Breyting úr málverki í tungumál í bókstaflegum skilningi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2016 10:45 “Þetta voru fígúratív verk og það var einhver frásögn í þeim öllum,” segir Guðjón. Vísir/Stefán „Ég er að stokka upp nítján málverk sem ég vann á níunda áratugnum, þá vann ég sem málari eins og margir gerðu á þeim tíma. Þetta voru fígúratív verk og það var einhver frásögn í þeim öllum,“ byrjar Guðjón Ketilsson myndlistarmaður þegar ég bið hann að lýsa því sem fyrir augun ber á sýningu hans Málverk í Hverfisgalleríi. Hann kveðst aðallega vera skúlptúristi og síðustu árin hafa gert mörg verk sem ganga út á endurskipulagningu og uppröðun. Þau sem blasa við í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu 4 falla fullkomlega inn í þann ramma. „Hér er um að ræða umbreytingu á málverki yfir í tungumál í bókstaflegum skilningi,“ segir Guðjón og lýsir vinnuferlinu í fáum orðum. „Ég fékk Þórunni Hjartardóttur sjónlýsara til að gera texta um hvert og eitt málverk, en skar þau í ræmur sem ég hlóð upp og límdi saman þannig að þau líta út eins og kjölur á bók. Við hliðina á þeim massa er textinn hennar Þórunnar á álstöng og er mikilvægur hluti verksins því hann stendur fyrir þá mynd sem eitt sinn var.“ Önnur myndröð Guðjóns á sýningunni er gerð úr málningarskálum eða diskum sem hann hefur blandað liti á og geymt á vinnustofunni frá miðjum 10. áratugnum til ársloka 2015. „Ég pússaði málningarílátin niður með sandpappír þannig að nú má lesa þau eins og veggfóðurslög eða jafnvel jarðsögu,“ segir Guðjón sem kveðst ekki hafa gert neitt þessu líkt áður þó oft hafi hann unnið með fundið efni, meðal annars húsgögn sem hann hafi keypt á mörkuðum. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég er að stokka upp nítján málverk sem ég vann á níunda áratugnum, þá vann ég sem málari eins og margir gerðu á þeim tíma. Þetta voru fígúratív verk og það var einhver frásögn í þeim öllum,“ byrjar Guðjón Ketilsson myndlistarmaður þegar ég bið hann að lýsa því sem fyrir augun ber á sýningu hans Málverk í Hverfisgalleríi. Hann kveðst aðallega vera skúlptúristi og síðustu árin hafa gert mörg verk sem ganga út á endurskipulagningu og uppröðun. Þau sem blasa við í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu 4 falla fullkomlega inn í þann ramma. „Hér er um að ræða umbreytingu á málverki yfir í tungumál í bókstaflegum skilningi,“ segir Guðjón og lýsir vinnuferlinu í fáum orðum. „Ég fékk Þórunni Hjartardóttur sjónlýsara til að gera texta um hvert og eitt málverk, en skar þau í ræmur sem ég hlóð upp og límdi saman þannig að þau líta út eins og kjölur á bók. Við hliðina á þeim massa er textinn hennar Þórunnar á álstöng og er mikilvægur hluti verksins því hann stendur fyrir þá mynd sem eitt sinn var.“ Önnur myndröð Guðjóns á sýningunni er gerð úr málningarskálum eða diskum sem hann hefur blandað liti á og geymt á vinnustofunni frá miðjum 10. áratugnum til ársloka 2015. „Ég pússaði málningarílátin niður með sandpappír þannig að nú má lesa þau eins og veggfóðurslög eða jafnvel jarðsögu,“ segir Guðjón sem kveðst ekki hafa gert neitt þessu líkt áður þó oft hafi hann unnið með fundið efni, meðal annars húsgögn sem hann hafi keypt á mörkuðum.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira