Ég er hluti af heildstæðu verki ólíkra listgreina Magnús Guðmundsson skrifar 4. mars 2016 11:30 Tékkneska leikkonan Tera Hof heillaðist af skáldsögu Sjóns, Skugga-Baldur og í kvöld frumsýnir hún í Hafnarhúsinu leikgerð byggða á verkinu. Visir/Ernir Skáldsagan Skugga-Baldur eftir Sjón kom fyrst út árið 2003 og hefur síðan verið þýdd á 22 tungumál og er líkast til sú bók höfundarins sem hefur notið hvað mestrar hylli. Sjón er sérstæður höfundur um margt og býr meðal annars yfir þeim eiginleika að vera í senn fádæma íslenskur og evrópskur og hafa á valdi sínu ólíka hugarheima. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að verkið hafi heillað tékknesku leikkonuna Teru Hof sem hefur á undanförnum árum búið bæði í Reykjavík og Prag sem er ein elsta og rótgrónasta menningarborg Evrópu. „Ég heillaðist strax af þessari bók og af þessu mínímalíska formi sem er fullt af fallegum myndum en skapar í senn svo ótrúlega mikið rými fyrir ímyndunaraflið og hvetur það áfram. Svo er sagan sjálf líka áhrifarík og sterk. Þannig að ég hugsaði með mér að það væri gaman að láta reyna á að skapa sviðsverk út frá þessari bók og það féll líka svo að mínu lífi í þessum tveimur löndum.“Tenging á milli landa Skugga-Baldur er byggð utan um þrjár aðalpersónur en í sviðsverkinu er Tera ein á sviðinu og hún segir að verkið sé byggt upp utan um hana sem aðalpersónu og sögumann. „Við fórum þá leið að vera með þessa aðalpersónu sem kallast Skuggi og í honum koma saman skuggar þessara þriggja persóna.“ Skuggi notar umbreytingu sem sína helstu leið til tjáningar og Tera segir að það falli því einkar vel að sögunni að vinna sýninguna með fólki úr ólíkum listgreinum. Kamila Polívková er meðhöfundur að handriti og leikstjóri, listrænir stjórnendur eru þeir Jón Sæmundur Auðarson og Sindri Ploder og áfram mætti telja fjölbreyttan hóp listamanna frá bæði Íslandi og Tékklandi. „Sjón er listamaður sem hefur einnig fengist við tónlist og myndlist og býr yfir mikilli sköpunargleði og ég finn til skyldleika við hann hvað það varðar. Hann varð fyrir áhrifum frá tékkneskum súrrealistum og það myndar ákveðna tengingu á milli okkar og á milli landanna.Visir/ErnirHeild ólíkra forma Skugga-Baldur er líka skrifuð eins og listrænt konsept. Þessi bók er eins og kvartett eins og Sjón hefur bent á og svo eru líka í henni ákveðnar eyður – „empty space“ eins og það er kallað í leikhúsi og það gefur þér sem lesanda ákveðið svigrúm og andrými sem skiptir miklu máli. Það gefur þér færi á að leyfa myndunum að forma sig í hausnum og að njóta þeirra þar. Að mínu mati er þessi bók því fullkomin til þess að eiga framhaldslíf sem annað og sjálfstætt listaverk. Okkar nálgun felur í sér að nota myndlistina, tónlistina, söguna og láta þetta mynda heild á sínum eigin forsendum. Ég hef alla þessa frábæru listamenn með mér í þessu ferli öllu þannig að ég er í raun ekki ein heldur þvert á móti hluti af heildstæðu verki ólíkra forma.“Allt er mögulegt Verkið var frumsýnt í Prag í síðustu viku og Tera segir að það hafi verið henni mikilvægt að Sjón og eiginkona hans, Ásgerður Júníusdóttir söngkona, voru viðstödd frumsýninguna. „Hann hrósaði okkur svo fallega. Sagði að hann hafi alltaf haldið að bækurnar hans væru óbreytanlegar, væru bara það sem þær eru og gætu ekki verið neitt annað, en að nú hafi hann séð að það væri nú ekki endilega þannig. Að hið ómögulega væri mögulegt og þetta gladdi mig ákaflega mikið. Við höfum reyndar þurft að breyta miklu og svo þurfum við að gera enn meiri breytingar hér í tengslum við rýmið sem við erum að vinna með í Hafnarhúsinu sem er talsvert frábrugðið leikhúsinu í Prag. En það er bara áskorun rétt eins og að núna þarf ég að koma fram á ensku en í Prag gat ég leyft mér tékkneskuna. En við fengum frábærar viðtökur í Prag þannig að við erum farin að hlakka til að sýna hér.