Margir karlmenn ofmeðhöndlaðir Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 5. mars 2016 08:00 Lára Sigurðardóttir og Laufey Tryggvadóttir segja sífellt meiri framfarir í meðferð krabbameina kveikja mikla von. Fréttablaðið/Ernir Laufey Tryggvadóttir framkvæmdi rannsóknina ásamt syni sínum og vísindamönnum við Harvard. „Því miður má segja að verið sé að skera menn upp að óþörfu. Vandinn er sá að meirihluti karlmanna yfir fimmtugu er með sofandi krabbamein í blöðruhálskirtlinum. Þetta veit fólk ekki almennt því hugtakið sofandi mein er tiltölulega nýlegt í sambandi við krabbamein. Það kemur á óvart að raunveruleg krabbamein geti verið sofandi og þar af leiðandi meinlaus,“ segir Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor við læknadeild og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands.Stærstur hluti meina sefurVíða um heim hafa vísindamenn reynt að finna leiðir til að greina lífsógnandi krabbamein í blöðruhálskirtli frá þeim sem eru sofandi. Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbameinið hjá körlum. Um 80% þessara meina eru staðbundin og þá er gjarnan gripið til róttækrar meðferðar svo sem skurðaðgerðar. En stærstur hluti staðbundnu meinanna mun sofa í líkamanum án þess að valda skaða. Þar sem ekki eru enn til aðferðir til að greina þau frá þeim sem eru lífshættuleg eru margir karlmenn ofmeðhöndlaðir. Stór hluti karlmanna sem gangast undir aðgerð þarf að glíma við lífsgæðaskerðingu vegna alvarlegra aukaverkana sem koma til vegna viðkvæmrar staðsetningar kirtilsins. Dæmi um algengar aukaverkanir eru langvarandi þvagleki og risvandamál. Laufey hefur ásamt syni sínum Tryggva Þorgeirssyni og vísindamönnum frá Harvard birt niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem opnað er á nýja möguleika til að greina milli sofandi og lífsógnandi meina. „Sá sem fékk hugmyndina upphaflega var Tryggvi, sem er læknir og hefur lokið lýðheilsunámi frá Harvard-háskóla. Tryggvi fékk styrk til rannsóknarinnar frá krabbameinsfélaginu Framför sem var stofnað af Oddi Benediktssyni, en hann lést af völdum blöðruhálskirtilskrabbameins fyrir nokkrum árum og var afar kröftugur liðsmaður í baráttunni við krabbamein.“ Hugmyndin að nýju rannsókninni kviknaði í kjölfar niðurstaðna Krabbameinsfélagsins og Landspítalans sem birtust árið 2007. „Við sýndum í fyrsta sinn í heiminum fram á að mönnum sem eru með BRCA2 stökkbreytingu vegnar mun verr en öðrum körlum ef þeir fá krabbamein í blöðruhálskirtil. Fyrir þessa menn er mjög mikilvægt að fara frá tiltölulega ungum aldri í svokallaðar PSA-mælingar og fá róttæka meðferð ef þeir greinast, því þar er ekki um sofandi mein að ræða,“ útskýrir Laufey. „Þótt meirihluti karla fái sofandi mein virðist það vera sjaldgæft eða kannski ekki gerast ef þeir eru með stökkbreytt BRCA2 gen, en um 0,8% Íslendinga fæðast með stökkbreytinguna og framleiða þar af leiðandi minna af BRCA2 próteininu í vefjum sínum en gengur og gerist.“BRCA2 genið verndar okkurNýja rannsóknin byggir á þessari vitneskju þótt hún snúi að mönnum sem ekki eru með stökkbreytingu í BRCA2 geninu. „Hið merka BRCA2 prótein gegnir mikilvægu hlutverki við að vernda okkur gegn krabbameinum. Fyrst menn sem höfðu arfgenga tilhneigingu til að framleiða minna af því höfðu slæmar horfur, þá gekk nýja rannsóknin út á að kanna hvort breytileiki í magni próteinsins í vef nýgreindra sjúklinga gæti spáð fyrir um horfur. Það reyndist rétt vera, því magn og staðsetning próteinsins spáði fyrir um framgang sjúkdómsins hjá sjúklingum sem ekki voru með stökkbreytingu.“ Niðurstöðurnar opna fyrir möguleika á að nota mælingu á próteininu til að greina milli sofandi og lífsógnandi meina. „Nú erum við að undirbúa framhaldsrannsókn, til að fylgja niðurstöðunum eftir og auka forspárgildið, í samstarfi við vísindamenn á Landspítala og við Læknadeild Háskóla Íslands.“„Það á að líta á þetta sem óvin þessarar þjóðar númer eitt,“ segir Kári.Óréttlætanlegt að hafa ekki samband við allaKári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur barist fyrir því að fólk sem er með stökkbreytingu á BRCA2 geni verði látið vita af því í forvarnarskyni. „Ef þú ert karlmaður með þessa stökkbreytingu er þrisvar og hálfu sinni meiri líkur á því að þú fáir blöðruhálskirtilskrabbamein heldur en ef þú ert ekki með stökkbreytinguna,“ segir Kári. „Ef þú ert með stökkbreytinguna ertu sjö sinnum líklegri til að deyja af blöðruhálskirtilskrabbameini en ef þú ert ekki með hana. Ef þú ert með blöðruhálskirtilskrabbamein er tvisvar sinnum líklegra að þú deyir af því ef þú ert með stökkbreytinguna.“Barist í mörg ár„Ég er búinn að berjast fyrir því með kjafti og klóm í mörg ár að það sé haft samband við þá sem hafa stökkbreytinguna, konur og karla. Við sem samfélag höfum dregið fæturna þegar kemur að þessu. Konur sem eru með þessa stökkbreytingu eru þrisvar sinnum líklegri til þess að deyja fyrir sjötugt heldur en konur sem eru ekki með hana. Æviskeið þeirra styttist að meðaltali um 12 ár. Þær eru með 86% líkur á að fá banvænt krabbamein. Þetta er slíkur ógnvaldur við líf þessara kvenna að mér finnst það óréttlætanlegt að hafa ekki samband við alla sem við getum. Karlmenn sem eru með þessa stökkbreytingu, þeir eru með 70 og eitthvað prósent líkur á því að fá krabbamein almennt. Þeir eru með 36% líkur á að fá blöðruhálskirtilskrabbamein. Æviskeið þeirra styttist að meðaltali um um 7 ár,“ heldur Kári áfram.Eigum að elta fólkið uppi„Þannig mér finnst þessi stökkbreyting vera þess eðlis að það eigi að líta á þetta sem óvin þessarar þjóðar númer eitt. Við eigum að berjast fyrir því með því að elta uppi þetta fólk og gera það sem nauðsynlegt er til þess að minnka þá hættu sem að þessu fólki steðjar.“ Hann segir þá sem séu á móti þessu hafa sagt að fólk hafi rétt á því að vita ekki að það sé með stökkbreytinguna. „Ég er þeirrar skoðunar og allflestir, að þetta sé slík hætta að rétturinn til þess að vita ekki sé hjóm við hliðina á möguleikanum á að bjarga lífi. Ég er 100% viss um að það er ekki ein einasta kona sem hefur verið í þann veginn að deyja af brjóstakrabbameini af völdum þessarar stökkbreytingar, sem hefði ekki viljað vita það fyrir, þannig að eitthvað væri hægt að gera.“Þurfum hreinlega nýtt nafn yfir krabbameinLaufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor, og Lára Sigurðardóttir læknir, segja krabbamein gildishlaðið orð. Um sé að ræða um 200 mismunandi sjúkdóma sem hafi ólíkar lífshorfur. Álíka margir látist af völdum hjarta- og æðasjúkdóma, sem vekja þó ekki sama ótta.Laufey: „Það þarf eiginlega að búa til nýtt nafn á krabbamein. Orðið vekur svo mikinn ótta, en við erum alltaf að læra meira og meira um að krabbamein eru af svo margvíslegum toga. Oft er mjög mikilvægt að grípa strax inn í, en í öðrum tilvikum þarf ekki að gera það. Nýja málið með krabbamein er að sum þeirra eru ekkert hættuleg.“Lára: „Já, krabbamein er gildishlaðið orð. Eitt af okkar mikilvægu vopnum gegn krabbameinum er að þekkja eðli þeirra og skilja muninn á sofandi og lífsógnandi meinum, líkt og í rannsóknunum sem Laufey hefur verið að vinna að.“Laufey: „Við verðum að vita hvað við erum með í höndunum. Það eru til fjölmargar gerðir af krabbameinum og þau geta meira að segja verið ólík þótt þau séu í sama líffærinu. Til dæmis eru brjóstakrabbamein ólík innbyrðis og sama gildir um krabbamein í blöðruhálskirtli.“Lára: „Krabbamein eru samheiti yfir um 200 mismunandi sjúkdóma sem fylgja ólíkar lífshorfur. Tökum eistnakrabbamein sem dæmi. Þó svo að karlmaður sé með útbreiddan sjúkdóm þá er í flestum tilfellum hægt að lækna hann með lyfjameðferð en um 98% eru á lífi 5 árum frá greiningu. Svipaður árangur hefur náðst með hvítblæði. Ef við horfum aftur í tímann er ekki svo ýkja langt síðan flestir létust af völdum þessara sjúkdóma en nú læknast flestir. Þessar staðreyndir kveikja alltaf von um meiri framfarir í greiningu og meðferð krabbameina.“Laufey: „Annað dæmi um góðar horfur eru sortuæxli, en yfir 90% þeirra læknast. Það tengist því að þú getur séð þau flest með berum augum svo þau ná sjaldnar að vaxa lengi óáreitt, þau eru utan á þér og auðvelt að skera þau. Jafnvel þótt sortuæxli væri sofandi, væri ekkert að því að fjarlægja það því aðgerðin hefur hverfandi aukaverkanir svo ofmeðhöndlun er ekki vandamál þar. Við sjáum líka vísbendingar um lækkandi dánartíðni hjá unga fólkinu sem hefur verið duglegt að láta lækna fylgjast með fæðingarblettum sínum.“Lungnakrabbi erfiður viðfangs Lára: „Svo eru sum mein auðvitað erfiðari en önnur. Lungnakrabbamein er eitt af þeim sem er mjög erfitt viðfangs. Ein aðalástæðan er sú að það er oft búið að vaxa svo lengi áður en það fer að gefa einkenni því lungað er þannig líffæri að það er fátt sem þrengir að æxlinu. Talið er að meinið greinist ekki fyrr en um 15-20 árum eftir að það byrjar að vaxa í lunganu. En þar er samt að verða smá breyting því við erum farin að taka svo mikið af tölvusneiðmyndum í greiningarskyni. Þá er stundum verið að pikka upp mein áður en fólk er komið með einkenni. Þegar meinið finnst svona snemma eru lífshorfurnar allt aðrar.“Laufey: „Menn héldu að þetta væri eins með blöðruhálskirtilskrabbameinið, að eina málið væri að grípa það nógu snemma og fjarlægja það. Þá væri allt gott. En þarna rákumst við á vegg. Það er ekki þannig því meinin eru mörg sofandi. Þess vegna þurfum við aðferðir til að vita hvernig mein við erum með í höndunum. Þegar karlmenn fara og láta mæla hjá sér PSA þá er mjög líklegt að hjá þeim finnist sofandi mein vegna þess að yfir helmingur karlmanna yfir fimmtugt er með mein í blöðruhálskirtli. Það er bara svoleiðis.“Óheppni að meinið finnist Lára: „Ef karlmenn ná að verða nógu gamlir þá er mjög líklegt að mein finnist í einhverri mynd, oftast sofandi mein. Tölurnar eru þannig að um 80% karlmanna sem eru áttræðir og eldri eru með meinið.“Laufey: „Það má segja að krabbamein í blöðruhálskirtli sé eðlilegt ástand eldri manna. Það er því í meiri hluta tilvika óheppni að það finnist. Undantekningin er ef þú ert einn þeirra sem eru með lífsógnandi mein. Þá er mikilvægt að finna meinið snemma!“Lára: „En við þurfum að breyta viðhorfi okkar gagnvart krabbameinum. Það er mikilvægt til að vinna gegn ranghugmyndum. Það eru til dæmis álíka margir sem látast af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og krabbameina. Samt vekja hjartasjúkdómar ekki sama ótta.“Laufey: „Já, ég er sammála. Eftir að hafa kynnst alvarlegum hjartasjúkdómi hjá nánum ættingja þá veit ég að þar er ekki síður um erfiða sjúkdóma að ræða. En samt eru hugtök um hjartasjúkdóma ekki nærri jafn gildishlaðin og orðið krabbamein. Við þurfum að taka þessa dulúð af orðinu krabbamein.“Lára Sigurðardóttir rannsakaði tengsl melatóníns og krabbameins.Fréttablaðið/ErnirSlökkvum á raftækjum fyrir svefninn„Karlar sem mældust með lágt melatónín-gildi voru fjórfalt líklegri til að greinast með lífsógnandi blöðruhálskirtilskrabbamein í samanburði við þá sem voru með hátt melatónín-gildi,“ segir Lára Sigurðardóttir læknir. Hún var fyrsti höfundur að rannsókn um hvaða áhrif melatónín getur haft á blöðruhálskirtilskrabbamein. Karlar sem áttu við svefntruflun að stríða voru líklegri til að hafa lágt melatónín-gildi.Melatónín er hormón sem heilaköngullinn framleiðir í myrkri og aðallega að næturlagi. „Seytun melatóníns er mjög viðkvæm fyrir birtu og sérstaklega bláu ljósi, eins og snjalltæki og sjónvörp senda frá sér. Fleiri þættir geta minnkað framleiðsluna, t.d. beta-blokkerar sem eru lyf sem oft eru notuð við háum blóðþrýstingi. Tilraunarannsóknir á frumum og dýrum sýna að melatónín hemur krabbameinsvöxt. T.d. ef heilaköngullinn er fjarlægður úr músum þá byrja þær að mynda krabbamein en ef heilaköngullinn er græddur aftur í þær eða þeim gefið melatónín þá hægist á krabbameinsvextinum,“ segir Lára og mælir með því að fólk slökkvi á öllum skjáum og raftækjum að minnsta kosti klukkutíma áður en farið er að sofa. „Það er mjög einstaklingsbundið hvað við framleiðum mikið melatónín. En til að framleiða okkar náttúrulega magn af melatóníni þurfum við ekki einungis að sofa heldur sofa þegar okkur er það eðlislægt, það er, á næturnar. Lét fjarlægja brjóstin vegna BRCA1Leikkonan Angelina Jolie tilkynnti í grein í The New York Times árið 2013 að ótti hennar við krabbamein hefði orðið til þess að hún lét fjarlægja bæði brjóst sín. Um var að ræða fyrirbyggjandi aðgerð. Móðir Angelinu lést vegna brjóstakrabbameins og er leikkonan með sams konar stökkbreytingu í BRCA1 geni sínu. Stökkbreytingar í BRCA1 og BRCA2, sem um er rætt í samhengi við blöðruhálskirtilskrabbamein, hafa svipuð áhrif. Það er að segja, þau auka verulega líkur á brjósta- og eggjastokkakrabbameini. Stökkbreyting í BRCA2 eykur einnig líkurnar á blöðruhálskirtilskrabbameini, eins og fram hefur komið. Angelina, sem skrifaði um málið í The New York Times, sagði þessa staðreynd hafa ráðið úrslitum. „Móðir mín barðist við krabbamein í tæp tíu ár og dó 56 ára. Læknarnir mínir áætluðu að það væru 87 prósent líkur á því að ég fengi brjóstakrabbamein og 50 prósent líkur á því að ég fengi eggjastokkakrabbamein,“ skrifar Angelina í pistlinum. „Ég skrifa um þessa reynslu mína til að miðla því til annarra kvenna að þrátt fyrir að sú ákvörðun að láta fjarlægja brjóstin hafi ekki verið auðveld er ég afskaplega hamingjusöm með hana. Hættan á því að ég fái brjóstakrabbamein fór úr 87 prósentum í 5 prósent. Nú get ég sagt börnunum mínum að þau þurfi ekki að óttast það að ég fái brjóstakrabbamein.“ Aðgerðin, og eftirmeðferðin, tók þrjá mánuði. Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
Laufey Tryggvadóttir framkvæmdi rannsóknina ásamt syni sínum og vísindamönnum við Harvard. „Því miður má segja að verið sé að skera menn upp að óþörfu. Vandinn er sá að meirihluti karlmanna yfir fimmtugu er með sofandi krabbamein í blöðruhálskirtlinum. Þetta veit fólk ekki almennt því hugtakið sofandi mein er tiltölulega nýlegt í sambandi við krabbamein. Það kemur á óvart að raunveruleg krabbamein geti verið sofandi og þar af leiðandi meinlaus,“ segir Laufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor við læknadeild og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands.Stærstur hluti meina sefurVíða um heim hafa vísindamenn reynt að finna leiðir til að greina lífsógnandi krabbamein í blöðruhálskirtli frá þeim sem eru sofandi. Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbameinið hjá körlum. Um 80% þessara meina eru staðbundin og þá er gjarnan gripið til róttækrar meðferðar svo sem skurðaðgerðar. En stærstur hluti staðbundnu meinanna mun sofa í líkamanum án þess að valda skaða. Þar sem ekki eru enn til aðferðir til að greina þau frá þeim sem eru lífshættuleg eru margir karlmenn ofmeðhöndlaðir. Stór hluti karlmanna sem gangast undir aðgerð þarf að glíma við lífsgæðaskerðingu vegna alvarlegra aukaverkana sem koma til vegna viðkvæmrar staðsetningar kirtilsins. Dæmi um algengar aukaverkanir eru langvarandi þvagleki og risvandamál. Laufey hefur ásamt syni sínum Tryggva Þorgeirssyni og vísindamönnum frá Harvard birt niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem opnað er á nýja möguleika til að greina milli sofandi og lífsógnandi meina. „Sá sem fékk hugmyndina upphaflega var Tryggvi, sem er læknir og hefur lokið lýðheilsunámi frá Harvard-háskóla. Tryggvi fékk styrk til rannsóknarinnar frá krabbameinsfélaginu Framför sem var stofnað af Oddi Benediktssyni, en hann lést af völdum blöðruhálskirtilskrabbameins fyrir nokkrum árum og var afar kröftugur liðsmaður í baráttunni við krabbamein.“ Hugmyndin að nýju rannsókninni kviknaði í kjölfar niðurstaðna Krabbameinsfélagsins og Landspítalans sem birtust árið 2007. „Við sýndum í fyrsta sinn í heiminum fram á að mönnum sem eru með BRCA2 stökkbreytingu vegnar mun verr en öðrum körlum ef þeir fá krabbamein í blöðruhálskirtil. Fyrir þessa menn er mjög mikilvægt að fara frá tiltölulega ungum aldri í svokallaðar PSA-mælingar og fá róttæka meðferð ef þeir greinast, því þar er ekki um sofandi mein að ræða,“ útskýrir Laufey. „Þótt meirihluti karla fái sofandi mein virðist það vera sjaldgæft eða kannski ekki gerast ef þeir eru með stökkbreytt BRCA2 gen, en um 0,8% Íslendinga fæðast með stökkbreytinguna og framleiða þar af leiðandi minna af BRCA2 próteininu í vefjum sínum en gengur og gerist.“BRCA2 genið verndar okkurNýja rannsóknin byggir á þessari vitneskju þótt hún snúi að mönnum sem ekki eru með stökkbreytingu í BRCA2 geninu. „Hið merka BRCA2 prótein gegnir mikilvægu hlutverki við að vernda okkur gegn krabbameinum. Fyrst menn sem höfðu arfgenga tilhneigingu til að framleiða minna af því höfðu slæmar horfur, þá gekk nýja rannsóknin út á að kanna hvort breytileiki í magni próteinsins í vef nýgreindra sjúklinga gæti spáð fyrir um horfur. Það reyndist rétt vera, því magn og staðsetning próteinsins spáði fyrir um framgang sjúkdómsins hjá sjúklingum sem ekki voru með stökkbreytingu.“ Niðurstöðurnar opna fyrir möguleika á að nota mælingu á próteininu til að greina milli sofandi og lífsógnandi meina. „Nú erum við að undirbúa framhaldsrannsókn, til að fylgja niðurstöðunum eftir og auka forspárgildið, í samstarfi við vísindamenn á Landspítala og við Læknadeild Háskóla Íslands.“„Það á að líta á þetta sem óvin þessarar þjóðar númer eitt,“ segir Kári.Óréttlætanlegt að hafa ekki samband við allaKári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur barist fyrir því að fólk sem er með stökkbreytingu á BRCA2 geni verði látið vita af því í forvarnarskyni. „Ef þú ert karlmaður með þessa stökkbreytingu er þrisvar og hálfu sinni meiri líkur á því að þú fáir blöðruhálskirtilskrabbamein heldur en ef þú ert ekki með stökkbreytinguna,“ segir Kári. „Ef þú ert með stökkbreytinguna ertu sjö sinnum líklegri til að deyja af blöðruhálskirtilskrabbameini en ef þú ert ekki með hana. Ef þú ert með blöðruhálskirtilskrabbamein er tvisvar sinnum líklegra að þú deyir af því ef þú ert með stökkbreytinguna.“Barist í mörg ár„Ég er búinn að berjast fyrir því með kjafti og klóm í mörg ár að það sé haft samband við þá sem hafa stökkbreytinguna, konur og karla. Við sem samfélag höfum dregið fæturna þegar kemur að þessu. Konur sem eru með þessa stökkbreytingu eru þrisvar sinnum líklegri til þess að deyja fyrir sjötugt heldur en konur sem eru ekki með hana. Æviskeið þeirra styttist að meðaltali um 12 ár. Þær eru með 86% líkur á að fá banvænt krabbamein. Þetta er slíkur ógnvaldur við líf þessara kvenna að mér finnst það óréttlætanlegt að hafa ekki samband við alla sem við getum. Karlmenn sem eru með þessa stökkbreytingu, þeir eru með 70 og eitthvað prósent líkur á því að fá krabbamein almennt. Þeir eru með 36% líkur á að fá blöðruhálskirtilskrabbamein. Æviskeið þeirra styttist að meðaltali um um 7 ár,“ heldur Kári áfram.Eigum að elta fólkið uppi„Þannig mér finnst þessi stökkbreyting vera þess eðlis að það eigi að líta á þetta sem óvin þessarar þjóðar númer eitt. Við eigum að berjast fyrir því með því að elta uppi þetta fólk og gera það sem nauðsynlegt er til þess að minnka þá hættu sem að þessu fólki steðjar.“ Hann segir þá sem séu á móti þessu hafa sagt að fólk hafi rétt á því að vita ekki að það sé með stökkbreytinguna. „Ég er þeirrar skoðunar og allflestir, að þetta sé slík hætta að rétturinn til þess að vita ekki sé hjóm við hliðina á möguleikanum á að bjarga lífi. Ég er 100% viss um að það er ekki ein einasta kona sem hefur verið í þann veginn að deyja af brjóstakrabbameini af völdum þessarar stökkbreytingar, sem hefði ekki viljað vita það fyrir, þannig að eitthvað væri hægt að gera.“Þurfum hreinlega nýtt nafn yfir krabbameinLaufey Tryggvadóttir, klínískur prófessor, og Lára Sigurðardóttir læknir, segja krabbamein gildishlaðið orð. Um sé að ræða um 200 mismunandi sjúkdóma sem hafi ólíkar lífshorfur. Álíka margir látist af völdum hjarta- og æðasjúkdóma, sem vekja þó ekki sama ótta.Laufey: „Það þarf eiginlega að búa til nýtt nafn á krabbamein. Orðið vekur svo mikinn ótta, en við erum alltaf að læra meira og meira um að krabbamein eru af svo margvíslegum toga. Oft er mjög mikilvægt að grípa strax inn í, en í öðrum tilvikum þarf ekki að gera það. Nýja málið með krabbamein er að sum þeirra eru ekkert hættuleg.“Lára: „Já, krabbamein er gildishlaðið orð. Eitt af okkar mikilvægu vopnum gegn krabbameinum er að þekkja eðli þeirra og skilja muninn á sofandi og lífsógnandi meinum, líkt og í rannsóknunum sem Laufey hefur verið að vinna að.“Laufey: „Við verðum að vita hvað við erum með í höndunum. Það eru til fjölmargar gerðir af krabbameinum og þau geta meira að segja verið ólík þótt þau séu í sama líffærinu. Til dæmis eru brjóstakrabbamein ólík innbyrðis og sama gildir um krabbamein í blöðruhálskirtli.“Lára: „Krabbamein eru samheiti yfir um 200 mismunandi sjúkdóma sem fylgja ólíkar lífshorfur. Tökum eistnakrabbamein sem dæmi. Þó svo að karlmaður sé með útbreiddan sjúkdóm þá er í flestum tilfellum hægt að lækna hann með lyfjameðferð en um 98% eru á lífi 5 árum frá greiningu. Svipaður árangur hefur náðst með hvítblæði. Ef við horfum aftur í tímann er ekki svo ýkja langt síðan flestir létust af völdum þessara sjúkdóma en nú læknast flestir. Þessar staðreyndir kveikja alltaf von um meiri framfarir í greiningu og meðferð krabbameina.“Laufey: „Annað dæmi um góðar horfur eru sortuæxli, en yfir 90% þeirra læknast. Það tengist því að þú getur séð þau flest með berum augum svo þau ná sjaldnar að vaxa lengi óáreitt, þau eru utan á þér og auðvelt að skera þau. Jafnvel þótt sortuæxli væri sofandi, væri ekkert að því að fjarlægja það því aðgerðin hefur hverfandi aukaverkanir svo ofmeðhöndlun er ekki vandamál þar. Við sjáum líka vísbendingar um lækkandi dánartíðni hjá unga fólkinu sem hefur verið duglegt að láta lækna fylgjast með fæðingarblettum sínum.“Lungnakrabbi erfiður viðfangs Lára: „Svo eru sum mein auðvitað erfiðari en önnur. Lungnakrabbamein er eitt af þeim sem er mjög erfitt viðfangs. Ein aðalástæðan er sú að það er oft búið að vaxa svo lengi áður en það fer að gefa einkenni því lungað er þannig líffæri að það er fátt sem þrengir að æxlinu. Talið er að meinið greinist ekki fyrr en um 15-20 árum eftir að það byrjar að vaxa í lunganu. En þar er samt að verða smá breyting því við erum farin að taka svo mikið af tölvusneiðmyndum í greiningarskyni. Þá er stundum verið að pikka upp mein áður en fólk er komið með einkenni. Þegar meinið finnst svona snemma eru lífshorfurnar allt aðrar.“Laufey: „Menn héldu að þetta væri eins með blöðruhálskirtilskrabbameinið, að eina málið væri að grípa það nógu snemma og fjarlægja það. Þá væri allt gott. En þarna rákumst við á vegg. Það er ekki þannig því meinin eru mörg sofandi. Þess vegna þurfum við aðferðir til að vita hvernig mein við erum með í höndunum. Þegar karlmenn fara og láta mæla hjá sér PSA þá er mjög líklegt að hjá þeim finnist sofandi mein vegna þess að yfir helmingur karlmanna yfir fimmtugt er með mein í blöðruhálskirtli. Það er bara svoleiðis.“Óheppni að meinið finnist Lára: „Ef karlmenn ná að verða nógu gamlir þá er mjög líklegt að mein finnist í einhverri mynd, oftast sofandi mein. Tölurnar eru þannig að um 80% karlmanna sem eru áttræðir og eldri eru með meinið.“Laufey: „Það má segja að krabbamein í blöðruhálskirtli sé eðlilegt ástand eldri manna. Það er því í meiri hluta tilvika óheppni að það finnist. Undantekningin er ef þú ert einn þeirra sem eru með lífsógnandi mein. Þá er mikilvægt að finna meinið snemma!“Lára: „En við þurfum að breyta viðhorfi okkar gagnvart krabbameinum. Það er mikilvægt til að vinna gegn ranghugmyndum. Það eru til dæmis álíka margir sem látast af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og krabbameina. Samt vekja hjartasjúkdómar ekki sama ótta.“Laufey: „Já, ég er sammála. Eftir að hafa kynnst alvarlegum hjartasjúkdómi hjá nánum ættingja þá veit ég að þar er ekki síður um erfiða sjúkdóma að ræða. En samt eru hugtök um hjartasjúkdóma ekki nærri jafn gildishlaðin og orðið krabbamein. Við þurfum að taka þessa dulúð af orðinu krabbamein.“Lára Sigurðardóttir rannsakaði tengsl melatóníns og krabbameins.Fréttablaðið/ErnirSlökkvum á raftækjum fyrir svefninn„Karlar sem mældust með lágt melatónín-gildi voru fjórfalt líklegri til að greinast með lífsógnandi blöðruhálskirtilskrabbamein í samanburði við þá sem voru með hátt melatónín-gildi,“ segir Lára Sigurðardóttir læknir. Hún var fyrsti höfundur að rannsókn um hvaða áhrif melatónín getur haft á blöðruhálskirtilskrabbamein. Karlar sem áttu við svefntruflun að stríða voru líklegri til að hafa lágt melatónín-gildi.Melatónín er hormón sem heilaköngullinn framleiðir í myrkri og aðallega að næturlagi. „Seytun melatóníns er mjög viðkvæm fyrir birtu og sérstaklega bláu ljósi, eins og snjalltæki og sjónvörp senda frá sér. Fleiri þættir geta minnkað framleiðsluna, t.d. beta-blokkerar sem eru lyf sem oft eru notuð við háum blóðþrýstingi. Tilraunarannsóknir á frumum og dýrum sýna að melatónín hemur krabbameinsvöxt. T.d. ef heilaköngullinn er fjarlægður úr músum þá byrja þær að mynda krabbamein en ef heilaköngullinn er græddur aftur í þær eða þeim gefið melatónín þá hægist á krabbameinsvextinum,“ segir Lára og mælir með því að fólk slökkvi á öllum skjáum og raftækjum að minnsta kosti klukkutíma áður en farið er að sofa. „Það er mjög einstaklingsbundið hvað við framleiðum mikið melatónín. En til að framleiða okkar náttúrulega magn af melatóníni þurfum við ekki einungis að sofa heldur sofa þegar okkur er það eðlislægt, það er, á næturnar. Lét fjarlægja brjóstin vegna BRCA1Leikkonan Angelina Jolie tilkynnti í grein í The New York Times árið 2013 að ótti hennar við krabbamein hefði orðið til þess að hún lét fjarlægja bæði brjóst sín. Um var að ræða fyrirbyggjandi aðgerð. Móðir Angelinu lést vegna brjóstakrabbameins og er leikkonan með sams konar stökkbreytingu í BRCA1 geni sínu. Stökkbreytingar í BRCA1 og BRCA2, sem um er rætt í samhengi við blöðruhálskirtilskrabbamein, hafa svipuð áhrif. Það er að segja, þau auka verulega líkur á brjósta- og eggjastokkakrabbameini. Stökkbreyting í BRCA2 eykur einnig líkurnar á blöðruhálskirtilskrabbameini, eins og fram hefur komið. Angelina, sem skrifaði um málið í The New York Times, sagði þessa staðreynd hafa ráðið úrslitum. „Móðir mín barðist við krabbamein í tæp tíu ár og dó 56 ára. Læknarnir mínir áætluðu að það væru 87 prósent líkur á því að ég fengi brjóstakrabbamein og 50 prósent líkur á því að ég fengi eggjastokkakrabbamein,“ skrifar Angelina í pistlinum. „Ég skrifa um þessa reynslu mína til að miðla því til annarra kvenna að þrátt fyrir að sú ákvörðun að láta fjarlægja brjóstin hafi ekki verið auðveld er ég afskaplega hamingjusöm með hana. Hættan á því að ég fái brjóstakrabbamein fór úr 87 prósentum í 5 prósent. Nú get ég sagt börnunum mínum að þau þurfi ekki að óttast það að ég fái brjóstakrabbamein.“ Aðgerðin, og eftirmeðferðin, tók þrjá mánuði.
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira