Litagleði, teikningar, vídeó og ljósaskúlptúrar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2016 11:30 Þórdís og Ingunn Fjóla að vinna að innsetningunni í Hafnarborg. Vísir/Vilhelm Hér er allt að smella. Iðnaðarmennirnir eiga bara eftir að tengja nokkur ljós,“ segir Þórdís Jóhannesdóttir myndlistarkona glaðlega þar sem hún er í Hafnarborg að leggja lokahönd á uppsetningu sýningarinnar Umgerð sem hún er höfundur að ásamt Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur. Hugsteypuna kalla þær stöllur sig þegar þær vinna saman eins og nú. Eiga það líka sameiginlegt að stunda meistaranám í myndlist við Listaháskóla Íslands. „Við settum þessa sýningu upp í haust í lok október í Ketilhúsinu. Ágústa Kristófersdóttir, safnstjóri hér í Hafnarborg, sá hana þar og bað okkur um að koma með hana hingað,“ lýsir Þórdís sem segir þær Ingunni Fjólu mjög ánægðar með salinn. „Það er líka svo gaman að fá að setja sýninguna upp aftur, það er ekki oft sem innsetningar eru settar upp oftar en einu sinni og nýtt samhengi verður til þegar þær eru aðlagaðar öðru rými. Fyrir norðan voru svalir sem fólk gat horft af og séð allt verkið í einu. Hér er ekki slíku til að dreifa heldur setjum við sýninguna þannig upp að mörg sjónarhorn skapist og fólk þurfi að þræða sig gegnum innsetninguna til að finna þau. Hér eru fleiri veggir en þungamiðjan er í miðjum sal.“ Þórdís viðurkennir að það krefjist nánast verkfræðikunnáttu að setja svona sýningu upp. „Það er dálítil kúnst því hún samanstendur af ljósmyndum, máluðum flötum, teikningum og ljósaskúlptúrum og áherslan er á samspilið þar á milli. Svo kemur þátttaka gesta líka inn í. Þeir geta fangað áhugaverð sjónarhorn á sýningunni á símana sína og deilt þeim til okkar gegnum Twitter, Instagram eða tölvupóst. Við vörpum þeim myndum aftur jafnóðum inn á skjái í Hafnarborg, þannig að sýningin er marglaga og lífleg.“ Hún segir þátttöku gesta hafa verið góða á Akureyrarsýningunni. Þar hafi verið einn skjár fyrir aðsendar myndir, nú séu þeir þrír á mismunandi stöðum og samhengið sé ólíkt. „Sumar myndirnar varpast á önnur verk, sumar á gólfið en aðrar eru skýrar. Það er erfitt að lýsa þessu því ljósin auka líka á áhrifin.“ Ljósaprógrammið er sjálfvirkt og endurtekur sig með vissu millibili en hversu lengi þarf fólk að standa við til að sjá allar útgáfur innsetningarinnar? „Það gæti tekið allan daginn,“ svarar Þórdís glaðlega. „Þó ljósalúppan hjá okkur taki styttri tíma þá eru svo mörg smáatriði sem leynast inn á milli. Þú verður bara að koma í kvöld og sjá herlegheitin.“ Já, það er sem sagt í kvöld sem sýningin Umgerð verður opnuð í Hafnarborg, klukkan 20 að hafnfirskum tíma. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hér er allt að smella. Iðnaðarmennirnir eiga bara eftir að tengja nokkur ljós,“ segir Þórdís Jóhannesdóttir myndlistarkona glaðlega þar sem hún er í Hafnarborg að leggja lokahönd á uppsetningu sýningarinnar Umgerð sem hún er höfundur að ásamt Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur. Hugsteypuna kalla þær stöllur sig þegar þær vinna saman eins og nú. Eiga það líka sameiginlegt að stunda meistaranám í myndlist við Listaháskóla Íslands. „Við settum þessa sýningu upp í haust í lok október í Ketilhúsinu. Ágústa Kristófersdóttir, safnstjóri hér í Hafnarborg, sá hana þar og bað okkur um að koma með hana hingað,“ lýsir Þórdís sem segir þær Ingunni Fjólu mjög ánægðar með salinn. „Það er líka svo gaman að fá að setja sýninguna upp aftur, það er ekki oft sem innsetningar eru settar upp oftar en einu sinni og nýtt samhengi verður til þegar þær eru aðlagaðar öðru rými. Fyrir norðan voru svalir sem fólk gat horft af og séð allt verkið í einu. Hér er ekki slíku til að dreifa heldur setjum við sýninguna þannig upp að mörg sjónarhorn skapist og fólk þurfi að þræða sig gegnum innsetninguna til að finna þau. Hér eru fleiri veggir en þungamiðjan er í miðjum sal.“ Þórdís viðurkennir að það krefjist nánast verkfræðikunnáttu að setja svona sýningu upp. „Það er dálítil kúnst því hún samanstendur af ljósmyndum, máluðum flötum, teikningum og ljósaskúlptúrum og áherslan er á samspilið þar á milli. Svo kemur þátttaka gesta líka inn í. Þeir geta fangað áhugaverð sjónarhorn á sýningunni á símana sína og deilt þeim til okkar gegnum Twitter, Instagram eða tölvupóst. Við vörpum þeim myndum aftur jafnóðum inn á skjái í Hafnarborg, þannig að sýningin er marglaga og lífleg.“ Hún segir þátttöku gesta hafa verið góða á Akureyrarsýningunni. Þar hafi verið einn skjár fyrir aðsendar myndir, nú séu þeir þrír á mismunandi stöðum og samhengið sé ólíkt. „Sumar myndirnar varpast á önnur verk, sumar á gólfið en aðrar eru skýrar. Það er erfitt að lýsa þessu því ljósin auka líka á áhrifin.“ Ljósaprógrammið er sjálfvirkt og endurtekur sig með vissu millibili en hversu lengi þarf fólk að standa við til að sjá allar útgáfur innsetningarinnar? „Það gæti tekið allan daginn,“ svarar Þórdís glaðlega. „Þó ljósalúppan hjá okkur taki styttri tíma þá eru svo mörg smáatriði sem leynast inn á milli. Þú verður bara að koma í kvöld og sjá herlegheitin.“ Já, það er sem sagt í kvöld sem sýningin Umgerð verður opnuð í Hafnarborg, klukkan 20 að hafnfirskum tíma.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira