Tónkvíslin í beinni á Vísi og Bravó Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2016 11:30 Það má búast við mikilli stemningu annað kvöld. vísir Annað kvöld fer fram söngkeppnin Tónkvíslin sem hefur verið haldin af Nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum allt frá árinu 2006. Keppnin verður í beinni útsendingu á Bravó og Vísi og hefst hún klukkan 19:30. Þetta er í ellefta skipti sem keppnin er haldin en í fyrra var keppnin í fyrsta skipti í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Bravó og mun hún vera það líka í ár. Keppnin er haldin í íþróttahúsinu við Framhaldsskólann, í Reykjadal. Keppninni er skipt upp í tvo flokka, annars vegar eru það keppendur úr Framhaldsskólanum og hins vegar keppendur úr grunnskólum næsta nágrennis, allt frá Vaðlaheiði austur að Vopnafirði. 8 grunnskólum er boðið að taka þátt en þetta árið taka nemendur úr Borgarhólsskóla, Stórutjarnaskóla, Þingeyjarskóla og Öxarfjarðarskóla þátt. Þetta árið eru 16 keppnisatriði, 8 úr Framhaldsskólanum, 8 úr Grunnskólunum, ásamt einu atriði frá kennurunum sem fær að taka þátt í símkosningu. Dómnefnd velur 3 bestu atriðin úr hvorum flokki og áhorfendur velja svo vinsælasta atriðið úr hvorum flokki með símkosningu. Í ár sitja Þorvaldur Bjarni, Stefán Jakobsson og Bylgja Steingrímsdóttir í dómnefnd og sérstakur gestur kvöldsins er enginn annar en Eyþór Ingi. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Annað kvöld fer fram söngkeppnin Tónkvíslin sem hefur verið haldin af Nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum allt frá árinu 2006. Keppnin verður í beinni útsendingu á Bravó og Vísi og hefst hún klukkan 19:30. Þetta er í ellefta skipti sem keppnin er haldin en í fyrra var keppnin í fyrsta skipti í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Bravó og mun hún vera það líka í ár. Keppnin er haldin í íþróttahúsinu við Framhaldsskólann, í Reykjadal. Keppninni er skipt upp í tvo flokka, annars vegar eru það keppendur úr Framhaldsskólanum og hins vegar keppendur úr grunnskólum næsta nágrennis, allt frá Vaðlaheiði austur að Vopnafirði. 8 grunnskólum er boðið að taka þátt en þetta árið taka nemendur úr Borgarhólsskóla, Stórutjarnaskóla, Þingeyjarskóla og Öxarfjarðarskóla þátt. Þetta árið eru 16 keppnisatriði, 8 úr Framhaldsskólanum, 8 úr Grunnskólunum, ásamt einu atriði frá kennurunum sem fær að taka þátt í símkosningu. Dómnefnd velur 3 bestu atriðin úr hvorum flokki og áhorfendur velja svo vinsælasta atriðið úr hvorum flokki með símkosningu. Í ár sitja Þorvaldur Bjarni, Stefán Jakobsson og Bylgja Steingrímsdóttir í dómnefnd og sérstakur gestur kvöldsins er enginn annar en Eyþór Ingi.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira