Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur helstu fyrirmyndirnar Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. mars 2016 09:00 Róbert Laxdal verður átján ára innan skamms og er með tvær nýjar plötur í smíðum. Kötturinn hans sem heitir Keli læðist hér inn á myndina. Vísir/Stefán Róbert Laxdal er sautján ára gamall rappari sem sendi í desember síðastliðnum frá sér sína fyrstu plötu og ber hún nafnið Púsluspil. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á rappi en segir jafnframt að móðir sín, Ingibjörg Ferdinandsdóttir, eigi sinn þátt í að kveikja áhugann á rappi. „Já, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á rappi. Mamma mín er líka oft að segja mér frá því, þegar ég var í maganum á henni, þá var hún mikið að hlusta á Snoop Dogg og Eminem og eitthvað svoleiðis, þannig að hún vill meina að hún hafi haft einhver áhrif á þetta,“ segir Róbert spurður út í rappáhugann. „Ég myndi líka segja að hún væri líklega helsti aðdáandi minn og sú sem sýnir þessu mestan áhuga,“ bætir Róbert við.Semur textana sjálfur Platan kom út á streymissíðunni SoundCloud, þar sem hægt er að hlusta á hana frítt. Hann semur alla textana á plötunni sjálfur en fékk þó smá aðstoð við gerð plötunnar, meðal annars frá félaga sínum, Arnóri Breka, en saman unnu þeir Rímnaflæði árið 2013. „Arnór á einhverja fjóra takta á plötunni og eitthvað í nokkrum textum. Svo er ég líka með aðra takta sem ég hef meðal annars keypt á netinu en þetta er náttúrulega bara frí plata þannig að ég er ekki að græða neitt á þessu. Ég gef Arnóri mikið kredit því hann mixaði líka plötuna,“ útskýrir Róbert. Tónlistarmaðurinn Valgeir Skagfjörð masteraði plötuna en Valgeir er fyrrverandi píanókennari Róberts. „Við kynntumst þegar ég var að læra á píanó hjá honum. Svo missti ég áhugann á píanóinu en hélt alltaf sambandi við hann. Hann bauðst svo til að mastera stök lög fyrir mig og á endanum masteraði hann alla plötuna.“Draumur að rappa með Emmsjé Gauta Róbert á sér nokkra uppáhaldsrappara og segir að Kanye West og Pharrell séu hans helstu áhrifavaldar en á hann sér einhverja uppáhaldsrappara hér á landi? „Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur eru í uppáhaldi í rappinu en almennt, þá finnst mér Ásgeir Trausti vera rosalega góður, ég myndi segja að platan hans væri uppáhaldi hjá mér núna.“ „Já, það væri alveg geðveikt,“ segir Róbert léttur í lundu, spurður út í hvort hann dreymi um að rappa með sínum uppáhaldsröppurum, Emmsjé Gauta og Úlfi Úlfi. Róbert er úr Mosfellsbænum, sem hefur jú alið af sér kanónur í íslensku rappsenunni eins og Dóra DNA og Steinda Jr, og stundar nám við Verzlunarskóla Íslands og er þar á öðru ári. Hann segist taka lítið eftir rappsenunni í Verzló en hefur áhuga á að vinna í tónlist með öðrum. „Ég tek lítið eftir því sem er að gerast í rappinu í Verzló en ég hef sjúklegan mikinn áhuga á að kynnast fólki sem er að gera tónlist og er á svipuðum aldri og ég,“ segir Róbert.Kominn með efni í nýja plötu Róbert leggur mikið í sköpun sína og vann til að mynda að sinni fyrstu plötu í næstum heilt ár. „Ég byrjaði að vinna í plötunni í janúar og hún kom út í desember, þannig að það fór alveg heilt ár í hana. Mér finnst að tónlistarmenn verði að hafa trú á sjálfum sér og því sem þeir eru að gera og alls ekki búa til einhverja ákveðna tegund af tónlist bara svo fólki líki við þá og hlusti á þá. Mér finnst að tónlistarmenn eigi að búa til tónlist sem þeim þykir vera best og helst leggja mikla vinnu í það sem þeir eru að gera,“ útskýrir Róbert. Um þessar mundir er hann að vinna að tveimur plötum, önnur verður á íslensku og hin á ensku. „Ég er næstum því alveg tilbúinn með nýja plötu. Ég er meira að segja líka að vinna í annarri plötu með félaga mínum, Davíð Fannari, en hún verður á ensku.“ Hann segir þó að hann eigi auðveldara með að skrifa texta á íslensku heldur en ensku. „Ég get skrifað eitt lag á íslensku á mjög stuttum tíma en þegar ég skrifa á ensku þarf ég að leggja meiri vinnu og tíma í þetta.“ Róbert veit ekki alveg hvenær næsta plata kemur út en gerir ráð fyrir að það verði á árinu. Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Róbert Laxdal er sautján ára gamall rappari sem sendi í desember síðastliðnum frá sér sína fyrstu plötu og ber hún nafnið Púsluspil. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á rappi en segir jafnframt að móðir sín, Ingibjörg Ferdinandsdóttir, eigi sinn þátt í að kveikja áhugann á rappi. „Já, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á rappi. Mamma mín er líka oft að segja mér frá því, þegar ég var í maganum á henni, þá var hún mikið að hlusta á Snoop Dogg og Eminem og eitthvað svoleiðis, þannig að hún vill meina að hún hafi haft einhver áhrif á þetta,“ segir Róbert spurður út í rappáhugann. „Ég myndi líka segja að hún væri líklega helsti aðdáandi minn og sú sem sýnir þessu mestan áhuga,“ bætir Róbert við.Semur textana sjálfur Platan kom út á streymissíðunni SoundCloud, þar sem hægt er að hlusta á hana frítt. Hann semur alla textana á plötunni sjálfur en fékk þó smá aðstoð við gerð plötunnar, meðal annars frá félaga sínum, Arnóri Breka, en saman unnu þeir Rímnaflæði árið 2013. „Arnór á einhverja fjóra takta á plötunni og eitthvað í nokkrum textum. Svo er ég líka með aðra takta sem ég hef meðal annars keypt á netinu en þetta er náttúrulega bara frí plata þannig að ég er ekki að græða neitt á þessu. Ég gef Arnóri mikið kredit því hann mixaði líka plötuna,“ útskýrir Róbert. Tónlistarmaðurinn Valgeir Skagfjörð masteraði plötuna en Valgeir er fyrrverandi píanókennari Róberts. „Við kynntumst þegar ég var að læra á píanó hjá honum. Svo missti ég áhugann á píanóinu en hélt alltaf sambandi við hann. Hann bauðst svo til að mastera stök lög fyrir mig og á endanum masteraði hann alla plötuna.“Draumur að rappa með Emmsjé Gauta Róbert á sér nokkra uppáhaldsrappara og segir að Kanye West og Pharrell séu hans helstu áhrifavaldar en á hann sér einhverja uppáhaldsrappara hér á landi? „Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur eru í uppáhaldi í rappinu en almennt, þá finnst mér Ásgeir Trausti vera rosalega góður, ég myndi segja að platan hans væri uppáhaldi hjá mér núna.“ „Já, það væri alveg geðveikt,“ segir Róbert léttur í lundu, spurður út í hvort hann dreymi um að rappa með sínum uppáhaldsröppurum, Emmsjé Gauta og Úlfi Úlfi. Róbert er úr Mosfellsbænum, sem hefur jú alið af sér kanónur í íslensku rappsenunni eins og Dóra DNA og Steinda Jr, og stundar nám við Verzlunarskóla Íslands og er þar á öðru ári. Hann segist taka lítið eftir rappsenunni í Verzló en hefur áhuga á að vinna í tónlist með öðrum. „Ég tek lítið eftir því sem er að gerast í rappinu í Verzló en ég hef sjúklegan mikinn áhuga á að kynnast fólki sem er að gera tónlist og er á svipuðum aldri og ég,“ segir Róbert.Kominn með efni í nýja plötu Róbert leggur mikið í sköpun sína og vann til að mynda að sinni fyrstu plötu í næstum heilt ár. „Ég byrjaði að vinna í plötunni í janúar og hún kom út í desember, þannig að það fór alveg heilt ár í hana. Mér finnst að tónlistarmenn verði að hafa trú á sjálfum sér og því sem þeir eru að gera og alls ekki búa til einhverja ákveðna tegund af tónlist bara svo fólki líki við þá og hlusti á þá. Mér finnst að tónlistarmenn eigi að búa til tónlist sem þeim þykir vera best og helst leggja mikla vinnu í það sem þeir eru að gera,“ útskýrir Róbert. Um þessar mundir er hann að vinna að tveimur plötum, önnur verður á íslensku og hin á ensku. „Ég er næstum því alveg tilbúinn með nýja plötu. Ég er meira að segja líka að vinna í annarri plötu með félaga mínum, Davíð Fannari, en hún verður á ensku.“ Hann segir þó að hann eigi auðveldara með að skrifa texta á íslensku heldur en ensku. „Ég get skrifað eitt lag á íslensku á mjög stuttum tíma en þegar ég skrifa á ensku þarf ég að leggja meiri vinnu og tíma í þetta.“ Róbert veit ekki alveg hvenær næsta plata kemur út en gerir ráð fyrir að það verði á árinu.
Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“