Erlent

Tveir sakfelldir vegna dauða Alan Kurdi

Samúel Karl Ólason skrifar
Tveir menn hafa verið dæmdir sekir fyrir aðild að dauða drengsins Alan Kurdi og fjögurra annarra flóttamanna við strendur Tyrklands. Mennirnir stóðu að smygli flóttafólks til grískra eyja. Alan var einn af tólf sem létu lífið í september þegar bát þeirra hvolfdi og rak líki hans aftur á ströndina.

Myndir af líki hans vörpuðu kastljósi heimsins að vanda flóttafólks.

Alan var þriggja ára, en móðir hans og fimm ára bróðir létu einnig lífið. Einungis faðir þeirra lifði af. Samkvæmt Guardian var málið tekið í flýtimeðferð en einungis mánuður er frá því að dómshöldin yfir smyglurunum hófust.

Mennirnir tveir, Alabash og Alfrhad, neituðu sök og kenndu faðir Alan Kurdi um dauðsföllin. Þeir sögðu hann hafa skipulagt ferðina.


Tengdar fréttir

Hundruð barna hafa drukknað

Að meðaltali tvö börn hafa drukknað á hverjum degi síðan í september á síðasta ári í tilraunum flóttamanna til að flýja yfir Miðjarðarhafið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×