Pósturinn Páll JónGnarr skrifar 11. febrúar 2016 07:00 Einsog margir aðrir Íslendingar þá fæ ég stundum pakka senda frá útlöndum. Ég kaupi mér stundum eitthvað smáræði á netinu og læt senda mér það. Stundum fæ ég gjafir frá vinum sem búa erlendis. Svo hafa bækur mína verið þýddar á nokkur tungumál og í hvert skipti sem bók kemur út fæ ég send fimm eintök. En sjaldnast og eiginlega bara aldrei nær þetta dót heim til mín af sjálfsdáðum. Þessu fylgir alltaf smá vesen. Ég skil ekki póstkerfið hér á Íslandi. Ég fæ reglulega miða innum lúguna hjá mér frá Póstinum. Yfirleitt segja þeir „Því miður var ekki hægt að koma sendingu til skila“ og ég geti sótt hana á næsta pósthús. Ég veit ekkert hvað þetta þýðir. Afhverju var það ekki hægt? Gerði ég eitthvað rangt? Eða var eitthvað sem ég gerði ekki? Ég hef ekki hugmynd um það. Stundum hef ég verið heima þegar þessir miðar koma innum lúguna. Ég man bara hreinlega ekki eftir því að hafa fengið pakka sendan heim til mín með Póstinum. Ég þarf alltaf að fara niður á pósthús og sækja hann. Til að sækja suma pakka þarf ég að keyra uppá Höfða. Ég skil ekki alltaf afhverju. Ég þarf eiginlega að sækja alla „stóra“ pakka þangað og flest sem ég panta mér af netinu. Þetta hefur valdið mér töluverðu ónæði. Þetta getur verið tímafrekt vesen. Og ég get ekki munað að pósthúsið er lokað á laugardögum. Þegar ég bjó í Houston síðasta vetur þá kynntist ég allt öðruvísi þjónustu. Ég fékk oft pakka senda. Einn til tvo á viku. Stundum hringdi dyrabjallan og samviskusamur póstútburðarmaður afhenti mér bók eða barnaföt sem ég hafði pantað mér á netinu. Jafnvel steikarpannan var afhent mér persónulega við útidyrnar. Og ég var ekki að leyfa mér lúxus einsog FedEx eða DHL, bara venjulega US Mail. Stundum, ef ég var ekki heima, var miði í póstkassanum um að pósturinn hefði komið en enginn verið heima, en hann mundi ekki gefast upp á mér og mundi koma aftur seinna um daginn. Á miðanum var boðið uppá að haka við ef maður vildi að pakkinn yrði skilinn eftir á útitröppunum. Ég gerði það oft. Þá beið pakkinn bara við útidyrnar þegar ég kom heim. Þetta fannst mér mjög þægileg og góð þjónusta. Ég þurfti aldrei að fara á pósthús til að sækja sendingu. Hvernig fær maður svona þjónustu á Íslandi? Ég nenni samt ekki að keyra uppá Höfða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Einsog margir aðrir Íslendingar þá fæ ég stundum pakka senda frá útlöndum. Ég kaupi mér stundum eitthvað smáræði á netinu og læt senda mér það. Stundum fæ ég gjafir frá vinum sem búa erlendis. Svo hafa bækur mína verið þýddar á nokkur tungumál og í hvert skipti sem bók kemur út fæ ég send fimm eintök. En sjaldnast og eiginlega bara aldrei nær þetta dót heim til mín af sjálfsdáðum. Þessu fylgir alltaf smá vesen. Ég skil ekki póstkerfið hér á Íslandi. Ég fæ reglulega miða innum lúguna hjá mér frá Póstinum. Yfirleitt segja þeir „Því miður var ekki hægt að koma sendingu til skila“ og ég geti sótt hana á næsta pósthús. Ég veit ekkert hvað þetta þýðir. Afhverju var það ekki hægt? Gerði ég eitthvað rangt? Eða var eitthvað sem ég gerði ekki? Ég hef ekki hugmynd um það. Stundum hef ég verið heima þegar þessir miðar koma innum lúguna. Ég man bara hreinlega ekki eftir því að hafa fengið pakka sendan heim til mín með Póstinum. Ég þarf alltaf að fara niður á pósthús og sækja hann. Til að sækja suma pakka þarf ég að keyra uppá Höfða. Ég skil ekki alltaf afhverju. Ég þarf eiginlega að sækja alla „stóra“ pakka þangað og flest sem ég panta mér af netinu. Þetta hefur valdið mér töluverðu ónæði. Þetta getur verið tímafrekt vesen. Og ég get ekki munað að pósthúsið er lokað á laugardögum. Þegar ég bjó í Houston síðasta vetur þá kynntist ég allt öðruvísi þjónustu. Ég fékk oft pakka senda. Einn til tvo á viku. Stundum hringdi dyrabjallan og samviskusamur póstútburðarmaður afhenti mér bók eða barnaföt sem ég hafði pantað mér á netinu. Jafnvel steikarpannan var afhent mér persónulega við útidyrnar. Og ég var ekki að leyfa mér lúxus einsog FedEx eða DHL, bara venjulega US Mail. Stundum, ef ég var ekki heima, var miði í póstkassanum um að pósturinn hefði komið en enginn verið heima, en hann mundi ekki gefast upp á mér og mundi koma aftur seinna um daginn. Á miðanum var boðið uppá að haka við ef maður vildi að pakkinn yrði skilinn eftir á útitröppunum. Ég gerði það oft. Þá beið pakkinn bara við útidyrnar þegar ég kom heim. Þetta fannst mér mjög þægileg og góð þjónusta. Ég þurfti aldrei að fara á pósthús til að sækja sendingu. Hvernig fær maður svona þjónustu á Íslandi? Ég nenni samt ekki að keyra uppá Höfða.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun