Það eru þó ekki allir ósáttir við Kanye, því samstarfsaðlili hans í fatamerki hans Yeezy, íþróttarisinn Adidas, er í skýjunum með kappann.
Jókst sala Adidas um 45% á fyrstu þrem mánuðum síðasta árs, og vill merkið tengja það meðal annars við sölu á Yeezy skónum. Þó þeir seljist upp nánast samstundis og séu einungis fáanlegir í takmörkuðu upplagi, þá hefur það ýtt undir stöðu Adidas á markaðnum.
Fyrir skemmstu komu nokkur pör af Yeezy Boozt skóm Kanye West í sölu hjá Húrra Reykjavík og biðu aðdáendur skóna í röð í tvo sólarhringa til þess að tryggja sér par.
