Fjórða sætið Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. febrúar 2016 07:00 Ísland er fjórða besta land í heimi samkvæmt Social Progress Index, vísitölu sem mælir innviði þjóða. Vísitalan segir til um mat á samfélagslegum innviðum þar sem eingöngu er tekið tillit til samfélagslegra þátta en ekki hagrænna. Vísitalan er byggð á þremur stólpum. Mannlegum þörfum eins og aðgengi að næringu og heilbrigðisþjónustu, menntun og félagslegum og borgaralegum réttindum. Það er athyglisvert að Ísland og þau þrjú þjóðríki sem eru framar Íslendingum á listanum eiga að minnsta kosti eitt sameiginlegt. Öll þessi ríki reka sjálfstæða peningastefnu og styðjast við eigin gjaldmiðil. Noregur er efst, næst Svíþjóð, Sviss og loks Ísland í fjórða sæti. Þeir sem reikna út vísitöluna eru snöggir að benda á að hún taki ekki til hagrænna þátta og því eigi ekki að draga of miklar ályktanir um peningamál þegar vísitalan er annars vegar. Þessi staðreynd er engu að síður mjög athyglisverð. SPI er betri en aðrar vísitölur sem mæla hamingju, árangur og velsæld þjóða því hún tekur miklu fleiri breytur inn í mælingarnar. Vísitalan er byggð að miklu leyti á grunni rannsókna bandaríska nóbelsverðlaunahafans Joseph Stiglitz. Bandaríkin eru í sextánda sæti á meðan Norðurlöndin eru öll á topp tíu. Bandaríkin eru ekki sérstaklega gott land þegar kemur að jöfnum tækifærum og réttindum enda er félagslegur hreyfanleiki mjög lítill þar. Fólk er fast í viðjum stéttaskiptingar og einstaklingar úr minnihlutahópum eiga erfitt uppdráttar. Framfarir í tækni- og læknavísindum eru hvergi meiri en í Bandaríkjunum en Bandaríkin eru líka eitt kapítalískasta þjóðríki heims og ójöfnuður er óvíða meiri en þar. Ísland er hins vegar 330 þúsund manna samfélag á eyju í Norður-Atlantshafi. Í raun tilraunastofa fyrir hugmyndir með það fyrir augum að tryggja velsæld sem flestra. Einhver gæti sagt að ójöfnuðurinn og grimmdin sé gjaldið sem Bandaríkin greiða fyrir að verða fremst á ákveðnum sviðum. Ísland getur tryggt velsæld, eða að minnsta kosti mannsæmandi lífskjör, fyrir langflesta ef ekki alla. Við skulum aldrei gleyma af hvaða rótum samfélag okkar er sprottið. Strax í íslenska þjóðveldinu voru hrepparnir einingar samtryggingar fyrir þá sem urðu fyrir fjárhagslegum eða félagslegum áföllum í samfélaginu. Á sama tíma var Alþingi samkomustaður frjálsra manna. Það er þessi kokteill, blanda samtryggingar og frelsis, sem er forsenda fyrir efnahagslegri velsæld íslensku þjóðarinnar. Ástæða þess að við erum fjórða besta land í heimi er meðal annars sú að okkar samfélag er samfélag hinna jöfnu tækifæra. Við skorum hins vegar lágt í SPI vísitölunni þegar kemur að aðgengi að eigin húsnæði og í trúmálum. Síðari liðurinn skiptir varla máli því stór hluti þjóðarinnar er „sofandi lútherstrúar“ og ríkið skuldar kirkjunni peninga. En við verðum að gera betur í húsnæðismálum. Frumskógarlögmálið ræður ríkjum á íslenskum leigumarkaði og vaxtakjör á íbúðalánum eru óforsvaranleg. Það getur ekki talist eðlilegt að greiða 7-8,4% í vexti af óverðtryggðum íbúðalánum á meðan vaxtakjörin á slíkum lánum eru 1-2% á hinum Norðurlöndunum. Það verður heldur aldrei sátt um peningastefnuna fyrr en vaxtakjörin lagast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Ísland er fjórða besta land í heimi samkvæmt Social Progress Index, vísitölu sem mælir innviði þjóða. Vísitalan segir til um mat á samfélagslegum innviðum þar sem eingöngu er tekið tillit til samfélagslegra þátta en ekki hagrænna. Vísitalan er byggð á þremur stólpum. Mannlegum þörfum eins og aðgengi að næringu og heilbrigðisþjónustu, menntun og félagslegum og borgaralegum réttindum. Það er athyglisvert að Ísland og þau þrjú þjóðríki sem eru framar Íslendingum á listanum eiga að minnsta kosti eitt sameiginlegt. Öll þessi ríki reka sjálfstæða peningastefnu og styðjast við eigin gjaldmiðil. Noregur er efst, næst Svíþjóð, Sviss og loks Ísland í fjórða sæti. Þeir sem reikna út vísitöluna eru snöggir að benda á að hún taki ekki til hagrænna þátta og því eigi ekki að draga of miklar ályktanir um peningamál þegar vísitalan er annars vegar. Þessi staðreynd er engu að síður mjög athyglisverð. SPI er betri en aðrar vísitölur sem mæla hamingju, árangur og velsæld þjóða því hún tekur miklu fleiri breytur inn í mælingarnar. Vísitalan er byggð að miklu leyti á grunni rannsókna bandaríska nóbelsverðlaunahafans Joseph Stiglitz. Bandaríkin eru í sextánda sæti á meðan Norðurlöndin eru öll á topp tíu. Bandaríkin eru ekki sérstaklega gott land þegar kemur að jöfnum tækifærum og réttindum enda er félagslegur hreyfanleiki mjög lítill þar. Fólk er fast í viðjum stéttaskiptingar og einstaklingar úr minnihlutahópum eiga erfitt uppdráttar. Framfarir í tækni- og læknavísindum eru hvergi meiri en í Bandaríkjunum en Bandaríkin eru líka eitt kapítalískasta þjóðríki heims og ójöfnuður er óvíða meiri en þar. Ísland er hins vegar 330 þúsund manna samfélag á eyju í Norður-Atlantshafi. Í raun tilraunastofa fyrir hugmyndir með það fyrir augum að tryggja velsæld sem flestra. Einhver gæti sagt að ójöfnuðurinn og grimmdin sé gjaldið sem Bandaríkin greiða fyrir að verða fremst á ákveðnum sviðum. Ísland getur tryggt velsæld, eða að minnsta kosti mannsæmandi lífskjör, fyrir langflesta ef ekki alla. Við skulum aldrei gleyma af hvaða rótum samfélag okkar er sprottið. Strax í íslenska þjóðveldinu voru hrepparnir einingar samtryggingar fyrir þá sem urðu fyrir fjárhagslegum eða félagslegum áföllum í samfélaginu. Á sama tíma var Alþingi samkomustaður frjálsra manna. Það er þessi kokteill, blanda samtryggingar og frelsis, sem er forsenda fyrir efnahagslegri velsæld íslensku þjóðarinnar. Ástæða þess að við erum fjórða besta land í heimi er meðal annars sú að okkar samfélag er samfélag hinna jöfnu tækifæra. Við skorum hins vegar lágt í SPI vísitölunni þegar kemur að aðgengi að eigin húsnæði og í trúmálum. Síðari liðurinn skiptir varla máli því stór hluti þjóðarinnar er „sofandi lútherstrúar“ og ríkið skuldar kirkjunni peninga. En við verðum að gera betur í húsnæðismálum. Frumskógarlögmálið ræður ríkjum á íslenskum leigumarkaði og vaxtakjör á íbúðalánum eru óforsvaranleg. Það getur ekki talist eðlilegt að greiða 7-8,4% í vexti af óverðtryggðum íbúðalánum á meðan vaxtakjörin á slíkum lánum eru 1-2% á hinum Norðurlöndunum. Það verður heldur aldrei sátt um peningastefnuna fyrr en vaxtakjörin lagast.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun