Hannes Þór um búningana: Svara eins og pólitíkus Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. mars 2016 11:43 Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, steig varlega til jarðar þegar hann var í viðtali í Brennslunni á FM 957 í morgun um nýju landsliðsbúningana sem voru afhjúpaðir í gær. „Maður hefur beðið aðeins eftir þessu, ég neita því ekki. Maður heyrði af því að menn í hópnum voru með puttana í þessu og spennandi að sjá niðurstöðuna,“ sagði Hannes sem taldi að Emil Hallfreðsson og Kári Árnason hefðu tekið þátt í hönnunarferlinu.Sjá einnig: Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Hann segist vera þokkalega ánægður með útlit búninganna. „Já, er þetta ekki fínasti búningur? Annars veit ég ekki hvernig ég á að svara þessu. Þetta er svo heitt umræðuefni að maður verður að svara eins og pólitíkus,“ sagði markvörðurinn í léttum dúr. Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson var einn þeirra leikmanna sem klæddust búningnum á kynningu KSÍ í gær og hann var í rauðri treyju og rauðum stuttbuxum.Sjá einnig: Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot „Við vorum reyndar spurðir hvaða liti við vildum, við markverðirnir. Það var enginn sammála en ég setti hvítan í fyrsta sæti. Ég verð með hvíta hanska og væri flott að hafa það í stíl. Ég er mjög mikið fyrir hvíta markmannsbúninga - það dregur aðeins fram tanið.“Ekki í vafa um að ég verði klár í sumar Hannes fór úr axlarlið í haust, rétt áður en Ísland mætti Tyrklandi ytra í lokaleik sínum í undankeppni EM. Hann er nú á góðum batavegi og vonast til að geta spilað fljótlega. „Þetta er búið að ganga eins vel og hægt var að vonast eftir. Það var talað um að batinn tæki 4-6 mánuði eftir aðgerð. Nú eru liðnir fjórir og hálfur mánuður og ég er byrjaður að gera allt. Það er eins gott maður gat leyft sér að vonast eftir.“Sjá einnig: Bretti upp ermar og hristi þetta af mér „Að öllu óbreytti verð ég í engum vafa um að ég verði klár í sumar. Það er líka ekkert langt í að ég verði leikfær. Ég er ekki orðinn 100 prósent en nógu góður til að æfa á fullu. Svo fyllir maður upp í síðustu prósentin smá saman.“ Viðtalið má heyra allt í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan er síðan könnun þar sem lesendur Vísis geta látið í ljós skoðun sína á búningnum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30 Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot Guðmundur Jörundsson bauðst til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. 2. mars 2016 09:00 KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, steig varlega til jarðar þegar hann var í viðtali í Brennslunni á FM 957 í morgun um nýju landsliðsbúningana sem voru afhjúpaðir í gær. „Maður hefur beðið aðeins eftir þessu, ég neita því ekki. Maður heyrði af því að menn í hópnum voru með puttana í þessu og spennandi að sjá niðurstöðuna,“ sagði Hannes sem taldi að Emil Hallfreðsson og Kári Árnason hefðu tekið þátt í hönnunarferlinu.Sjá einnig: Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Hann segist vera þokkalega ánægður með útlit búninganna. „Já, er þetta ekki fínasti búningur? Annars veit ég ekki hvernig ég á að svara þessu. Þetta er svo heitt umræðuefni að maður verður að svara eins og pólitíkus,“ sagði markvörðurinn í léttum dúr. Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson var einn þeirra leikmanna sem klæddust búningnum á kynningu KSÍ í gær og hann var í rauðri treyju og rauðum stuttbuxum.Sjá einnig: Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot „Við vorum reyndar spurðir hvaða liti við vildum, við markverðirnir. Það var enginn sammála en ég setti hvítan í fyrsta sæti. Ég verð með hvíta hanska og væri flott að hafa það í stíl. Ég er mjög mikið fyrir hvíta markmannsbúninga - það dregur aðeins fram tanið.“Ekki í vafa um að ég verði klár í sumar Hannes fór úr axlarlið í haust, rétt áður en Ísland mætti Tyrklandi ytra í lokaleik sínum í undankeppni EM. Hann er nú á góðum batavegi og vonast til að geta spilað fljótlega. „Þetta er búið að ganga eins vel og hægt var að vonast eftir. Það var talað um að batinn tæki 4-6 mánuði eftir aðgerð. Nú eru liðnir fjórir og hálfur mánuður og ég er byrjaður að gera allt. Það er eins gott maður gat leyft sér að vonast eftir.“Sjá einnig: Bretti upp ermar og hristi þetta af mér „Að öllu óbreytti verð ég í engum vafa um að ég verði klár í sumar. Það er líka ekkert langt í að ég verði leikfær. Ég er ekki orðinn 100 prósent en nógu góður til að æfa á fullu. Svo fyllir maður upp í síðustu prósentin smá saman.“ Viðtalið má heyra allt í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan er síðan könnun þar sem lesendur Vísis geta látið í ljós skoðun sína á búningnum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30 Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot Guðmundur Jörundsson bauðst til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. 2. mars 2016 09:00 KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47
Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30
Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot Guðmundur Jörundsson bauðst til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. 2. mars 2016 09:00
KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53