Reykjavíkurdætur í sama flokki og Megas, Bubbi og Björk Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2016 14:28 Gísli Marteinn Baldursson, stjórnandi Vikunnar, segir atriði Reykjavíkurdætra í þætti sínum skipa sér í sveit með öðrum ögrandi listamönnum og að saga okkar væri fátækari „hefðu ekki sambærileg atriði ekki fengið að sjást.“ Fátt hefur vakið meiri athygli undanfarna daga en útganga Ágústu Evu Erlendsdóttur úr Vikunni á föstudagskvöld. Eins og greint hefur verið frá var það undir atriði sem rappsveitin Reykjavíkurdætur flutti og framdi. Ágústa Eva hefur tjáð sig um málið, sagt að sér hafi ofboðið atriðið, sér hafi liðið eins og sér hafi verið nauðgað, hún hafi ekki verið ráðin til að taka þátt í lágkúru sem þessari.Sjá einnig: Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu „Það var auðvitað alveg sjálfsagt hjá Ágústu Evu að ganga út ef henni leið illa undir stuðandi atriði Reykjavíkurdætra. Útgangan sjálf er kannski líka stuðandi gjörningur?,“ spyr Gísli Marteinn á Facebook í dag. Hann bætir við að atriði rappsveitarinnar sé hinsvegar „ágætur fulltrúi í langri sögu umdeildra tónlistaratriða á Rúv, þar sem ýmsir betri borgarar hafa móðgast ofan í tær,“ eins og hann orðar það. Tiltekur hann í því samhengi nokkur dæmi úr sögu sjónvarpsins; þegar útvarpsráð ákvað að sýna ekki þáttinn „Það eru komnir gestir“ árið 1975 vegna „argasta guðlasts“ Megasar, „Poppstjarna Bubba sem gaf áhorfendum fokkmerki 1981, Kuklið þar sem Björk var með óléttubumbu út í loftið 1986. Nær okkur í tíma hafa Mínus, Rottweilerhundar og hið stórkostlega listaverk Silvía Nótt hneykslað - hvert á sinn hátt,“ segir Gísli.Sjá einnig: Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ „Rétt eins og Ágústa Eva hefur fólk auðvitað fullan rétt á að hneykslast, en mikið væri saga okkar fátækari ef þessi hneykslanlegu atriði hefðu ekki fengið að sjást.“ Það var auðvitað alveg sjálfsagt hjá Ágústu Evu að ganga út ef henni leið illa undir stuðandi atriði Reykjavíkurdætra. Ú...Posted by Gisli Marteinn Baldursson on Sunday, 28 February 2016 Tengdar fréttir Ágústa Eva: Leitaði uppi kannabisræktanir með fíknó Ágústa Eva segir frá vöktunum með fíkniefnadeild lögreglunnar. Hún segir samkeppnina í leikhúsunum mikla og að stundum verði baknag. Hún ræðir breytingar á einkalífi sínu og af hverju hún sagði upp í Þjóðleikhúsinu. 27. febrúar 2016 07:30 Ágústu Evu ofbauð framkoma Reykjavíkurdætra Leikkonan yfirgaf Vikuna með Gísla Marteini á undan öðrum gestum þáttarins. 26. febrúar 2016 23:35 Ágústa Eva fær að kenna á Kylfunni „Þessi setning „hvað ef karlar gerðu þetta“ eru ekki rök, heldur fáviska.“ 27. febrúar 2016 15:16 Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ Sjáðu atriðið sem allir eru að tala um. 27. febrúar 2016 09:57 Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu Meðan margir telja Ágústu Evu hafa rétt lágmenningu maklega fingurinn telja margir Silvíu Nótt ekki trúverðuga í slíkri gagnrýni. 27. febrúar 2016 13:45 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson, stjórnandi Vikunnar, segir atriði Reykjavíkurdætra í þætti sínum skipa sér í sveit með öðrum ögrandi listamönnum og að saga okkar væri fátækari „hefðu ekki sambærileg atriði ekki fengið að sjást.“ Fátt hefur vakið meiri athygli undanfarna daga en útganga Ágústu Evu Erlendsdóttur úr Vikunni á föstudagskvöld. Eins og greint hefur verið frá var það undir atriði sem rappsveitin Reykjavíkurdætur flutti og framdi. Ágústa Eva hefur tjáð sig um málið, sagt að sér hafi ofboðið atriðið, sér hafi liðið eins og sér hafi verið nauðgað, hún hafi ekki verið ráðin til að taka þátt í lágkúru sem þessari.Sjá einnig: Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu „Það var auðvitað alveg sjálfsagt hjá Ágústu Evu að ganga út ef henni leið illa undir stuðandi atriði Reykjavíkurdætra. Útgangan sjálf er kannski líka stuðandi gjörningur?,“ spyr Gísli Marteinn á Facebook í dag. Hann bætir við að atriði rappsveitarinnar sé hinsvegar „ágætur fulltrúi í langri sögu umdeildra tónlistaratriða á Rúv, þar sem ýmsir betri borgarar hafa móðgast ofan í tær,“ eins og hann orðar það. Tiltekur hann í því samhengi nokkur dæmi úr sögu sjónvarpsins; þegar útvarpsráð ákvað að sýna ekki þáttinn „Það eru komnir gestir“ árið 1975 vegna „argasta guðlasts“ Megasar, „Poppstjarna Bubba sem gaf áhorfendum fokkmerki 1981, Kuklið þar sem Björk var með óléttubumbu út í loftið 1986. Nær okkur í tíma hafa Mínus, Rottweilerhundar og hið stórkostlega listaverk Silvía Nótt hneykslað - hvert á sinn hátt,“ segir Gísli.Sjá einnig: Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ „Rétt eins og Ágústa Eva hefur fólk auðvitað fullan rétt á að hneykslast, en mikið væri saga okkar fátækari ef þessi hneykslanlegu atriði hefðu ekki fengið að sjást.“ Það var auðvitað alveg sjálfsagt hjá Ágústu Evu að ganga út ef henni leið illa undir stuðandi atriði Reykjavíkurdætra. Ú...Posted by Gisli Marteinn Baldursson on Sunday, 28 February 2016
Tengdar fréttir Ágústa Eva: Leitaði uppi kannabisræktanir með fíknó Ágústa Eva segir frá vöktunum með fíkniefnadeild lögreglunnar. Hún segir samkeppnina í leikhúsunum mikla og að stundum verði baknag. Hún ræðir breytingar á einkalífi sínu og af hverju hún sagði upp í Þjóðleikhúsinu. 27. febrúar 2016 07:30 Ágústu Evu ofbauð framkoma Reykjavíkurdætra Leikkonan yfirgaf Vikuna með Gísla Marteini á undan öðrum gestum þáttarins. 26. febrúar 2016 23:35 Ágústa Eva fær að kenna á Kylfunni „Þessi setning „hvað ef karlar gerðu þetta“ eru ekki rök, heldur fáviska.“ 27. febrúar 2016 15:16 Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ Sjáðu atriðið sem allir eru að tala um. 27. febrúar 2016 09:57 Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu Meðan margir telja Ágústu Evu hafa rétt lágmenningu maklega fingurinn telja margir Silvíu Nótt ekki trúverðuga í slíkri gagnrýni. 27. febrúar 2016 13:45 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
Ágústa Eva: Leitaði uppi kannabisræktanir með fíknó Ágústa Eva segir frá vöktunum með fíkniefnadeild lögreglunnar. Hún segir samkeppnina í leikhúsunum mikla og að stundum verði baknag. Hún ræðir breytingar á einkalífi sínu og af hverju hún sagði upp í Þjóðleikhúsinu. 27. febrúar 2016 07:30
Ágústu Evu ofbauð framkoma Reykjavíkurdætra Leikkonan yfirgaf Vikuna með Gísla Marteini á undan öðrum gestum þáttarins. 26. febrúar 2016 23:35
Ágústa Eva fær að kenna á Kylfunni „Þessi setning „hvað ef karlar gerðu þetta“ eru ekki rök, heldur fáviska.“ 27. febrúar 2016 15:16
Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ Sjáðu atriðið sem allir eru að tala um. 27. febrúar 2016 09:57
Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu Meðan margir telja Ágústu Evu hafa rétt lágmenningu maklega fingurinn telja margir Silvíu Nótt ekki trúverðuga í slíkri gagnrýni. 27. febrúar 2016 13:45