Auðmýri Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. mars 2016 07:00 Öll rök hníga að því að byggja í Vatnsmýri og stjórnmálamenn ættu að fylgja niðurstöðum Rögnunefndar og kanna til hlítar möguleikann á alhliðaflugvelli í Hvassahrauni. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagði í þessu blaði hinn 11. nóvember sl. að Icelandair Group væri fylgjandi því að skoða Hvassahraun sem stað fyrir innanlandsflugið eins og Rögnunefndin lagði til. „Verði það niðurstaðan að Reykjavíkurflugvöllur víki þá hefur verið sýnt fram á þjóðhagslega hagkvæmni þess að byggja upp í Hvassahrauni,“ sagði Björgólfur. Meirihluti kaus með því að Reykjavíkurflugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 í atkvæðagreiðslu 17. mars 2001. Aðeins 37 prósent mættu á kjörstað og því var niðurstaðan ekki bindandi. Öll rök hníga hins vegar að því að loka flugvellinum. Rögnunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Hvassahraun væri besti kosturinn fyrir innanlands- og millilandaflug af þeim valkostum sem nefndin skoðaði. Á þessu ári stendur til að fjárfesta fyrir 20 milljarða króna til að stækka Leifsstöð. Þessi fjárfesting er nauðsynleg til að mæta auknum straumi ferðamanna strax í dag. Samhliða henni þarf hins vegar að skoða til hlítar alla valkosti fyrir framtíð flugsins. Fram kemur í greiningu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á alhliða flugvelli í Hvassahrauni að heildarábati af uppbyggingu flugvallar þar sé 82-123 milljarðar króna. Niðurstaða Hagfræðistofnunar er að samlegðaráhrif innanlands- og millilandaflugs yrðu til bóta fyrir þjóðina. Í raun má Hvassahraunsflugvöllur vera 82-123 milljörðum dýrari en allur kostnaður vegna Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar, áður en bygging flugvallar í Hvassahrauni verður þjóðhagslega óhagkvæm fjárfesting. Í sömu greiningu kemur fram að ábati af uppbyggingu Vatnsmýrar sé metinn á bilinu 52-73 milljarðar króna. Á síðustu öld voru gerð meiriháttar skipulagsmistök í Reykjavík. Mistökin fólust í því að byggja upp úthverfi og teygja borgina lengra í stað þess að þétta hana. Þetta gerir það að verkum að borgin minnir meira á safn lítilla bæja en eiginlega borg. Lýðheilsusjónarmið og peningaleg sjónarmið mæla með þéttingu byggðar. Núverandi meirihluti í borginni hefur ráðist í metnaðarfullt verkefni sem felst í að loka „sárum“ og þétta byggð innan borgarmarkanna. Þetta mun auka lífsgæði íbúa Reykjavíkur mikið og gera Reykjavík að betri og fallegri borg. Vatnsmýri er eitt risastórt sár innan borgarmarkanna og vera flugvallarins þar er fullkomin tímaskekkja. Það væri mjög óskynsamlegt að byggja ekki í Vatnsmýri enda er Vatnsmýri eiginleg auðmýri og menningarmýri. Ungt fólk vill búa í borgum, ekki úthverfum, og vill geta reitt sig á aðra samgönguvalkosti en einkabílinn enda eru almenningssamgöngur í uppsveiflu. Þessi þróun sést víða um heim. Fólk vill búa nálægt hvert öðru. Bílar menga og eru ekkert sérstaklega töff. Það er hins vegar töff að rækta líkamann og stunda heilbrigðan lífsstíl. Að þessu sögðu er mikilvægt að stjórnmála- og kaupsýslumenn standi við fyrri yfirlýsingar, hætti að vera meðvirkir með pópúlistum landsbyggðarinnar og hefji áætlun um flutning innanlandsflugsins úr Vatnsmýri. Það græða allir á því, Reykvíkingar og íbúar landsbyggðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Öll rök hníga að því að byggja í Vatnsmýri og stjórnmálamenn ættu að fylgja niðurstöðum Rögnunefndar og kanna til hlítar möguleikann á alhliðaflugvelli í Hvassahrauni. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagði í þessu blaði hinn 11. nóvember sl. að Icelandair Group væri fylgjandi því að skoða Hvassahraun sem stað fyrir innanlandsflugið eins og Rögnunefndin lagði til. „Verði það niðurstaðan að Reykjavíkurflugvöllur víki þá hefur verið sýnt fram á þjóðhagslega hagkvæmni þess að byggja upp í Hvassahrauni,“ sagði Björgólfur. Meirihluti kaus með því að Reykjavíkurflugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 í atkvæðagreiðslu 17. mars 2001. Aðeins 37 prósent mættu á kjörstað og því var niðurstaðan ekki bindandi. Öll rök hníga hins vegar að því að loka flugvellinum. Rögnunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Hvassahraun væri besti kosturinn fyrir innanlands- og millilandaflug af þeim valkostum sem nefndin skoðaði. Á þessu ári stendur til að fjárfesta fyrir 20 milljarða króna til að stækka Leifsstöð. Þessi fjárfesting er nauðsynleg til að mæta auknum straumi ferðamanna strax í dag. Samhliða henni þarf hins vegar að skoða til hlítar alla valkosti fyrir framtíð flugsins. Fram kemur í greiningu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á alhliða flugvelli í Hvassahrauni að heildarábati af uppbyggingu flugvallar þar sé 82-123 milljarðar króna. Niðurstaða Hagfræðistofnunar er að samlegðaráhrif innanlands- og millilandaflugs yrðu til bóta fyrir þjóðina. Í raun má Hvassahraunsflugvöllur vera 82-123 milljörðum dýrari en allur kostnaður vegna Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar, áður en bygging flugvallar í Hvassahrauni verður þjóðhagslega óhagkvæm fjárfesting. Í sömu greiningu kemur fram að ábati af uppbyggingu Vatnsmýrar sé metinn á bilinu 52-73 milljarðar króna. Á síðustu öld voru gerð meiriháttar skipulagsmistök í Reykjavík. Mistökin fólust í því að byggja upp úthverfi og teygja borgina lengra í stað þess að þétta hana. Þetta gerir það að verkum að borgin minnir meira á safn lítilla bæja en eiginlega borg. Lýðheilsusjónarmið og peningaleg sjónarmið mæla með þéttingu byggðar. Núverandi meirihluti í borginni hefur ráðist í metnaðarfullt verkefni sem felst í að loka „sárum“ og þétta byggð innan borgarmarkanna. Þetta mun auka lífsgæði íbúa Reykjavíkur mikið og gera Reykjavík að betri og fallegri borg. Vatnsmýri er eitt risastórt sár innan borgarmarkanna og vera flugvallarins þar er fullkomin tímaskekkja. Það væri mjög óskynsamlegt að byggja ekki í Vatnsmýri enda er Vatnsmýri eiginleg auðmýri og menningarmýri. Ungt fólk vill búa í borgum, ekki úthverfum, og vill geta reitt sig á aðra samgönguvalkosti en einkabílinn enda eru almenningssamgöngur í uppsveiflu. Þessi þróun sést víða um heim. Fólk vill búa nálægt hvert öðru. Bílar menga og eru ekkert sérstaklega töff. Það er hins vegar töff að rækta líkamann og stunda heilbrigðan lífsstíl. Að þessu sögðu er mikilvægt að stjórnmála- og kaupsýslumenn standi við fyrri yfirlýsingar, hætti að vera meðvirkir með pópúlistum landsbyggðarinnar og hefji áætlun um flutning innanlandsflugsins úr Vatnsmýri. Það græða allir á því, Reykvíkingar og íbúar landsbyggðarinnar.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun