Skíðað inn í skafl í ítölsku Ölpunum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2016 13:00 Á bólakaf Nú er undirrituð stödd í ítölsku Ölpunum ásamt fjölda annarra kollega víðs vegar að úr heiminum. Félagsskapurinn er alþjóðlegur skíðaklúbbur blaðamanna sem gengur undir nafninu SCIJ. Líkt og nafnið gefur til kynna er markmið klúbbsins að skíða saman auk þess að byggja upp tengslanet við aðra í bransanum en hópurinn hittist í mismunandi löndum á hverju ári. Minn fyrsti SCIJ-fundur hér í Sestriere hófst kannski eins og við var að búast, fremur stormasamlega. Ég var auðvitað síðust í myndatöku sem allir hinir rúmlega 100 blaðamennirnir höfðu stillt sér upp fyrir í snyrtilegri röð niður brekkuna með sína þjóðfána. Allir alsælir og teinréttir á sínum skíðum og snjóbrettum. Ég hins vegar rak mig strax á það að það fer mér ekkert sérstaklega vel að flýta mér á skíðum því þar sem ég kom á blússandi ferð niður brekkuna, þjökuð af samviskubiti yfir því að vera að tefja fyrir myndatökunni, tókst mér að gleyma því hvernig nema á staðar. Það endaði á því að ég skíðaði beina leið og á bólakaf inn í stærðarinnar skafl sem var að sjálfsögðu staðsettur beint fyrir framan alla. Skaflinn var sem betur fer dúnmjúkur svo ekki varð mér meint af en aðstæður voru þannig að ég gat ekki með neinu móti komist úr honum og sat pikkföst í snjó upp að mitti. Hjálp barst þó fljótlega þar sem ítalskur skíðakennari sá aumur á mér og gróf mig út úr skaflinum. Hann var með jafn hvítar tennur og snjórinn og svo sólbrúnn að mér datt einna helst í hug að hann hefði verið lagður inn á sólbekkjastofu í vikutíma með ströngum fyrirmælum þess efnis að hann mætti hvorki yfirgefa bekkinn né slökkva á honum. Þó mig gruni reyndar líka að sólbrúnkan sé tilkomin af náttúrulegri aðstæðum á borð við mikla útivist. Eftir þetta átakanlega upphaf hófst ég handa við að skíða af miklum móð og reyna að æfa mig í því að nema staðar sem ég hafði komist að á þessum tímapunkti að er nauðsynlegur hæfileiki þegar kemur að því að skíða. Það gekk nú ágætlega og okkar kona er orðin ansi hreint lúnkin í því ásamt alls konar öðru. Ég virðist raunar einna helst detta þegar ég er kyrrstæð. Byltunum hefur þó fækkað eftir því sem líður á vikuna og er ég orðin dáldið montin með mig og mína skíðafærni.Hákarl Að skíða er þó ekki það eina sem ég hef verið að bralla síðustu daga. Á mánudagskvöldið var svokölluð Nations’ Night þar sem allir kynntu matar- og drykkjarföng frá heimkynnum sínum. Hér eru blaðamenn frá 34 löndum og lögðu margir mikinn metnað í sínar kynningar og var öllu til tjaldað. Bretarnir komu með Pimms, Tyrkirnir raki og kebab, Rússarnir kavíar og vodka og við Íslendingarnir komum auðvitað með brennivín, harðfisk og hákarl. Ég var alveg öskrandi fúl út í mig fyrir að hafa ekki komið með SS pylsur með öllu tilheyrandi. BBP, eða Bæjarins bestu pylsur er nefnilega uppáhaldsveitingastaðurinn minn og ég fæ mér að sjálfsögðu alltaf eina með öllu.Karókí Nú er ég ekkert sérstaklega fær söngvari. Sem er einna helst sökum þess hversu erfitt ég á með það að halda lagi. Í afmælisveislum mæma ég yfirleitt afmælissönginn eins og poppstjarna sem komin er af léttasta skeiði. Þetta hamlar mér ekkert sérstaklega mikið í mínu daglega lífi þó ég sé auðvitað mjög stressuð yfir því hvað í ósköpunum ég eigi að taka til bragðs þegar ég fer að fjölga mér og þarf að syngja barn í svefn. En allavega, það er seinni tíma vandamál. Hingað til hefur þessi vanhæfni mín einna helst áhrif í listgreininni karókí. Ég væri nefnilega svo geðveikt til í að geta flutt Woman in Love með Barbru Streisand óaðfinnanlega, auk nokkurra klassískra kraftballaða með Céline Dion auðvitað. Það vantar ekkert upp á sviðsframkomuna hjá mér, ég gef mig alla í flutninginn. Einhvers konar leið til þess að bæta fyrir hversu fölsk ég er. Nú er ég talsvert lausnamiðuð að eðlisfari og hef því fundið lausn á karókívanda mínum því þó að ég geti ekki sungið þá er ég frekar fær rappari þó ég segi sjálf frá. Það var karókíkvöld hér á hótelinu í gær og eftir því sem leið á kvöldið og alkóhól í blóðinu fór vaxandi fór okkar konu að klæja í raddböndin. Ég ákvað því að skrá mig hjá ítalska plötusnúðnum og valdi eitt af mínum uppáhaldslögum: Big Poppa með The Notorious B.I.G. Nú vil ég ekki vera að monta mig of mikið en ég er enn þá að taka við hamingjuóskum yfir hversu vel mér hafi tekist til. Meira að segja frá fólki sem var ekki á svæðinu og hafði heyrt af stórkostlegum flutningi mínum á þessari tímalausu klassík. Ég vil líka leggja áherslu á þá sturluðu staðreynd að ég flutti lagið að mestu leyti án þess að líta á textavélina. Mér finnst því frekar líklegt að mér verði boðið starf hér á hótelinu sem sérstakur karókírappari þess. Annars tek ég líka við bónum um að koma fram í hvers kyns fögnuðum í tölvupósti. Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Á bólakaf Nú er undirrituð stödd í ítölsku Ölpunum ásamt fjölda annarra kollega víðs vegar að úr heiminum. Félagsskapurinn er alþjóðlegur skíðaklúbbur blaðamanna sem gengur undir nafninu SCIJ. Líkt og nafnið gefur til kynna er markmið klúbbsins að skíða saman auk þess að byggja upp tengslanet við aðra í bransanum en hópurinn hittist í mismunandi löndum á hverju ári. Minn fyrsti SCIJ-fundur hér í Sestriere hófst kannski eins og við var að búast, fremur stormasamlega. Ég var auðvitað síðust í myndatöku sem allir hinir rúmlega 100 blaðamennirnir höfðu stillt sér upp fyrir í snyrtilegri röð niður brekkuna með sína þjóðfána. Allir alsælir og teinréttir á sínum skíðum og snjóbrettum. Ég hins vegar rak mig strax á það að það fer mér ekkert sérstaklega vel að flýta mér á skíðum því þar sem ég kom á blússandi ferð niður brekkuna, þjökuð af samviskubiti yfir því að vera að tefja fyrir myndatökunni, tókst mér að gleyma því hvernig nema á staðar. Það endaði á því að ég skíðaði beina leið og á bólakaf inn í stærðarinnar skafl sem var að sjálfsögðu staðsettur beint fyrir framan alla. Skaflinn var sem betur fer dúnmjúkur svo ekki varð mér meint af en aðstæður voru þannig að ég gat ekki með neinu móti komist úr honum og sat pikkföst í snjó upp að mitti. Hjálp barst þó fljótlega þar sem ítalskur skíðakennari sá aumur á mér og gróf mig út úr skaflinum. Hann var með jafn hvítar tennur og snjórinn og svo sólbrúnn að mér datt einna helst í hug að hann hefði verið lagður inn á sólbekkjastofu í vikutíma með ströngum fyrirmælum þess efnis að hann mætti hvorki yfirgefa bekkinn né slökkva á honum. Þó mig gruni reyndar líka að sólbrúnkan sé tilkomin af náttúrulegri aðstæðum á borð við mikla útivist. Eftir þetta átakanlega upphaf hófst ég handa við að skíða af miklum móð og reyna að æfa mig í því að nema staðar sem ég hafði komist að á þessum tímapunkti að er nauðsynlegur hæfileiki þegar kemur að því að skíða. Það gekk nú ágætlega og okkar kona er orðin ansi hreint lúnkin í því ásamt alls konar öðru. Ég virðist raunar einna helst detta þegar ég er kyrrstæð. Byltunum hefur þó fækkað eftir því sem líður á vikuna og er ég orðin dáldið montin með mig og mína skíðafærni.Hákarl Að skíða er þó ekki það eina sem ég hef verið að bralla síðustu daga. Á mánudagskvöldið var svokölluð Nations’ Night þar sem allir kynntu matar- og drykkjarföng frá heimkynnum sínum. Hér eru blaðamenn frá 34 löndum og lögðu margir mikinn metnað í sínar kynningar og var öllu til tjaldað. Bretarnir komu með Pimms, Tyrkirnir raki og kebab, Rússarnir kavíar og vodka og við Íslendingarnir komum auðvitað með brennivín, harðfisk og hákarl. Ég var alveg öskrandi fúl út í mig fyrir að hafa ekki komið með SS pylsur með öllu tilheyrandi. BBP, eða Bæjarins bestu pylsur er nefnilega uppáhaldsveitingastaðurinn minn og ég fæ mér að sjálfsögðu alltaf eina með öllu.Karókí Nú er ég ekkert sérstaklega fær söngvari. Sem er einna helst sökum þess hversu erfitt ég á með það að halda lagi. Í afmælisveislum mæma ég yfirleitt afmælissönginn eins og poppstjarna sem komin er af léttasta skeiði. Þetta hamlar mér ekkert sérstaklega mikið í mínu daglega lífi þó ég sé auðvitað mjög stressuð yfir því hvað í ósköpunum ég eigi að taka til bragðs þegar ég fer að fjölga mér og þarf að syngja barn í svefn. En allavega, það er seinni tíma vandamál. Hingað til hefur þessi vanhæfni mín einna helst áhrif í listgreininni karókí. Ég væri nefnilega svo geðveikt til í að geta flutt Woman in Love með Barbru Streisand óaðfinnanlega, auk nokkurra klassískra kraftballaða með Céline Dion auðvitað. Það vantar ekkert upp á sviðsframkomuna hjá mér, ég gef mig alla í flutninginn. Einhvers konar leið til þess að bæta fyrir hversu fölsk ég er. Nú er ég talsvert lausnamiðuð að eðlisfari og hef því fundið lausn á karókívanda mínum því þó að ég geti ekki sungið þá er ég frekar fær rappari þó ég segi sjálf frá. Það var karókíkvöld hér á hótelinu í gær og eftir því sem leið á kvöldið og alkóhól í blóðinu fór vaxandi fór okkar konu að klæja í raddböndin. Ég ákvað því að skrá mig hjá ítalska plötusnúðnum og valdi eitt af mínum uppáhaldslögum: Big Poppa með The Notorious B.I.G. Nú vil ég ekki vera að monta mig of mikið en ég er enn þá að taka við hamingjuóskum yfir hversu vel mér hafi tekist til. Meira að segja frá fólki sem var ekki á svæðinu og hafði heyrt af stórkostlegum flutningi mínum á þessari tímalausu klassík. Ég vil líka leggja áherslu á þá sturluðu staðreynd að ég flutti lagið að mestu leyti án þess að líta á textavélina. Mér finnst því frekar líklegt að mér verði boðið starf hér á hótelinu sem sérstakur karókírappari þess. Annars tek ég líka við bónum um að koma fram í hvers kyns fögnuðum í tölvupósti.
Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00
Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00
Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00
Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30
Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið