Við eigum bara einn líkama 4. mars 2016 15:00 Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir Vísir/Vilhelm Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, einkaþjálfari og snyrtifræðingur, hugsar vel um heilsuna og hollt mataræði skiptir hana miklu. Hún veitir hér smá innsýn inn í eigið matarplan og gefur auk þess girnilega uppskrift. Aðalheiður útskrifaðist sem snyrtifræðingur 2008. Hún hefur æft frá því hún man eftir sér og unnið marga titla í bikiní-fitness. Heilsa, matur og líkamsrækt eru hennar aðaláhugamál. Hún útskrifaðist sem einkaþjálfari frá einkaþjálfaraskóla World Class árið 2010 og hefur starfað á stöðinni í Laugum síðan þá. „Heilsan, heilbrigður lífsstíll og hollt mataræði skiptir mig mjög miklu máli. Ég hugsa vel um það hvað ég set ofan í mig og eins og flestir ættu að vita þá skiptir mataræðið um 80 prósent máli í heilbrigðum lífsstíl. Við eigum bara einn líkama og ættum alltaf að hugsa vel um hvað við borðum. Ég legg jafn mikla áherslu á mataræði og æfingar fyrir mína viðskiptavini, geri fyrir þá matar- og æfingaplön og legg áherslu á að hafa hvort tveggja fjölbreytt og skemmtilegt.“Matarplan Aðalheiðar þessa vikunaMorgunmatur: Hafragrautur með hampfræjum, chia-fræjum, rúsínum og kanil.Millimál: Próteinsjeik + bananiHádegismatur: Oftast holli og góði maturinn í Laugar Café eða salatbarinn, passa að fá prótein, holl kolvetni og holla fitu.Millimál: Avókadó-próteinbooztKvöldmatur: Fiskur 1-3x í viku, þá yfirleitt lax eða bleikja, það er mitt uppáhald, eða kjúklingur og oftast sætar kartöflur og salat með.Kvöldnasl: Æðið mitt núna er að frysta skyr.is án viðbætts sykurs í smá stund þá verður það eins og ís. Ég fæ mér alltaf eitthvað próteinríkt fyrir svefninn.Avocado boozt eða búðingur 1 skeið vanilluprótein eða 1 lítil dós vanilluskyr ½ avocado 1 epli, ég nota græn ½ sítróna eða sítrónusafi vatn og klaki (ef þið viljið búðing þá notið þið minna vatn) Heilsa Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið
Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, einkaþjálfari og snyrtifræðingur, hugsar vel um heilsuna og hollt mataræði skiptir hana miklu. Hún veitir hér smá innsýn inn í eigið matarplan og gefur auk þess girnilega uppskrift. Aðalheiður útskrifaðist sem snyrtifræðingur 2008. Hún hefur æft frá því hún man eftir sér og unnið marga titla í bikiní-fitness. Heilsa, matur og líkamsrækt eru hennar aðaláhugamál. Hún útskrifaðist sem einkaþjálfari frá einkaþjálfaraskóla World Class árið 2010 og hefur starfað á stöðinni í Laugum síðan þá. „Heilsan, heilbrigður lífsstíll og hollt mataræði skiptir mig mjög miklu máli. Ég hugsa vel um það hvað ég set ofan í mig og eins og flestir ættu að vita þá skiptir mataræðið um 80 prósent máli í heilbrigðum lífsstíl. Við eigum bara einn líkama og ættum alltaf að hugsa vel um hvað við borðum. Ég legg jafn mikla áherslu á mataræði og æfingar fyrir mína viðskiptavini, geri fyrir þá matar- og æfingaplön og legg áherslu á að hafa hvort tveggja fjölbreytt og skemmtilegt.“Matarplan Aðalheiðar þessa vikunaMorgunmatur: Hafragrautur með hampfræjum, chia-fræjum, rúsínum og kanil.Millimál: Próteinsjeik + bananiHádegismatur: Oftast holli og góði maturinn í Laugar Café eða salatbarinn, passa að fá prótein, holl kolvetni og holla fitu.Millimál: Avókadó-próteinbooztKvöldmatur: Fiskur 1-3x í viku, þá yfirleitt lax eða bleikja, það er mitt uppáhald, eða kjúklingur og oftast sætar kartöflur og salat með.Kvöldnasl: Æðið mitt núna er að frysta skyr.is án viðbætts sykurs í smá stund þá verður það eins og ís. Ég fæ mér alltaf eitthvað próteinríkt fyrir svefninn.Avocado boozt eða búðingur 1 skeið vanilluprótein eða 1 lítil dós vanilluskyr ½ avocado 1 epli, ég nota græn ½ sítróna eða sítrónusafi vatn og klaki (ef þið viljið búðing þá notið þið minna vatn)
Heilsa Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið