Erlent

50 þúsund á flótta frá Aleppo

Loftárás í Aleppo.
Loftárás í Aleppo. Vísir/AFP
Átökin undanfarnar vikur í Aleppo, stærstu borg Sýrlands, hafa hrakið fimmtíu þúsund manns á vergang. Þetta segir í yfirlýsingu frá Rauða krossinum en ástandið í borginni fer vernsandi dag frá degi. Búið er að rjúfa allar vatnsleiðslur sem liggja inn í borgina auk þess nær ómögulegt er að koma þangað hjálpargögnum.

Sýrlenski stjórnarherinn situr nú um Aleppo og reynir að ná völdum á hverfum sem lengi hafa verið undir stjórn uppreisnarmanna. Herinn nýtur aðstoðar Rússa sem hafa gert harðar loftárásir á borgina síðustu daga. Þá er mikil spenna við tyrknesku landamærin sem eru í nágrenni Aleppo en þar bíða þrjátíu þúsund manns eftir að fá að komast í skjól í Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×