Seabear snýr aftur Birgir Örn Steinarsson skrifar 17. mars 2016 14:49 Hljómsveitin Seabear. Sindri, Sóley og Dóri eru fyrir miðju. Vísir/Stefán Hljómsveitin Seabear verður ein þeirra sem kemur fram á styrktaruppákomu fyrir íbúana þrjá sem misstu allt sitt í brunanum á Grettisgötu 87 í síðustu viku. Þetta verður í fyrsta skiptið í tæp sex ár sem sveitin spilar en forsprakki hennar Sindri Már Sigfússon hefur verið upptekinn við sólóverkefni sitt Sin Fang síðan sveitin fór í pásu árið 2010. „Sóley kom með þessa hugmynd eftir að þetta gerðist allt og við slógum til,“ segir Sindri en fyrsta æfing fer fram í kvöld. Ásamt honum í hljómsveitinni voru m.a. Sóley Stefánsdóttir, sem hefur síðan gefið út tvær sólóbreiðskífur undir nafninu Sóley, og Halldór Ragnarsson myndlistamaður sem spilaði á bassa. „Síðasta árið sem við störfuðum vorum við úti frá janúar fram í nóvember. Spiluðum hátt í 300 tónleika það árið. Við vorum eitthvað að hafa áhyggjur af því hvort við munum þessi lög en kannski er eitthvað eftir í vöðvaminninu“. Þar sem tónleikarnir eru haldnir til styrktar Halldórs, kærustu hans og sambýlismann þeirra sem öll misstu allt sitt í brunanum hlýtur stóra spurningin að vera hvort Dóri (eins og hann er kallaður) muni sjálfur plokka bassann? Vitað er að bassagítarinn hans varð brunanum að bráð. „Fólk verður bara að mæta á staðinn til þess að sjá það. Hann hefur ekkert spilað á bassa síðan Seabear hætti“. Áður starfaði Dóri með hljómsveitinni Kimono en hann spilaði á bassa á fyrstu tveimur plötum þeirrar sveitar. Seabear var stofnuð sem sólóverkefni árið 2005 sem hlóð svo utan á sig. Síðar átti Seabear eftir að komast á samning hjá þýska útgáfufyrirtækinu Morr Music sem gaf út plötur sveitarinnar um allan heim. Tónleikarnir, sem haldnir eru undir yfirskriftinni „Hjálpum þeim“, fara fram á Húrra 31. mars. Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Seabear verður ein þeirra sem kemur fram á styrktaruppákomu fyrir íbúana þrjá sem misstu allt sitt í brunanum á Grettisgötu 87 í síðustu viku. Þetta verður í fyrsta skiptið í tæp sex ár sem sveitin spilar en forsprakki hennar Sindri Már Sigfússon hefur verið upptekinn við sólóverkefni sitt Sin Fang síðan sveitin fór í pásu árið 2010. „Sóley kom með þessa hugmynd eftir að þetta gerðist allt og við slógum til,“ segir Sindri en fyrsta æfing fer fram í kvöld. Ásamt honum í hljómsveitinni voru m.a. Sóley Stefánsdóttir, sem hefur síðan gefið út tvær sólóbreiðskífur undir nafninu Sóley, og Halldór Ragnarsson myndlistamaður sem spilaði á bassa. „Síðasta árið sem við störfuðum vorum við úti frá janúar fram í nóvember. Spiluðum hátt í 300 tónleika það árið. Við vorum eitthvað að hafa áhyggjur af því hvort við munum þessi lög en kannski er eitthvað eftir í vöðvaminninu“. Þar sem tónleikarnir eru haldnir til styrktar Halldórs, kærustu hans og sambýlismann þeirra sem öll misstu allt sitt í brunanum hlýtur stóra spurningin að vera hvort Dóri (eins og hann er kallaður) muni sjálfur plokka bassann? Vitað er að bassagítarinn hans varð brunanum að bráð. „Fólk verður bara að mæta á staðinn til þess að sjá það. Hann hefur ekkert spilað á bassa síðan Seabear hætti“. Áður starfaði Dóri með hljómsveitinni Kimono en hann spilaði á bassa á fyrstu tveimur plötum þeirrar sveitar. Seabear var stofnuð sem sólóverkefni árið 2005 sem hlóð svo utan á sig. Síðar átti Seabear eftir að komast á samning hjá þýska útgáfufyrirtækinu Morr Music sem gaf út plötur sveitarinnar um allan heim. Tónleikarnir, sem haldnir eru undir yfirskriftinni „Hjálpum þeim“, fara fram á Húrra 31. mars.
Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“