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Skáldsagan Skugga-Baldur eftir Sjón kom fyrst út árið 2003 og hefur síðan verið þýdd á 22 tungumál og er líkast til sú bók höfundarins sem hefur notið hvað mestrar hylli. Sjón er sérstæður höfundur um margt og býr meðal annars yfir þeim eiginleika að vera í senn fádæma íslenskur og evrópskur og hafa á valdi sínu ólíka hugarheima. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að verkið hafi heillað tékknesku leikkonuna Teru Hof sem hefur á undanförnum árum búið bæði í Reykjavík og Prag sem er ein elsta og rótgrónasta menningarborg Evrópu. „Ég heillaðist strax af þessari bók og af þessu mínímalíska formi sem er fullt af fallegum myndum en skapar í senn svo ótrúlega mikið rými fyrir ímyndunaraflið og hvetur það áfram. Svo er sagan sjálf líka áhrifarík og sterk. Þannig að ég hugsaði með mér að það væri gaman að láta reyna á að skapa sviðsverk út frá þessari bók og það féll líka svo að mínu lífi í þessum tveimur löndum.“Tenging á milli landa Skugga-Baldur er byggð utan um þrjár aðalpersónur en í sviðsverkinu er Tera ein á sviðinu og hún segir að verkið sé byggt upp utan um hana sem aðalpersónu og sögumann. „Við fórum þá leið að vera með þessa aðalpersónu sem kallast Skuggi og í honum koma saman skuggar þessara þriggja persóna.“ Skuggi notar umbreytingu sem sína helstu leið til tjáningar og Tera segir að það falli því einkar vel að sögunni að vinna sýninguna með fólki úr ólíkum listgreinum. Kamila Polívková er meðhöfundur að handriti og leikstjóri, listrænir stjórnendur eru þeir Jón Sæmundur Auðarson og Sindri Ploder og áfram mætti telja fjölbreyttan hóp listamanna frá bæði Íslandi og Tékklandi. „Sjón er listamaður sem hefur einnig fengist við tónlist og myndlist og býr yfir mikilli sköpunargleði og ég finn til skyldleika við hann hvað það varðar. Hann varð fyrir áhrifum frá tékkneskum súrrealistum og það myndar ákveðna tengingu á milli okkar og á milli landanna.Visir/ErnirHeild ólíkra forma Skugga-Baldur er líka skrifuð eins og listrænt konsept. Þessi bók er eins og kvartett eins og Sjón hefur bent á og svo eru líka í henni ákveðnar eyður – „empty space“ eins og það er kallað í leikhúsi og það gefur þér sem lesanda ákveðið svigrúm og andrými sem skiptir miklu máli. Það gefur þér færi á að leyfa myndunum að forma sig í hausnum og að njóta þeirra þar. Að mínu mati er þessi bók því fullkomin til þess að eiga framhaldslíf sem annað og sjálfstætt listaverk. Okkar nálgun felur í sér að nota myndlistina, tónlistina, söguna og láta þetta mynda heild á sínum eigin forsendum. Ég hef alla þessa frábæru listamenn með mér í þessu ferli öllu þannig að ég er í raun ekki ein heldur þvert á móti hluti af heildstæðu verki ólíkra forma.“Allt er mögulegt Verkið var frumsýnt í Prag í síðustu viku og Tera segir að það hafi verið henni mikilvægt að Sjón og eiginkona hans, Ásgerður Júníusdóttir söngkona, voru viðstödd frumsýninguna. „Hann hrósaði okkur svo fallega. Sagði að hann hafi alltaf haldið að bækurnar hans væru óbreytanlegar, væru bara það sem þær eru og gætu ekki verið neitt annað, en að nú hafi hann séð að það væri nú ekki endilega þannig. Að hið ómögulega væri mögulegt og þetta gladdi mig ákaflega mikið. Við höfum reyndar þurft að breyta miklu og svo þurfum við að gera enn meiri breytingar hér í tengslum við rýmið sem við erum að vinna með í Hafnarhúsinu sem er talsvert frábrugðið leikhúsinu í Prag. En það er bara áskorun rétt eins og að núna þarf ég að koma fram á ensku en í Prag gat ég leyft mér tékkneskuna. En við fengum frábærar viðtökur í Prag þannig að við erum farin að hlakka til að sýna hér.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira