Á rafdrifnu hjólabretti á 95 km ferð Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2016 10:17 Rafdrifin hjólabretti er nýjasta form afar hættulegs ferðamáta. Eins og með flest það sem hreyfist er einhver tilbúinn til þess að setja hraðamet á græjunni. Það gerði einmitt þessi ofurhugi, Mischo Eban og tókst honum að ná ríflega 95 km hraða á brettinu á flugbraut einni, en það var ekki þrautalaust eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Það getur ekki verið þægilegt að detta af hjólabretti á 95 km ferð, þó svo maður sé í leðurgalla. Þessi sami Mischo Eban setti einmitt hraðaheimsmet á hjólbretti niður brekku árið 2012 og náði þá 130 km hraða, sem verður að teljast nokkuð fífldjarft. Rafdrifna hjólabrettið sem hann setti metið á er kallað Nextboard en þessi bretti eru ekki enn komin til sölu. Þau eru með drif á öllum fjórum hjólunum en framleiðslugerð þeirra á að hafa drægni uppá 10-15 kílómetra, sem er nú bara nokkuð drjúgt. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent
Rafdrifin hjólabretti er nýjasta form afar hættulegs ferðamáta. Eins og með flest það sem hreyfist er einhver tilbúinn til þess að setja hraðamet á græjunni. Það gerði einmitt þessi ofurhugi, Mischo Eban og tókst honum að ná ríflega 95 km hraða á brettinu á flugbraut einni, en það var ekki þrautalaust eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Það getur ekki verið þægilegt að detta af hjólabretti á 95 km ferð, þó svo maður sé í leðurgalla. Þessi sami Mischo Eban setti einmitt hraðaheimsmet á hjólbretti niður brekku árið 2012 og náði þá 130 km hraða, sem verður að teljast nokkuð fífldjarft. Rafdrifna hjólabrettið sem hann setti metið á er kallað Nextboard en þessi bretti eru ekki enn komin til sölu. Þau eru með drif á öllum fjórum hjólunum en framleiðslugerð þeirra á að hafa drægni uppá 10-15 kílómetra, sem er nú bara nokkuð drjúgt.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent