16:30 Frábær dagskrá. vísir Kvikmyndatónskáldin Claudio Simonetti (Goblin) og Fabio Frizzi mæta til leiks við hlið meistara John Carpenter á ATP á Íslandi þar sem boðið verður upp á ískyggilega spennandi og magnþrungna kvikmyndatónlist í hæsta gæðaflokki. Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi tilkynnir nú í þriðja sinn nöfn listamanna sem spila á tónlistarhátíðinni á Ásbrú dagana 1. til 3. júlí 2016. Metnaðarfull dagskrá ATP heldur áfram að vaxa og dafna. Hið áhrifamikla tríó frá Ástralíu, Dirty Three, hefur boðað komu sína, tilraunasveitin This Is Not This Heat lætur til sín taka, alþjóðlega stórstjarnan Omar Souleyman mætir til leiks og sveitin Suuns kemur frá Montreal. Einnig koma fram íslensku sveitirnar Valdimar, Kimono og Muck ásamt fleiri framúrskarandi listamönnum og hljómsveitum. Ítalska tónskáldið Claudio Simonetti (Goblin) á mjög farsælan feril að baki við að semja tónlist fyrir hryllingsmyndir Dario Argento. Hann er afar dáður fyrir meðal aðdáenda hryllingsmynda enda myndir á borð við Profondo Rosso, Suspiria, and Tenebrae kvikmyndaaðdáendum að góðu kunnar. Claudio Simonetti kemur á ATP á Íslandi sem Goblin en á efnisskránni verða vinsælustu verk Goblin en sveitin á sér langa sögu í ítalskri framúrstefnu- og kvikmyndatónlist. Annar óumdeildur meistari ítalskrar hryllingsmyndatónlistar sem mætir á ATP á Íslandi er Fabio Frizzi. Hann kemur til með að flytja nýjar tónsmíðar en auk þess mun hann heiðra hið sérstaka samstarf sitt við leikstjórann Lucio Fulci (sem þekktur er sem guðfaðir gorsins). Tónleikar með Fabio Frizzi þykja með eindæmum áhugaverðir en þar koma saman meðlimir úr Frizzi 2 Fulci sveitinni ásamt söngvurum. Frizzi fremur svartan og hrollvekjandi tónlistargaldur sinn á magnaðan máta þar sem tónsmíðarnar koma úr kvikmyndum á borð við Zombie Flesh Eaters og öðrum blóði drifnum epískum meistaraverkum á borð við Seven Notes In Black, City Of The Living Dead, Manhattan Baby en auk þess að kafa djúpt ofan í fen hryllings og spennu verður einnig nýtt proggað-rokk meistarans á boðstólnum. Arfleið Frizzi er löngu tryggð og hann er lofaður meðal aðdáenda ítalskra hryllingskvikmynda en vinsældir hans hafa aukist til muna síðustu ár eftir að Quentin Tarantino notaði tónlist hans úr The Psychic (a.k.a. Seven Notes In Black) í kvikmyndinni Kill Bill, Vol. 1. Ástralarnir í Dirty Three verða kærkomnir gestir enda kærir vinir ATP tónlistarhátíðarinnar í gegnum árin. Stofnmeðlimir hinnar goðsagnakenndu This Heat, þeir Charles Bullen og Charles Hayward koma saman á ný undir nafninu This Is Not This Heat til að flytja ný og litrík tilbrigði við þá kyngimögnuðu og áhrifamiklu músík sem þeir sendu frá sér á sínum sokkabandsárum. Sýrlendingurinn undursamlegi, Omar Souleyman kemur til með að heiðra gesti ATP með frábærri sviðframkomu sinni og alþjóðlegum brag og Suuns verður með nýju plötuna sína Hold/Still í farteskinu þegar hún mætir til landsins. Auk þessara erlendu sveita og listamanna verður einnig margt af því besta sem íslenskt tónlistarlíf hefur upp á að bjóða á ATP: Það er með miklu stolti sem hátíðin kynnir til leiks sveitir á borð við Valdimar, Kimono, og Muck. Younghusband mæta svo aftur til leiks á ATP í sumar, annað árið í röð en auk þeirra mæta á hátíðina Andrew Hung úr Fuck Button’s, USA Out Of Vietnam, Mario Batkovic, JC Flowers, Grimm Grimm og ADSL Camels sem kynna nýja tóna. Tónlist Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Kvikmyndatónskáldin Claudio Simonetti (Goblin) og Fabio Frizzi mæta til leiks við hlið meistara John Carpenter á ATP á Íslandi þar sem boðið verður upp á ískyggilega spennandi og magnþrungna kvikmyndatónlist í hæsta gæðaflokki. Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi tilkynnir nú í þriðja sinn nöfn listamanna sem spila á tónlistarhátíðinni á Ásbrú dagana 1. til 3. júlí 2016. Metnaðarfull dagskrá ATP heldur áfram að vaxa og dafna. Hið áhrifamikla tríó frá Ástralíu, Dirty Three, hefur boðað komu sína, tilraunasveitin This Is Not This Heat lætur til sín taka, alþjóðlega stórstjarnan Omar Souleyman mætir til leiks og sveitin Suuns kemur frá Montreal. Einnig koma fram íslensku sveitirnar Valdimar, Kimono og Muck ásamt fleiri framúrskarandi listamönnum og hljómsveitum. Ítalska tónskáldið Claudio Simonetti (Goblin) á mjög farsælan feril að baki við að semja tónlist fyrir hryllingsmyndir Dario Argento. Hann er afar dáður fyrir meðal aðdáenda hryllingsmynda enda myndir á borð við Profondo Rosso, Suspiria, and Tenebrae kvikmyndaaðdáendum að góðu kunnar. Claudio Simonetti kemur á ATP á Íslandi sem Goblin en á efnisskránni verða vinsælustu verk Goblin en sveitin á sér langa sögu í ítalskri framúrstefnu- og kvikmyndatónlist. Annar óumdeildur meistari ítalskrar hryllingsmyndatónlistar sem mætir á ATP á Íslandi er Fabio Frizzi. Hann kemur til með að flytja nýjar tónsmíðar en auk þess mun hann heiðra hið sérstaka samstarf sitt við leikstjórann Lucio Fulci (sem þekktur er sem guðfaðir gorsins). Tónleikar með Fabio Frizzi þykja með eindæmum áhugaverðir en þar koma saman meðlimir úr Frizzi 2 Fulci sveitinni ásamt söngvurum. Frizzi fremur svartan og hrollvekjandi tónlistargaldur sinn á magnaðan máta þar sem tónsmíðarnar koma úr kvikmyndum á borð við Zombie Flesh Eaters og öðrum blóði drifnum epískum meistaraverkum á borð við Seven Notes In Black, City Of The Living Dead, Manhattan Baby en auk þess að kafa djúpt ofan í fen hryllings og spennu verður einnig nýtt proggað-rokk meistarans á boðstólnum. Arfleið Frizzi er löngu tryggð og hann er lofaður meðal aðdáenda ítalskra hryllingskvikmynda en vinsældir hans hafa aukist til muna síðustu ár eftir að Quentin Tarantino notaði tónlist hans úr The Psychic (a.k.a. Seven Notes In Black) í kvikmyndinni Kill Bill, Vol. 1. Ástralarnir í Dirty Three verða kærkomnir gestir enda kærir vinir ATP tónlistarhátíðarinnar í gegnum árin. Stofnmeðlimir hinnar goðsagnakenndu This Heat, þeir Charles Bullen og Charles Hayward koma saman á ný undir nafninu This Is Not This Heat til að flytja ný og litrík tilbrigði við þá kyngimögnuðu og áhrifamiklu músík sem þeir sendu frá sér á sínum sokkabandsárum. Sýrlendingurinn undursamlegi, Omar Souleyman kemur til með að heiðra gesti ATP með frábærri sviðframkomu sinni og alþjóðlegum brag og Suuns verður með nýju plötuna sína Hold/Still í farteskinu þegar hún mætir til landsins. Auk þessara erlendu sveita og listamanna verður einnig margt af því besta sem íslenskt tónlistarlíf hefur upp á að bjóða á ATP: Það er með miklu stolti sem hátíðin kynnir til leiks sveitir á borð við Valdimar, Kimono, og Muck. Younghusband mæta svo aftur til leiks á ATP í sumar, annað árið í röð en auk þeirra mæta á hátíðina Andrew Hung úr Fuck Button’s, USA Out Of Vietnam, Mario Batkovic, JC Flowers, Grimm Grimm og ADSL Camels sem kynna nýja tóna.
Tónlist Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira