Kennarakarakter Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2016 07:00 Þegar ég var fjórtán ára var mér hent út úr tíma fyrir að rífa kjaft. Bókstaflega fleygt út úr kennslustofunni. Kennarinn náði taki á jakkakraganum og buxnastrengnum. Svo lyfti hann 150 sentimetrunum á loft, opnaði dyrnar með öðrum fætinum og henti mér fram á þröngan ganginn. Ég lenti á veggnum. Ég meiddi mig ekki en stoltið var sært. Það hafði verið þaggað niður í hroku litlu. Þetta var fyrir tíma mentors og hundrað tölvupósta á dag frá kennurum til foreldra. Mamma fékk enga hegðunarskýrslu en ég valdi sjálf að tuða yfir þessu við kvöldverðarborðið. Mamma sagði að ég þyrfti að hætta að vera svona óþolandi. Þar með var málið útrætt. Þessi kennari hafði mikil áhrif á mig. Hann leyfði sér að vera manneskja í starfi sínu. Með tilfinningar, karakter og breyskleika. Hann skipti skapi og var sannarlega stundum ósanngjarn, eins og við hin. En líka ferlega skemmtilegur, eins og við hin. Honum ofbauð og við gátum sært hann. Og hann varð brjálaður og við skömmuðumst okkar. En við glöddum hann líka og ég veit að honum þótti raunverulega vænt um okkur. Mér fannst hann alvöru og ég bar mikla virðingu fyrir honum. Við lestur fréttar um foreldri sem íhugar að kæra kennara fyrir vanrækslu því barnið hans snerti gúmmíkurl á skólatíma, varð mér hugsað til gamla kennarans míns (og reyndar líka til þess þegar við vorum send út að tína sígarettustubba.) Kennarastarfið hefur breyst mikið á stuttum tíma. Kennarar eru undir foreldrasmásjá í formi endalausra samskipta. Þeir kenna börnum sem hafa alist upp við að þau eigi alltaf rétt á skoðunum og megi alltaf tjá þær – og í mörgum tilfellum hafi alltaf rétt fyrir sér. Ungæðisleg réttlætiskennd undir ofverndun ofurforeldra. Leiðin til að vinna við slík skilyrði hlýtur að vera skapgelding og karaktersneyðing. Ég myndi alla daga frekar vilja klessa á vegg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun
Þegar ég var fjórtán ára var mér hent út úr tíma fyrir að rífa kjaft. Bókstaflega fleygt út úr kennslustofunni. Kennarinn náði taki á jakkakraganum og buxnastrengnum. Svo lyfti hann 150 sentimetrunum á loft, opnaði dyrnar með öðrum fætinum og henti mér fram á þröngan ganginn. Ég lenti á veggnum. Ég meiddi mig ekki en stoltið var sært. Það hafði verið þaggað niður í hroku litlu. Þetta var fyrir tíma mentors og hundrað tölvupósta á dag frá kennurum til foreldra. Mamma fékk enga hegðunarskýrslu en ég valdi sjálf að tuða yfir þessu við kvöldverðarborðið. Mamma sagði að ég þyrfti að hætta að vera svona óþolandi. Þar með var málið útrætt. Þessi kennari hafði mikil áhrif á mig. Hann leyfði sér að vera manneskja í starfi sínu. Með tilfinningar, karakter og breyskleika. Hann skipti skapi og var sannarlega stundum ósanngjarn, eins og við hin. En líka ferlega skemmtilegur, eins og við hin. Honum ofbauð og við gátum sært hann. Og hann varð brjálaður og við skömmuðumst okkar. En við glöddum hann líka og ég veit að honum þótti raunverulega vænt um okkur. Mér fannst hann alvöru og ég bar mikla virðingu fyrir honum. Við lestur fréttar um foreldri sem íhugar að kæra kennara fyrir vanrækslu því barnið hans snerti gúmmíkurl á skólatíma, varð mér hugsað til gamla kennarans míns (og reyndar líka til þess þegar við vorum send út að tína sígarettustubba.) Kennarastarfið hefur breyst mikið á stuttum tíma. Kennarar eru undir foreldrasmásjá í formi endalausra samskipta. Þeir kenna börnum sem hafa alist upp við að þau eigi alltaf rétt á skoðunum og megi alltaf tjá þær – og í mörgum tilfellum hafi alltaf rétt fyrir sér. Ungæðisleg réttlætiskennd undir ofverndun ofurforeldra. Leiðin til að vinna við slík skilyrði hlýtur að vera skapgelding og karaktersneyðing. Ég myndi alla daga frekar vilja klessa á vegg.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun