Erlent

Táragasi beitt gegn flóttafólki

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Hópur flóttafólks hrakinn til baka með táragasi eftir að hafa reynt að komast yfir landamærin frá Grikklandi til Makedóníu.
Hópur flóttafólks hrakinn til baka með táragasi eftir að hafa reynt að komast yfir landamærin frá Grikklandi til Makedóníu. vísir/afp
Lögreglan í landmærabænum Idomeni í Makedóníu beitti táragasi gegn flóttafólki, sem hafði reynt að brjótast í gegnum landamæragirðingu frá Grikklandi.

Um fimm hundruð manns reyndu að komast yfir landamærin, sem hafa verið rammlega girt af.

Alls eru nærri sjö þúsund flóttamenn, flestir frá Sýrlandi og Írak, komnir að landamærunum Grikklandsmegin, en komast ekki áfram sömu leið norður eftir sem hundruð þúsunda hafa farið síðustu misserin.

Einungis örfáum er hleypt í gegn á degi hverjum og er mikil reiði í hópnum, sem bíður eftir að komast frá Grikklandi eftir að hafa farið yfir hafið frá Tyrklandi, að minnsta kosti flestir hverjir.

Sumir hafa beðið við landamærin dögum saman.

Búist er við því að tugir þúsunda flóttamanna bætist í hópinn á næstu vikum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×