Stundum þarf trylling í sálina Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 13. febrúar 2016 11:00 Tónlistarmaðurinn Atli Sigþórsson eða Kött Grá Pje verður með fryssandi havarí ásamt Forgotten Lores í Stúdentakjallaranum í kvöld. mynd/stefán Akureyrski tónlistarmaðurinn Kött Grá Pje vill helst ekki fara í buxur um helgar nema þegar hann vantar „trylling í sálina“, þá fer hann út á lífið. Biblían liggur á náttborðinu og í morgunmat verður köld pítsa. Stendur eitthvað til um helgina? Já, aldeilis. Í kvöld verð ég með fryssandi havarí ásamt Forgotten Lores í Stúdentakjallaranum. Þú ert hjartanlega velkomin.Ætlarðu ekki á Norðlendingakvöldið á Spot? Nei. Ég er í banni frá Spot. Þar að auki eru Norðlendingar ómögulegir saman, rífast og slást og eru til leiðinda. Akureyringar hata Ólafsfirðinga, Ólafsfirðingarnir Svarfdæli og Húsvíkingar hata alla. Drottinn minn dýri, nei!Eitthvert sérstakt ritúal fyrir tónleika? Ekki beinlínis. En ég vil síður þurfa að ræða við fólk í u.þ.b. klukkutíma áður en ég stíg á svið. Á þá bara í innri díalóg við sjálfan mig og Maa Kali.Færðu sviðsskrekk? Ekki beinlínis. En þegar ég veit af börnum meðal áheyrenda verð ég örlítið ringlaður. Ég kann vel við mörg börn en skil þau alls ekki.Daginn eftir tónleika? Ég reyni að taka því rólega með kettinum mínum. Hlusta á Debussy eða Edgar Froese og baka hafraklatta eða eitthvað þvíumlíkt.Hvernig eru venjulegir laugardagar hjá þér? Ómerkilegir. Helst vil ég sitja allan liðlangan daginn og skrifa. En stundum neyðist ég í buxur og eitthvað út. Það er vont.En venjulegir sunnudagar? Hægir. Eins og vera ber. Svipaðir laugardögum. Ef ég kæmist upp með það færi ég aldrei út úr húsi.Vinnurðu við eitthvað annað en tónlist? Já, biddu fyrir þér. Ég vinn við áhættustýringu á verðbréfasviði Arion banka.Hvað færðu þér í morgunmat um helgar? Kalda pítsu.Sefurðu fram eftir eða drífur þig á fætur? Ég reyni að sofa þar til ég er ekki lengur þreyttur. Þá dríf ég mig á fætur.Bókin á náttborðinu? A Study in Emerald eftir Neil Gaiman og Biblían. Báðar mjög fyndnar.Hvað ertu að hlusta á? Ég er aðallega að hlusta á grunna að lögum sem ég er að vinna að. En líka danskan rappara sem heitir Sivas og þjóðlagasöngkonuna Karen Dalton.Út að borða eða elda heima? Mér finnst róandi að matbúa og geri það gjarnan en þegar mig langar í franskar fer ég út. Það er ógeðslegt að djúpsteikja heima.Út á lífið eða sófakvöld yfir sjónvarpinu? Hvort tveggja. Mér finnst gott að húka í sófanum en stundum þarf maður trylling í sálina og næturlíf er nákvæmlega það.Uppáhalds laugardagsnammið? Kirsuber, rioja og sætir kapítalistar.Sinnepið undir eða ofan á pylsuna?Ofan á bulsuna.Hvað er annað að frétta? Allt of mikið. Ég kann ekki við annir. Er að vinna að plötu, leggja lokahönd á mitt annað örsagnasafn og undirbúa ritlistarsmiðju fyrir krakka með vinkonu minni, Viktoríu Blöndal. Tónlist Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Akureyrski tónlistarmaðurinn Kött Grá Pje vill helst ekki fara í buxur um helgar nema þegar hann vantar „trylling í sálina“, þá fer hann út á lífið. Biblían liggur á náttborðinu og í morgunmat verður köld pítsa. Stendur eitthvað til um helgina? Já, aldeilis. Í kvöld verð ég með fryssandi havarí ásamt Forgotten Lores í Stúdentakjallaranum. Þú ert hjartanlega velkomin.Ætlarðu ekki á Norðlendingakvöldið á Spot? Nei. Ég er í banni frá Spot. Þar að auki eru Norðlendingar ómögulegir saman, rífast og slást og eru til leiðinda. Akureyringar hata Ólafsfirðinga, Ólafsfirðingarnir Svarfdæli og Húsvíkingar hata alla. Drottinn minn dýri, nei!Eitthvert sérstakt ritúal fyrir tónleika? Ekki beinlínis. En ég vil síður þurfa að ræða við fólk í u.þ.b. klukkutíma áður en ég stíg á svið. Á þá bara í innri díalóg við sjálfan mig og Maa Kali.Færðu sviðsskrekk? Ekki beinlínis. En þegar ég veit af börnum meðal áheyrenda verð ég örlítið ringlaður. Ég kann vel við mörg börn en skil þau alls ekki.Daginn eftir tónleika? Ég reyni að taka því rólega með kettinum mínum. Hlusta á Debussy eða Edgar Froese og baka hafraklatta eða eitthvað þvíumlíkt.Hvernig eru venjulegir laugardagar hjá þér? Ómerkilegir. Helst vil ég sitja allan liðlangan daginn og skrifa. En stundum neyðist ég í buxur og eitthvað út. Það er vont.En venjulegir sunnudagar? Hægir. Eins og vera ber. Svipaðir laugardögum. Ef ég kæmist upp með það færi ég aldrei út úr húsi.Vinnurðu við eitthvað annað en tónlist? Já, biddu fyrir þér. Ég vinn við áhættustýringu á verðbréfasviði Arion banka.Hvað færðu þér í morgunmat um helgar? Kalda pítsu.Sefurðu fram eftir eða drífur þig á fætur? Ég reyni að sofa þar til ég er ekki lengur þreyttur. Þá dríf ég mig á fætur.Bókin á náttborðinu? A Study in Emerald eftir Neil Gaiman og Biblían. Báðar mjög fyndnar.Hvað ertu að hlusta á? Ég er aðallega að hlusta á grunna að lögum sem ég er að vinna að. En líka danskan rappara sem heitir Sivas og þjóðlagasöngkonuna Karen Dalton.Út að borða eða elda heima? Mér finnst róandi að matbúa og geri það gjarnan en þegar mig langar í franskar fer ég út. Það er ógeðslegt að djúpsteikja heima.Út á lífið eða sófakvöld yfir sjónvarpinu? Hvort tveggja. Mér finnst gott að húka í sófanum en stundum þarf maður trylling í sálina og næturlíf er nákvæmlega það.Uppáhalds laugardagsnammið? Kirsuber, rioja og sætir kapítalistar.Sinnepið undir eða ofan á pylsuna?Ofan á bulsuna.Hvað er annað að frétta? Allt of mikið. Ég kann ekki við annir. Er að vinna að plötu, leggja lokahönd á mitt annað örsagnasafn og undirbúa ritlistarsmiðju fyrir krakka með vinkonu minni, Viktoríu Blöndal.
Tónlist Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning