Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2016 09:00 Guðmundur Jörundsson ætlar ekki að kaupa nýju treyjuna. vísir/vilhelm/anton brink Íslenski hönnuðurinn og tískurisinn Guðmundur Jörundsson, eigandi JÖR, er vægast sagt æfur yfir nýju landsliðstreyju íslensku fótboltalandsliðanna sem kynnt var í gær. Strákarnir okkar munu klæðast þessum nýja búning á Evrópumótinu í sumar þar sem karlalandsliðið verður í fyrsta sinn á stórmóti. Hann er alls ekki sá eini sem er ósáttur við nýju treyjuna sem hönnuð er af ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea. Þjóðin hafði sitt að segja um nýja búninginn eins og lesa má hér. Guðmundur var ansi harðorður og skrifaði á Twitter-síðu sína:Ljótleiki þessa búnings fæst ekki lýst með orðum. Þetta er hörmung. Líklegast mannréttindabrot. #KSÍ#fotboltinetpic.twitter.com/Cm2cU9cnPu — Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 1, 2016 Hann bætti svo um betur í viðtali við RÚV þar sem hann sagði: „Ég held að þetta sé ljótasti búningur sem landsliðið hefur verið í og er úr mörgum að velja. Ég varð bara raunverulega reiður þegar ég sá hann.“ Guðmundur segir í viðtalinu við RÚV að hann hafi boðist til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. „En þetta er niðurstaðan. Hver vill líka kaupa þetta? Ekki myndi ég ganga í þessu,“ segir hann. Nýi treyjusamningurinn skilar KSÍ miklum tekjum, en í fyrsta sinn fær KSÍ greitt frá íþróttavöruframleiðanda fyrir að klæðast ákveðnum búningum. Í samtali við Vísi í gær sagði Geir Þorsteinsson að KSÍ fái tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum. Það var fyrirsögn á grein á Vísi, en þetta fannst Guðmundi um það:Mamma þín fær tugi milljóna fyrir spila í nýju treyjunum #KSÍ#fotboltinetpic.twitter.com/ASgqb3HTKg — Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 1, 2016 Kvenna- og unglingalandsliðin byrja að nota nýju treyjuna með hausti, en íslensku liðin munu klæðast nýja búningnum næstu tvö árin. Nýr samningur KSÍ og Errea er til fjögurra ára. Hér fyrir neðan er könnun þar sem lesendur geta sagt skoðun sína á nýja búningnum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30 KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Sjá meira
Íslenski hönnuðurinn og tískurisinn Guðmundur Jörundsson, eigandi JÖR, er vægast sagt æfur yfir nýju landsliðstreyju íslensku fótboltalandsliðanna sem kynnt var í gær. Strákarnir okkar munu klæðast þessum nýja búning á Evrópumótinu í sumar þar sem karlalandsliðið verður í fyrsta sinn á stórmóti. Hann er alls ekki sá eini sem er ósáttur við nýju treyjuna sem hönnuð er af ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea. Þjóðin hafði sitt að segja um nýja búninginn eins og lesa má hér. Guðmundur var ansi harðorður og skrifaði á Twitter-síðu sína:Ljótleiki þessa búnings fæst ekki lýst með orðum. Þetta er hörmung. Líklegast mannréttindabrot. #KSÍ#fotboltinetpic.twitter.com/Cm2cU9cnPu — Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 1, 2016 Hann bætti svo um betur í viðtali við RÚV þar sem hann sagði: „Ég held að þetta sé ljótasti búningur sem landsliðið hefur verið í og er úr mörgum að velja. Ég varð bara raunverulega reiður þegar ég sá hann.“ Guðmundur segir í viðtalinu við RÚV að hann hafi boðist til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. „En þetta er niðurstaðan. Hver vill líka kaupa þetta? Ekki myndi ég ganga í þessu,“ segir hann. Nýi treyjusamningurinn skilar KSÍ miklum tekjum, en í fyrsta sinn fær KSÍ greitt frá íþróttavöruframleiðanda fyrir að klæðast ákveðnum búningum. Í samtali við Vísi í gær sagði Geir Þorsteinsson að KSÍ fái tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum. Það var fyrirsögn á grein á Vísi, en þetta fannst Guðmundi um það:Mamma þín fær tugi milljóna fyrir spila í nýju treyjunum #KSÍ#fotboltinetpic.twitter.com/ASgqb3HTKg — Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 1, 2016 Kvenna- og unglingalandsliðin byrja að nota nýju treyjuna með hausti, en íslensku liðin munu klæðast nýja búningnum næstu tvö árin. Nýr samningur KSÍ og Errea er til fjögurra ára. Hér fyrir neðan er könnun þar sem lesendur geta sagt skoðun sína á nýja búningnum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30 KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Sjá meira
Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47
Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30
KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53