Demóið af plötunni veitti inngöngu í Red Bull Music Academy Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. mars 2016 10:00 Auðunn Lúthersson tónlistarmaður er á leið í Red Bull Music Academy í haust. vísir/vilhelm Íslenski tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem margir kannast við undir nafninu Auður, var fyrsti Íslendingurinn sem valinn var inn í Red Bull Music Academy. Um er að ræða margverðlaunaða akademíu sem heldur vinnustofur og námskeið á sviði tónlistar í borgum um allan heim. Hann var valinn inn í akademíuna í fyrra og segir hana hafa reynst sér vel. „Það eru ótrúlega margir sem sækja um þarna og það er líka ótrúlega flott fólk að koma út úr þessu eins og til dæmis Hudson Mohawke sem var aðalnúmerið á Sónar,“ segir Auðunn Lúthersson. Hann fór þó ekki út í akademíuna sem átti að fara fram í París eins og gert var ráð fyrir, vegna hræðilegra atburða sem áttu sér stað. „Daginn sem ég átti að fara út þá var gerð þessi hræðilega hryðjuverkaárás og þessu var frestað. Það var mjög skrítið og sorglegt ferli,“ segir Auðunn. Þó hann hafi ekki farið út segist hann finna fyrir því að vera kominn inn í það plögg sem fylgir akademíunni. Hann fer þó út til Montreal í haust, þar sem akademían fer fram í ár. „Ég er mjög spenntur að kynnast fólkinu þarna. Maður er að fara hitta fólk sem maður hefði aldrei kynnst á litla Íslandi. Það eru alltaf einhver local legends að kenna þarna og það er mikið af frábæru tónlistarfólki frá Kanada.” Vinnustofuhluti RBMA er haldinn árlega og stendur yfir í fimm vikur. Yfir 4.000 umsóknir berast en oftast eru valdir um 60 þátttakendur og fá þeir aðstöðu í húsi með stóru upptökustúdíói, fyrirlestrasal, útvarpsklefa og svefnherbergjum. Aðilar frá Red Bull Music Academy voru staddir á Íslandi fyrir skömmu í tengslum við Sónar-tónlistarhátíðina, þar sem þeir voru með sitt eigið svið ásamt því að útvarpa beint frá hátíðinni. Auðunn er staddur í Ósló þessa dagana þar sem hann kemur fram á tónlistarhátíðinni Bylarm en tónleika hans á hátíðinni má að hluta rekja til Red Bull akademíunnar. „Þetta gigg kemur í gegnum Red Bull og Airwaves en ég er að spila á Red Bull sviði hérna í Ósló. Þetta er ótrúlega flott hátíð og hérna er mikið af upprennandi artistum frá Skandinavíu.“ Auðunn er að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu um þessar mundir en það má segja að þessi væntanlega plata hafi komið honum inn í akademíuna „Ástæðan fyrir því að ég kemst inn í þennan skóla er að ég sendi inn demó af þessari plötur sem ég er að klára þessa dagana.“ Þekktir tónlistarmenn sem hafa útskrifast úr akademíunni eru Nina Kraviz, Flying Lotus, og Lusine. Umsóknareyðublað inn í akademíuna er aðgengilegt á vef Red Bull Music Academy og er umsóknarfresturinn 7. mars. Airwaves Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Íslenski tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem margir kannast við undir nafninu Auður, var fyrsti Íslendingurinn sem valinn var inn í Red Bull Music Academy. Um er að ræða margverðlaunaða akademíu sem heldur vinnustofur og námskeið á sviði tónlistar í borgum um allan heim. Hann var valinn inn í akademíuna í fyrra og segir hana hafa reynst sér vel. „Það eru ótrúlega margir sem sækja um þarna og það er líka ótrúlega flott fólk að koma út úr þessu eins og til dæmis Hudson Mohawke sem var aðalnúmerið á Sónar,“ segir Auðunn Lúthersson. Hann fór þó ekki út í akademíuna sem átti að fara fram í París eins og gert var ráð fyrir, vegna hræðilegra atburða sem áttu sér stað. „Daginn sem ég átti að fara út þá var gerð þessi hræðilega hryðjuverkaárás og þessu var frestað. Það var mjög skrítið og sorglegt ferli,“ segir Auðunn. Þó hann hafi ekki farið út segist hann finna fyrir því að vera kominn inn í það plögg sem fylgir akademíunni. Hann fer þó út til Montreal í haust, þar sem akademían fer fram í ár. „Ég er mjög spenntur að kynnast fólkinu þarna. Maður er að fara hitta fólk sem maður hefði aldrei kynnst á litla Íslandi. Það eru alltaf einhver local legends að kenna þarna og það er mikið af frábæru tónlistarfólki frá Kanada.” Vinnustofuhluti RBMA er haldinn árlega og stendur yfir í fimm vikur. Yfir 4.000 umsóknir berast en oftast eru valdir um 60 þátttakendur og fá þeir aðstöðu í húsi með stóru upptökustúdíói, fyrirlestrasal, útvarpsklefa og svefnherbergjum. Aðilar frá Red Bull Music Academy voru staddir á Íslandi fyrir skömmu í tengslum við Sónar-tónlistarhátíðina, þar sem þeir voru með sitt eigið svið ásamt því að útvarpa beint frá hátíðinni. Auðunn er staddur í Ósló þessa dagana þar sem hann kemur fram á tónlistarhátíðinni Bylarm en tónleika hans á hátíðinni má að hluta rekja til Red Bull akademíunnar. „Þetta gigg kemur í gegnum Red Bull og Airwaves en ég er að spila á Red Bull sviði hérna í Ósló. Þetta er ótrúlega flott hátíð og hérna er mikið af upprennandi artistum frá Skandinavíu.“ Auðunn er að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu um þessar mundir en það má segja að þessi væntanlega plata hafi komið honum inn í akademíuna „Ástæðan fyrir því að ég kemst inn í þennan skóla er að ég sendi inn demó af þessari plötur sem ég er að klára þessa dagana.“ Þekktir tónlistarmenn sem hafa útskrifast úr akademíunni eru Nina Kraviz, Flying Lotus, og Lusine. Umsóknareyðublað inn í akademíuna er aðgengilegt á vef Red Bull Music Academy og er umsóknarfresturinn 7. mars.
Airwaves Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira