Íslenskur stríðsdans í Sotheby's Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. mars 2016 07:00 Í gær voru 45 ár síðan heimsbyggðin varð vitni að einu krúttlegasta dæmi þess hvernig samtakamáttur Íslendinga á góðum degi getur lyft Grettistaki. Rétt fyrir klukkan eitt, fimmtudaginn 4. mars árið 1971 sat hópur Íslendinga í sal uppboðsfyrirtækisins Sotheby’s í London með öndina í hálsinum. Á herðum þeirra hvíldi mikil ábyrgð. Þeir voru komnir alla leið til höfuðborgar Bretlands til að kaupa síðasta uppstoppaða geirfuglinn í einkaeigu fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Geirfuglinn hafði dáið út rúmri öld fyrr. Aðeins 80 uppstoppaðir geirfuglar voru til í heiminum. Af þeim voru 79 í eigu safna víða um heim. Líklegt þótti að þetta væri sá síðasti sem yrði nokkurn tímann til sölu. Stuttu fyrir uppboðið í London kom upp sú hugmynd að hefja landssöfnun hér á landi til að fjármagna kaupin og færa geirfuglinn heim. Undirtektir almennings voru ótrúlegar. Á aðeins fjórum dögum safnaðist myndarleg upphæð. En margir vildu eignast gripinn. Gæti íslenska sendinefndin boðið betur en Du Pont fjölskyldan, ein ríkasta fjölskylda Bandaríkjanna?Ófleygur í útrýmingarhættu Geirfuglinn var stór og álkulegur fugl af svartfuglaætt sem gat ekki flogið. Hann lifði við strendur Norður-Atlantshafs, meðal annars á Íslandi. En á 18. öld fór að halla undan fæti. Fuglunum fór snarfækkandi vegna ofveiði. Geirfuglinn var kjötmikill og auðvelt var að handsama hann svona ófleygan. Það gerði geirfuglinum enga greiða að lenda í því að komast í útrýmingarhættu. Vinsældir hans einfaldlega jukust – allir vildu eignast uppstoppaðan geirfugl áður en það yrði of seint. Síðustu tveir geirfuglarnir voru veiddir í Eldey suður af Reykjanesi sumarið 1844.Hrópað hátt og snjallt „Andrúmsloftið var nánast sem rafmagnað,“ sagði Valdimar Jóhannesson, framkvæmdastjóri geirfuglssöfnunarinnar, í samtali við Morgunblaðið eftir uppboðið árið 1971. „Blaðamenn voru fjölmennir og flestir Íslendingar sem búsettir eru í London voru viðstaddir.“ Fyrsta boð í fuglinn var 500 sterlingspund. „Töluverð spenna var i loftinu og fólk hafði á tilfinningunni að eitthvað mikið stæði til,“ sagði Valdimar. En fljótt tók að draga úr bjartsýni íslensku sendinefndarinnar. Fulltrúi Du Pont fjölskyldunnar virtist staðráðinn í að hreppa fenginn. „Þegar komið var upp í sex þúsund pund fór Du Pont maðurinn allt í einu upp í átta þúsund pund,“ sagði Valdimar. „Þetta gerði hann ekki eins og venjan er með sérstakri merkjasendingu, heldur stóð upp og hrópaði hátt og snjallt: „Ég býð átta þúsund pund.““ En Íslendingarnir hugðust ekki gefast upp. Þeir buðu níu þúsund pund. „Þegar okkur var sleginn fuglinn dönsuðu landarnir stríðsdans og blaðamenn stormuðu að okkur.“Séríslenskt snarræði Nú, 45 árum síðar, er aftur þörf á að við Íslendingar stillum saman strengi og björgum gersemum sem við erum við það að glata. Í byrjun vikunnar bárust fréttir af því að Íslandsbanki hefði gefið út ársreikning sinn á ensku. „Við lítum svo á að það eigi að vera hægt að nota íslensku til alls,“ sagði Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar, í samtali við Fréttablaðið. Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar síðustu misseri. Eftir því sem talandi tæki á borð við snjallsíma verða fyrirferðarmeiri, því meiri fótfestu nær enskan. Er það mat 200 evrópskra sérfræðinga sem greint hafa stöðu 30 Evrópumála að íslenska sé í næstmestri útrýmingarhættu í stafrænum heimi á eftir maltnesku. Árið 1971 sýndum við af okkur séríslenskt snarræði og björguðum „síðasta geirfuglinum“. Það var þó því miður eftir að tegundin dó út. Geirfuglinn er nú aðeins safngripur. Það stefnir allt í að íslenskan hljóti sömu örlög. En það er ekki orðið of seint að gera eitthvað í málinu. Ef allir taka höndum saman – einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld – er allt hægt. Sýnum samtakamáttinn. Látum íslenskuna ekki enda sem safngripur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Í gær voru 45 ár síðan heimsbyggðin varð vitni að einu krúttlegasta dæmi þess hvernig samtakamáttur Íslendinga á góðum degi getur lyft Grettistaki. Rétt fyrir klukkan eitt, fimmtudaginn 4. mars árið 1971 sat hópur Íslendinga í sal uppboðsfyrirtækisins Sotheby’s í London með öndina í hálsinum. Á herðum þeirra hvíldi mikil ábyrgð. Þeir voru komnir alla leið til höfuðborgar Bretlands til að kaupa síðasta uppstoppaða geirfuglinn í einkaeigu fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Geirfuglinn hafði dáið út rúmri öld fyrr. Aðeins 80 uppstoppaðir geirfuglar voru til í heiminum. Af þeim voru 79 í eigu safna víða um heim. Líklegt þótti að þetta væri sá síðasti sem yrði nokkurn tímann til sölu. Stuttu fyrir uppboðið í London kom upp sú hugmynd að hefja landssöfnun hér á landi til að fjármagna kaupin og færa geirfuglinn heim. Undirtektir almennings voru ótrúlegar. Á aðeins fjórum dögum safnaðist myndarleg upphæð. En margir vildu eignast gripinn. Gæti íslenska sendinefndin boðið betur en Du Pont fjölskyldan, ein ríkasta fjölskylda Bandaríkjanna?Ófleygur í útrýmingarhættu Geirfuglinn var stór og álkulegur fugl af svartfuglaætt sem gat ekki flogið. Hann lifði við strendur Norður-Atlantshafs, meðal annars á Íslandi. En á 18. öld fór að halla undan fæti. Fuglunum fór snarfækkandi vegna ofveiði. Geirfuglinn var kjötmikill og auðvelt var að handsama hann svona ófleygan. Það gerði geirfuglinum enga greiða að lenda í því að komast í útrýmingarhættu. Vinsældir hans einfaldlega jukust – allir vildu eignast uppstoppaðan geirfugl áður en það yrði of seint. Síðustu tveir geirfuglarnir voru veiddir í Eldey suður af Reykjanesi sumarið 1844.Hrópað hátt og snjallt „Andrúmsloftið var nánast sem rafmagnað,“ sagði Valdimar Jóhannesson, framkvæmdastjóri geirfuglssöfnunarinnar, í samtali við Morgunblaðið eftir uppboðið árið 1971. „Blaðamenn voru fjölmennir og flestir Íslendingar sem búsettir eru í London voru viðstaddir.“ Fyrsta boð í fuglinn var 500 sterlingspund. „Töluverð spenna var i loftinu og fólk hafði á tilfinningunni að eitthvað mikið stæði til,“ sagði Valdimar. En fljótt tók að draga úr bjartsýni íslensku sendinefndarinnar. Fulltrúi Du Pont fjölskyldunnar virtist staðráðinn í að hreppa fenginn. „Þegar komið var upp í sex þúsund pund fór Du Pont maðurinn allt í einu upp í átta þúsund pund,“ sagði Valdimar. „Þetta gerði hann ekki eins og venjan er með sérstakri merkjasendingu, heldur stóð upp og hrópaði hátt og snjallt: „Ég býð átta þúsund pund.““ En Íslendingarnir hugðust ekki gefast upp. Þeir buðu níu þúsund pund. „Þegar okkur var sleginn fuglinn dönsuðu landarnir stríðsdans og blaðamenn stormuðu að okkur.“Séríslenskt snarræði Nú, 45 árum síðar, er aftur þörf á að við Íslendingar stillum saman strengi og björgum gersemum sem við erum við það að glata. Í byrjun vikunnar bárust fréttir af því að Íslandsbanki hefði gefið út ársreikning sinn á ensku. „Við lítum svo á að það eigi að vera hægt að nota íslensku til alls,“ sagði Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar, í samtali við Fréttablaðið. Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar síðustu misseri. Eftir því sem talandi tæki á borð við snjallsíma verða fyrirferðarmeiri, því meiri fótfestu nær enskan. Er það mat 200 evrópskra sérfræðinga sem greint hafa stöðu 30 Evrópumála að íslenska sé í næstmestri útrýmingarhættu í stafrænum heimi á eftir maltnesku. Árið 1971 sýndum við af okkur séríslenskt snarræði og björguðum „síðasta geirfuglinum“. Það var þó því miður eftir að tegundin dó út. Geirfuglinn er nú aðeins safngripur. Það stefnir allt í að íslenskan hljóti sömu örlög. En það er ekki orðið of seint að gera eitthvað í málinu. Ef allir taka höndum saman – einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld – er allt hægt. Sýnum samtakamáttinn. Látum íslenskuna ekki enda sem safngripur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun