Muse með tónleika á Íslandi í sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2016 10:34 Matt Bellamy, söngvari Muse, á tónleikum í Róm sumarið 2013. Mynd/Hans Peter Van Velthoven Breska hljómsveitin Muse mun halda tónleika í Nýju Laugardalshöllinni þann 6. ágúst en þetta kom fram í útvarpsþættinum Virkum morgnum á Rás 2 í morgun. Sveitin hélt tónleika á sama stað þann 10. desember árið 2003 en Muse hefur í áraraðir verið ein vinsælasta rokksveit heims. Miðasala á tónleikana hefst þann 8. mars en nánar verður tilkynnt um útfærslu hennar eftir helgi. „Þeir héldu tónleika hérna með góðum árangri og ætla nú að endurtaka leikinn. Þeir eru búnir að stækka og stækka og voru alltaf á leiðinni aftur,“ segir Þorsteinn Stephensen, tónleikahaldarinn, á Rás 2 í morgun, en hann stóð einnig að tónleikunum fyrir 13 árum. Þorsteinn sagði að til stæði að stilla miðaverðinu í hóf. „Tónleikarnir verða um hásumar og verður slegið til mikillar veislu með grillsvæði og bjórtjöldum í kringum Laugardalshöllina.“ Hér að neðan má sjá tónleika með sveitinni sem voru í Róm árið 2013. MUSE með tónleika á Íslandi í ágúst.Breska rokkhljómsveitin MUSE hefur boðað komu sína til Íslands sumarið...Posted by Mr. Destiny / Hr. Örlygur on 26. febrúar 2016 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Breska hljómsveitin Muse mun halda tónleika í Nýju Laugardalshöllinni þann 6. ágúst en þetta kom fram í útvarpsþættinum Virkum morgnum á Rás 2 í morgun. Sveitin hélt tónleika á sama stað þann 10. desember árið 2003 en Muse hefur í áraraðir verið ein vinsælasta rokksveit heims. Miðasala á tónleikana hefst þann 8. mars en nánar verður tilkynnt um útfærslu hennar eftir helgi. „Þeir héldu tónleika hérna með góðum árangri og ætla nú að endurtaka leikinn. Þeir eru búnir að stækka og stækka og voru alltaf á leiðinni aftur,“ segir Þorsteinn Stephensen, tónleikahaldarinn, á Rás 2 í morgun, en hann stóð einnig að tónleikunum fyrir 13 árum. Þorsteinn sagði að til stæði að stilla miðaverðinu í hóf. „Tónleikarnir verða um hásumar og verður slegið til mikillar veislu með grillsvæði og bjórtjöldum í kringum Laugardalshöllina.“ Hér að neðan má sjá tónleika með sveitinni sem voru í Róm árið 2013. MUSE með tónleika á Íslandi í ágúst.Breska rokkhljómsveitin MUSE hefur boðað komu sína til Íslands sumarið...Posted by Mr. Destiny / Hr. Örlygur on 26. febrúar 2016
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira