Liverpool og Manchester United mætast í Evrópudeildinni | Sjáið allan dráttinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2016 12:15 Jürgen Klopp og Louis van Gaal geta mæst í 16 liða úrslitunum. vísir/getty Ensku liðin Manchester United og Liverpool drógust saman þegar dregið var í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í hádeginu í dag. Leikir Manchester United og Liverpool verða án efa stórleikir sextán liða úrslitanna en fyrri leikurinn fer fram á Anfield í Liverpool en sá síðari á Old Trafford í Manchester. Þetta ættu að vera góðar fréttir fyrir Louis van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United, sem hefur stýrt United til sigurs í öllum fjórum deildarleikjum sínum á móti Liverpool. Þetta verður í fyrsta sinn sem þessir miklu erkifjendur mætast í Evrópukeppni og það verða því margir með augun á þessum spennandi slag ensku liðanna. Hitt enska liðið í pottinum, Tottenham lenti á móti þýska liðinu Borussia Dortmund og fær seinni leikinn á White Hart Lane. Það verða líka frábærar viðureignir. Birkir Bjarnason og félagar í Basel eiga möguleika á því að spila úrslitaleikinn á heimavelli en þeir drógust á móti spænska liðinu Sevilla sem hefur unnið Evrópudeildina tvö undanfarin ár. Það verður einn spænskur slagur því Valencia og Athletic Bilbao drógust saman. Leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 10. og 17. mars næstkomandi en 32 liða úrslitin kláruðust í gær. Liðin stefna öll að komast í úrslitaleikinn á St. Jakob-Park leikvanginum í Basel 18. maí.Liðin sem mætast í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar: Shakhtar Donetsk (Úkraínu) - Anderlecht (Belgía) Basel (Sviss) - Sevilla (Spánn) Villarreal (Spánn) - Leverkusen (Þýskaland) Athletic Bilbao (Spánn) - Valencia (Spánn) Liverpool (England) - Manchester United (England) Sparta Prag (Tékkland) - Lazio (Ítalía) Dortmund (Þýskaland) - Tottenham (England) Fenerbahce (Tyrkland) - Braga (Portúgal)Tweets by @VisirSport Evrópudeild UEFA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Sjá meira
Ensku liðin Manchester United og Liverpool drógust saman þegar dregið var í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í hádeginu í dag. Leikir Manchester United og Liverpool verða án efa stórleikir sextán liða úrslitanna en fyrri leikurinn fer fram á Anfield í Liverpool en sá síðari á Old Trafford í Manchester. Þetta ættu að vera góðar fréttir fyrir Louis van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United, sem hefur stýrt United til sigurs í öllum fjórum deildarleikjum sínum á móti Liverpool. Þetta verður í fyrsta sinn sem þessir miklu erkifjendur mætast í Evrópukeppni og það verða því margir með augun á þessum spennandi slag ensku liðanna. Hitt enska liðið í pottinum, Tottenham lenti á móti þýska liðinu Borussia Dortmund og fær seinni leikinn á White Hart Lane. Það verða líka frábærar viðureignir. Birkir Bjarnason og félagar í Basel eiga möguleika á því að spila úrslitaleikinn á heimavelli en þeir drógust á móti spænska liðinu Sevilla sem hefur unnið Evrópudeildina tvö undanfarin ár. Það verður einn spænskur slagur því Valencia og Athletic Bilbao drógust saman. Leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 10. og 17. mars næstkomandi en 32 liða úrslitin kláruðust í gær. Liðin stefna öll að komast í úrslitaleikinn á St. Jakob-Park leikvanginum í Basel 18. maí.Liðin sem mætast í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar: Shakhtar Donetsk (Úkraínu) - Anderlecht (Belgía) Basel (Sviss) - Sevilla (Spánn) Villarreal (Spánn) - Leverkusen (Þýskaland) Athletic Bilbao (Spánn) - Valencia (Spánn) Liverpool (England) - Manchester United (England) Sparta Prag (Tékkland) - Lazio (Ítalía) Dortmund (Þýskaland) - Tottenham (England) Fenerbahce (Tyrkland) - Braga (Portúgal)Tweets by @VisirSport
Evrópudeild UEFA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Sjá meira