Einar Már, Gunnar og Gunnar hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin Bjarki Ármannsson skrifar 10. febrúar 2016 16:45 Einar Már Guðmundsson, Gunnar Helgason og Gunnar Þór Bjarnason hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2015. Vísir/Stefán Einar Már Guðmundsson, Gunnar Helgason og Gunnar Þór Bjarnason hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2015. Forseti Íslands afhenti þeim verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag.Hundadagar eftir Einar Má.Einar Már var hlutskarpastur í flokki fagurbókmennta fyrir bók sína Hundadagar. Í flokki fagurbókmennta voru einnig tilnefnd þau Auður Jónsdóttir fyrir Stóra skjálfta, Hallgrímur Helgason fyrir Sjóveikur í München, Hermann Stefánsson fyrir Leiðina út í heim og Jón Kalmann Stefánsson fyrir Eitthvað á stærð við alheiminn. Gunnar Helgason var verðlaunaður fyrir bókina Mamma klikk, sem þótti best barna- og ungmennabóka. Í þeim flokki hlutu einnig tilnefningu þau Arnar Már Arngrímsson fyrir Sölvasögu unglings, Gunnar Theódór Eggertsson fyrir Drauga-Dísu, Hildur Knútsdóttir fyrir Vetrarfrí og Þórdís Gísladóttir fyrir Randalín, Munda og afturgöngurnar.Mamma klikk eftir Gunnar Helgason.Gunnar Þór sigraði í flokki fræðirita og bóka almenns efnis með bókinni Þegar siðmenningin fór fjandans til: Íslendingar og stríðið mikla 1914 – 1918. Í þeim flokki voru einnig tilnefnd þau Dagný Kristjánsdóttir fyrir Bókabörn, Héðinn Unnsteinsson fyrir Vertu úlfur – wargus esto, Páll Baldvin Baldvinsson fyrir Stríðsárin 1938 – 1945 og Smári Geirsson fyrir Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915. Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Auk þess er verðlaunahöfum afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir, hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á Gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans.Þegar siðmenningin fór fjandans til eftir Gunnar Þór.Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefnd skipuðu Erna Guðrún Árnadóttir, Hildigunnur Sverrisdóttir, Pétur Þorsteinn Óskarsson og Árni Sigurjónsson, sem var jafnframt var formaður nefndarinnar. Menning Tengdar fréttir Undrandi og ánægðir bókmenntaverðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir 2015 voru veitt í gær af forseta Íslands. Handhafar eru Einar Már Guðmundsson, Gunnar Helgason og Gunnar Þór Bjarnason. Hver um sig fær eina milljón króna. 11. febrúar 2016 10:15 Óumræðanlega frábær bók Algjörlega – og óumræðilega – frábær saga sem fjallar um verðug málefni frá gelgjulegu sjónarhorni. Það er erfitt að leggja þessa fallegu og fyndnu bók frá sér. 18. nóvember 2015 11:15 Snerti þjóðina meira en margan grunar Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur hefur skrifað bók um fyrri heimsstyrjöldina út frá sjónarhóli Íslendinga og áhrifa styrjaldarinnar á þjóðina. 12. desember 2015 13:30 Brúarsmiður eða farartálmi Ævintýralegt efni og mikil frásagnargleði en frásagnaraðferðin gæti valdið því að lesendur ættu erfitt með að tengjast hinum sögulegu persónum. 4. desember 2015 11:30 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Einar Már Guðmundsson, Gunnar Helgason og Gunnar Þór Bjarnason hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2015. Forseti Íslands afhenti þeim verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag.Hundadagar eftir Einar Má.Einar Már var hlutskarpastur í flokki fagurbókmennta fyrir bók sína Hundadagar. Í flokki fagurbókmennta voru einnig tilnefnd þau Auður Jónsdóttir fyrir Stóra skjálfta, Hallgrímur Helgason fyrir Sjóveikur í München, Hermann Stefánsson fyrir Leiðina út í heim og Jón Kalmann Stefánsson fyrir Eitthvað á stærð við alheiminn. Gunnar Helgason var verðlaunaður fyrir bókina Mamma klikk, sem þótti best barna- og ungmennabóka. Í þeim flokki hlutu einnig tilnefningu þau Arnar Már Arngrímsson fyrir Sölvasögu unglings, Gunnar Theódór Eggertsson fyrir Drauga-Dísu, Hildur Knútsdóttir fyrir Vetrarfrí og Þórdís Gísladóttir fyrir Randalín, Munda og afturgöngurnar.Mamma klikk eftir Gunnar Helgason.Gunnar Þór sigraði í flokki fræðirita og bóka almenns efnis með bókinni Þegar siðmenningin fór fjandans til: Íslendingar og stríðið mikla 1914 – 1918. Í þeim flokki voru einnig tilnefnd þau Dagný Kristjánsdóttir fyrir Bókabörn, Héðinn Unnsteinsson fyrir Vertu úlfur – wargus esto, Páll Baldvin Baldvinsson fyrir Stríðsárin 1938 – 1945 og Smári Geirsson fyrir Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915. Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Auk þess er verðlaunahöfum afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir, hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á Gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans.Þegar siðmenningin fór fjandans til eftir Gunnar Þór.Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefnd skipuðu Erna Guðrún Árnadóttir, Hildigunnur Sverrisdóttir, Pétur Þorsteinn Óskarsson og Árni Sigurjónsson, sem var jafnframt var formaður nefndarinnar.
Menning Tengdar fréttir Undrandi og ánægðir bókmenntaverðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir 2015 voru veitt í gær af forseta Íslands. Handhafar eru Einar Már Guðmundsson, Gunnar Helgason og Gunnar Þór Bjarnason. Hver um sig fær eina milljón króna. 11. febrúar 2016 10:15 Óumræðanlega frábær bók Algjörlega – og óumræðilega – frábær saga sem fjallar um verðug málefni frá gelgjulegu sjónarhorni. Það er erfitt að leggja þessa fallegu og fyndnu bók frá sér. 18. nóvember 2015 11:15 Snerti þjóðina meira en margan grunar Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur hefur skrifað bók um fyrri heimsstyrjöldina út frá sjónarhóli Íslendinga og áhrifa styrjaldarinnar á þjóðina. 12. desember 2015 13:30 Brúarsmiður eða farartálmi Ævintýralegt efni og mikil frásagnargleði en frásagnaraðferðin gæti valdið því að lesendur ættu erfitt með að tengjast hinum sögulegu persónum. 4. desember 2015 11:30 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Undrandi og ánægðir bókmenntaverðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir 2015 voru veitt í gær af forseta Íslands. Handhafar eru Einar Már Guðmundsson, Gunnar Helgason og Gunnar Þór Bjarnason. Hver um sig fær eina milljón króna. 11. febrúar 2016 10:15
Óumræðanlega frábær bók Algjörlega – og óumræðilega – frábær saga sem fjallar um verðug málefni frá gelgjulegu sjónarhorni. Það er erfitt að leggja þessa fallegu og fyndnu bók frá sér. 18. nóvember 2015 11:15
Snerti þjóðina meira en margan grunar Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur hefur skrifað bók um fyrri heimsstyrjöldina út frá sjónarhóli Íslendinga og áhrifa styrjaldarinnar á þjóðina. 12. desember 2015 13:30
Brúarsmiður eða farartálmi Ævintýralegt efni og mikil frásagnargleði en frásagnaraðferðin gæti valdið því að lesendur ættu erfitt með að tengjast hinum sögulegu persónum. 4. desember 2015 11:30