Öryggisbelti og bankareglur Lars Christensen skrifar 10. febrúar 2016 11:00 Ég segi gjarnan fólki að ég vilji nota leigubíla þar sem bílstjórinn notar ekki öryggisbelti. Þetta finnst fólki skrýtið – að minnsta kosti þeim sem eru ekki hagfræðingar – því almenna viðhorfið er að fólk sem notar ekki bílbeltin sé „óábyrgara“. En þeir sem þekkja til hinna svokölluðu Peltzman-áhrifa ættu ekki að verða hissa á dálæti mínu á „ábyrgðarlausum“ leigubílstjórum. Peltzman-áhrifin eru nefnd eftir Sam Peltzman hagfræðingi við Háskólann í Chicago. Í mjög umdeildri grein – „The Effects of Automobile Safety Regulation“ (Áhrif öryggisreglna um bifreiðar) – í Journal of Political Economy frá 1975 sýndi Peltzman fram á að gagnstætt því sem búast mætti við drógu lög um öryggisbelti í Bandaríkjunum ekki úr fjölda banaslysa í umferðinni. Peltzman færði rök fyrir því að lög um öryggisbelti drægju úr líkunum á að bílstjórinn slasaðist ef bíllinn lenti í árekstri. Það aftur á móti hvetti til glannalegri aksturs. Hvor áhrifin yrðu meiri, skaðinn af fjölgun slysa eða minnkun skaðans þegar slys yrðu, sagði Peltzman að reynslan yrði að leiða í ljós. Peltzman komst að þeirri niðurstöðu að lögin um öryggisbelti hefðu sannarlega valdið fleiri slysum. En þessi áhrif væru nokkurn veginn þau sömu og áhrifin í hina áttina, að slysin væru ekki eins alvarleg. Svo að lögin hefðu ekki haft áhrif á nettó fjölda banaslysa. Hann fann einnig vísbendingar um að áhrif laganna gætu verið þau að draga úr banaslysum ökumanna, en þar sem ökumenn væru kærulausari væru því miður fleiri slys þar sem gangandi vegfarendur og hjólreiðamenn kæmu við sögu. Svo að dánartíðni þeirra vegna bíla hækkaði. Heildarfjöldi banaslysa var óbreyttur. Það er augljóst að slíkar vangaveltur eiga ekki bara við um umferðaröryggi. Raunar ættum við að vera meðvituð um Peltzman-áhrifin í öllum reglusetningum. Og það virðist sérstaklega eiga við um fjármálaregluverk. Hvað þýðir það, til dæmis, þegar við setjum upp innistæðutryggingakerfi til að draga úr „áhættu“ í fjármálageiranum? Samkvæmt rökfræði Peltzman-áhrifanna gæti innistæðutrygging dregið úr hættunni á bankaáhlaupum („ökumenn sem deyja“), en hún fær einnig bæði bankaeigendurna og sparifjáreigendur til að taka meiri áhættu. Raunar myndu sparifjáreigendur hneigjast til að velja áhættusæknari banka því ókostirnir eru takmarkaðir af innistæðutryggingunni ef bankinn hrynur, en bankar sem taka meiri áhættu geta borgað hærri vexti á innistæður. Þetta myndi einnig þýða að innleiðing innistæðutryggingakerfa væri líkleg til að minnka það eigið fé sem bankar kjósa að halda. Þetta er einmitt það sem Sam Peltzman hélt fram í fyrirlestri árið 2011. Þeir sem efast um að slík Peltzman-áhrif séu til staðar þegar fjármálaregluverk er annars vegar ættu að kanna hvernig íslensku bankarnir, fyrir íslenska bankahrunið 2008, settu upp netbanka í löndum með ríflegum innistæðutryggingakerfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun
Ég segi gjarnan fólki að ég vilji nota leigubíla þar sem bílstjórinn notar ekki öryggisbelti. Þetta finnst fólki skrýtið – að minnsta kosti þeim sem eru ekki hagfræðingar – því almenna viðhorfið er að fólk sem notar ekki bílbeltin sé „óábyrgara“. En þeir sem þekkja til hinna svokölluðu Peltzman-áhrifa ættu ekki að verða hissa á dálæti mínu á „ábyrgðarlausum“ leigubílstjórum. Peltzman-áhrifin eru nefnd eftir Sam Peltzman hagfræðingi við Háskólann í Chicago. Í mjög umdeildri grein – „The Effects of Automobile Safety Regulation“ (Áhrif öryggisreglna um bifreiðar) – í Journal of Political Economy frá 1975 sýndi Peltzman fram á að gagnstætt því sem búast mætti við drógu lög um öryggisbelti í Bandaríkjunum ekki úr fjölda banaslysa í umferðinni. Peltzman færði rök fyrir því að lög um öryggisbelti drægju úr líkunum á að bílstjórinn slasaðist ef bíllinn lenti í árekstri. Það aftur á móti hvetti til glannalegri aksturs. Hvor áhrifin yrðu meiri, skaðinn af fjölgun slysa eða minnkun skaðans þegar slys yrðu, sagði Peltzman að reynslan yrði að leiða í ljós. Peltzman komst að þeirri niðurstöðu að lögin um öryggisbelti hefðu sannarlega valdið fleiri slysum. En þessi áhrif væru nokkurn veginn þau sömu og áhrifin í hina áttina, að slysin væru ekki eins alvarleg. Svo að lögin hefðu ekki haft áhrif á nettó fjölda banaslysa. Hann fann einnig vísbendingar um að áhrif laganna gætu verið þau að draga úr banaslysum ökumanna, en þar sem ökumenn væru kærulausari væru því miður fleiri slys þar sem gangandi vegfarendur og hjólreiðamenn kæmu við sögu. Svo að dánartíðni þeirra vegna bíla hækkaði. Heildarfjöldi banaslysa var óbreyttur. Það er augljóst að slíkar vangaveltur eiga ekki bara við um umferðaröryggi. Raunar ættum við að vera meðvituð um Peltzman-áhrifin í öllum reglusetningum. Og það virðist sérstaklega eiga við um fjármálaregluverk. Hvað þýðir það, til dæmis, þegar við setjum upp innistæðutryggingakerfi til að draga úr „áhættu“ í fjármálageiranum? Samkvæmt rökfræði Peltzman-áhrifanna gæti innistæðutrygging dregið úr hættunni á bankaáhlaupum („ökumenn sem deyja“), en hún fær einnig bæði bankaeigendurna og sparifjáreigendur til að taka meiri áhættu. Raunar myndu sparifjáreigendur hneigjast til að velja áhættusæknari banka því ókostirnir eru takmarkaðir af innistæðutryggingunni ef bankinn hrynur, en bankar sem taka meiri áhættu geta borgað hærri vexti á innistæður. Þetta myndi einnig þýða að innleiðing innistæðutryggingakerfa væri líkleg til að minnka það eigið fé sem bankar kjósa að halda. Þetta er einmitt það sem Sam Peltzman hélt fram í fyrirlestri árið 2011. Þeir sem efast um að slík Peltzman-áhrif séu til staðar þegar fjármálaregluverk er annars vegar ættu að kanna hvernig íslensku bankarnir, fyrir íslenska bankahrunið 2008, settu upp netbanka í löndum með ríflegum innistæðutryggingakerfum.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun