Fólkið á Sónar: „Þú verður að vera ákveðin við íslensku víkingana“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. febrúar 2016 16:41 Rajah, Farrah, Tim og Oscar á Sónar. „Þú verður að vera ákveðin við íslensku víkingana. Þeir eru ekkert alltof fyndnir og eru heldur ekki vanir því að þurfa að ganga lengi á eftir stelpum.“ Á þennan veg hljóðuðu leiðbeiningar sem Farrah Jarral fékk sendar frá vinkonu sinni fyrir dvöl hennar á Íslandi en vinkonan bjó hér í þrjú ár. Farrah er einn fjölmargra erlendra gesta sem er hér á landi í tengslum við Sónar tónlistarhátíðina sem lýkur í kvöld. Farrah er frá London og er hér á landi ásamt þremur vinum sínum. Með í för er parið Oscar Runeland og Tim Barber en einnig Rajah Roy. Hópurinn kom hingað til lands síðasta sunnudag og fer af landi brott á morgun. „Okkur vantaði í raun bara afsökun til að koma til Íslands,“ segir Oscar. „Kærastann minn langaði mjög að sjá norðurljósin og mig mjög að heyra tónlistina.“ Vinirnir skoðuðu norðurhluta landsins í þeirri von að rekast á norðurljós en ofsaveður vikunnar setti strik í reikninginn. „Við gerðum ekki ráð fyrir slæma veðrinu. Við ætluðum til að mynda að fara í jarðböðin við Mývatn en það var of hvasst til að þau gætu haft opið,“ segir Farrah sem kom hingað bæði til að skoða landið og heyra tónlistina. „Ég hef oft farið á Sónar í Barcelona og datt í hug að það gæti verið gaman að skoða hátíðina í annarri borg.“Kíkja aftur á öðrum árstíma Tim, kærasti Oscars, var ekkert alltof svekktur yfir því að sjá ekki norðurljósin fyrir skýjunum. „Landið ykkar er svo fallegt að þau þurfti ekki. Þeim hefði í raun verið ofaukið. Fólk er alltaf að segja þér að Ísland sé svo fallegt en þú áttar þig ekki á því fyrr en þú kemur þangað sjálfur. Svo heyrir maður einnig að það sé svo smátt en samt sem áður er öll þessi víðátta og maður gleymir smæðinni.“ Aðspurð segja þau að það sé líklegt að þau komi hingað aftur enda Ísland aðeins í þriggja tíma fjarlægð frá London. „Við komum þá líklega að sumri til þegar það er hlýrra, grænna og staðir eru opnir,“ segir Oscar en á ferð sinni um Norðurland lentu þau nokrum sinnum í að koma að lokuðum dyrum vegna vetraropnunartíma. „Mig langar endilega að hitta Íslendinga og spjalla aðeins við þá en þeir virðast aðallega vilja tala við mann þegar þeir eru í glasi. Sem er synd. Það væri gaman að geta rætt aðeins saman edrú,“ segir Farrah. Hvað hátíðina varðar segir Farrah að hún hafi ekki náð að kynna sér íslensku hljómsveitirnar. Hana langar að sjá Floating Points og Dorian Concept og einnig kíkja á íslenskar sveitir sem hún kannast ekki við. „Ég ætla ekki að missa af Kiasmos og svo ætlum við líka að kíkja og fá okkur franskar hjá Ólafi Arnalds á Reykjavík Chips,“ segir Oscar. Sónar hátíðinni lýkur í kvöld. Sónar Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Felix kveður Eurovision Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Sjá meira
„Þú verður að vera ákveðin við íslensku víkingana. Þeir eru ekkert alltof fyndnir og eru heldur ekki vanir því að þurfa að ganga lengi á eftir stelpum.“ Á þennan veg hljóðuðu leiðbeiningar sem Farrah Jarral fékk sendar frá vinkonu sinni fyrir dvöl hennar á Íslandi en vinkonan bjó hér í þrjú ár. Farrah er einn fjölmargra erlendra gesta sem er hér á landi í tengslum við Sónar tónlistarhátíðina sem lýkur í kvöld. Farrah er frá London og er hér á landi ásamt þremur vinum sínum. Með í för er parið Oscar Runeland og Tim Barber en einnig Rajah Roy. Hópurinn kom hingað til lands síðasta sunnudag og fer af landi brott á morgun. „Okkur vantaði í raun bara afsökun til að koma til Íslands,“ segir Oscar. „Kærastann minn langaði mjög að sjá norðurljósin og mig mjög að heyra tónlistina.“ Vinirnir skoðuðu norðurhluta landsins í þeirri von að rekast á norðurljós en ofsaveður vikunnar setti strik í reikninginn. „Við gerðum ekki ráð fyrir slæma veðrinu. Við ætluðum til að mynda að fara í jarðböðin við Mývatn en það var of hvasst til að þau gætu haft opið,“ segir Farrah sem kom hingað bæði til að skoða landið og heyra tónlistina. „Ég hef oft farið á Sónar í Barcelona og datt í hug að það gæti verið gaman að skoða hátíðina í annarri borg.“Kíkja aftur á öðrum árstíma Tim, kærasti Oscars, var ekkert alltof svekktur yfir því að sjá ekki norðurljósin fyrir skýjunum. „Landið ykkar er svo fallegt að þau þurfti ekki. Þeim hefði í raun verið ofaukið. Fólk er alltaf að segja þér að Ísland sé svo fallegt en þú áttar þig ekki á því fyrr en þú kemur þangað sjálfur. Svo heyrir maður einnig að það sé svo smátt en samt sem áður er öll þessi víðátta og maður gleymir smæðinni.“ Aðspurð segja þau að það sé líklegt að þau komi hingað aftur enda Ísland aðeins í þriggja tíma fjarlægð frá London. „Við komum þá líklega að sumri til þegar það er hlýrra, grænna og staðir eru opnir,“ segir Oscar en á ferð sinni um Norðurland lentu þau nokrum sinnum í að koma að lokuðum dyrum vegna vetraropnunartíma. „Mig langar endilega að hitta Íslendinga og spjalla aðeins við þá en þeir virðast aðallega vilja tala við mann þegar þeir eru í glasi. Sem er synd. Það væri gaman að geta rætt aðeins saman edrú,“ segir Farrah. Hvað hátíðina varðar segir Farrah að hún hafi ekki náð að kynna sér íslensku hljómsveitirnar. Hana langar að sjá Floating Points og Dorian Concept og einnig kíkja á íslenskar sveitir sem hún kannast ekki við. „Ég ætla ekki að missa af Kiasmos og svo ætlum við líka að kíkja og fá okkur franskar hjá Ólafi Arnalds á Reykjavík Chips,“ segir Oscar. Sónar hátíðinni lýkur í kvöld.
Sónar Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Felix kveður Eurovision Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Sjá meira