Stöðumælir lífsins Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. febrúar 2016 07:00 Það eru undarlegustu atvik sem valda kaflaskilum í lífi manns. Hversdagslegir atburðir sem troða lúkunni inn í sálina og fletta yfir margar blaðsíður. Maður rankar við sér þrælfullorðinn. Um daginn var ég að leggja bíl í miðbænum. Hljóp í stöðumælinn sem var frekar langt frá. Sá stöðumælavörðinn nálgast bílinn úr hinni áttinni. Brosti væmin við því að ég kæmi aðvífandi sveiflandi miðanum. Hann yrði æðislega hissa, myndi hætta að skrifa sektina og rífa hana. Svo fengjum við samborgarasting í hjartað. En þegar ég kom að bílnum var komin stærðarinnar sekt á rúðuna. Ég horfði á eftir verðinum brostnum augum. En ég var bara að borga, kjökraði ég. Þetta er komið í gegn, muldraði hann ofan í tölvuna sína og fékk engan sting í hjartað. Og ég varð bæði lítil í mér og sár. Fór í talsvert uppnám, satt að segja. Þessi tilfinningasemi vegna stöðumælasektar hefði átt að slá mig utan undir. En nei, ég fór heim og skrifaði afskaplega langt og vandað kvörtunarbréf. Með röksemdafærslu frá a) til c). Skrifaði um mennskuna, samfélagið og óskrifaðar reglur í samskiptum. Sendi. Þetta tók góðan hálftíma af lífi mínu. Það var þó ekki fyrr en tveimur vikum síðar að ég áttaði mig á því hvað hafði gerst. Þegar ég spenntist upp við að sjá svarið frá Bílastæðasjóði. Þegar endorfínið streymdi við að lesa að sektin mín yrði felld niður þar sem stöðumælavörður hafði samþykkt rök mín. Það var þá. Nákvæmlega á því augnabliki sem ég fann blaðsíðurnar spænast áfram. Nýr kafli hófst. Ég breyttist. En í stað þess að vera í rusli finn ég nýjan neista og er vandræðalega spennt. Halló, formennska í foreldrafélagi! Halló, Reykjavík síðdegis! Halló, Neytendasamtök! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun
Það eru undarlegustu atvik sem valda kaflaskilum í lífi manns. Hversdagslegir atburðir sem troða lúkunni inn í sálina og fletta yfir margar blaðsíður. Maður rankar við sér þrælfullorðinn. Um daginn var ég að leggja bíl í miðbænum. Hljóp í stöðumælinn sem var frekar langt frá. Sá stöðumælavörðinn nálgast bílinn úr hinni áttinni. Brosti væmin við því að ég kæmi aðvífandi sveiflandi miðanum. Hann yrði æðislega hissa, myndi hætta að skrifa sektina og rífa hana. Svo fengjum við samborgarasting í hjartað. En þegar ég kom að bílnum var komin stærðarinnar sekt á rúðuna. Ég horfði á eftir verðinum brostnum augum. En ég var bara að borga, kjökraði ég. Þetta er komið í gegn, muldraði hann ofan í tölvuna sína og fékk engan sting í hjartað. Og ég varð bæði lítil í mér og sár. Fór í talsvert uppnám, satt að segja. Þessi tilfinningasemi vegna stöðumælasektar hefði átt að slá mig utan undir. En nei, ég fór heim og skrifaði afskaplega langt og vandað kvörtunarbréf. Með röksemdafærslu frá a) til c). Skrifaði um mennskuna, samfélagið og óskrifaðar reglur í samskiptum. Sendi. Þetta tók góðan hálftíma af lífi mínu. Það var þó ekki fyrr en tveimur vikum síðar að ég áttaði mig á því hvað hafði gerst. Þegar ég spenntist upp við að sjá svarið frá Bílastæðasjóði. Þegar endorfínið streymdi við að lesa að sektin mín yrði felld niður þar sem stöðumælavörður hafði samþykkt rök mín. Það var þá. Nákvæmlega á því augnabliki sem ég fann blaðsíðurnar spænast áfram. Nýr kafli hófst. Ég breyttist. En í stað þess að vera í rusli finn ég nýjan neista og er vandræðalega spennt. Halló, formennska í foreldrafélagi! Halló, Reykjavík síðdegis! Halló, Neytendasamtök!
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun