Uppselt er á 47 sýningar af söngleiknum Mamma Mia! Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. febrúar 2016 08:00 Leikarahópurinn var léttur í lund í gær þegar ljósmyndari Fréttablaðsins leit inn á æfingu. vísir/Anton Brink Uppselt er á 47 sýningar á ABBA-söngleiknum heimsfræga Mamma Mia! sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu þann 11. mars. „Þetta er rosalegt, við höfum aldrei séð annað eins, þetta er algjörlega klikkað,“ segir Alexía Björg Jóhannesdóttir, kynningarfulltrúi Borgarleikhússins, alsæl með viðtökurnar. Þegar forsalan hófst þann 27. janúar var biðröð út á bílastæði og sló rafmagnið meira segja út í hverfinu. Þessa dagana er verið að hamast við að bæta aukasýningum við til að anna eftirspurninni. „Það er alveg greinilegt að Íslendingar eru mjög spenntir fyrir sólargleði- og glimmerbombu eins og Mamma Mia! er. Við höfum verið að bæta við aukasýningum og verðum með sýningar alla daga nema mánudaga, þetta er bara eins og West End í London. Fólk þarf að flýta sér ef það ætlar að tryggja sér miða,“ segir Alexía Björg létt í lund. Þó að mánuður sé í frumsýningu er eins og fyrr segir uppselt á 47 sýningar og enn verið að bæta við sýningum. „Til viðmiðunar, þegar Billy Elliot var frumsýndur þá var uppselt á 22 sýningar og hann endaði í 106 sýningum,“ bætir Alexía Björg við. Leikhúsið fer í sumarfrí um miðjan júní og hefjast sýningar aftur upp úr miðjum ágúst eftir frí. Sem stendur eru um 70 sýningar áætlaðar en þær gætu þó orðið fleiri. „Við munum sýna eins og lengi við getum.“ Alexía Björg segir að stemningin í leikhúsinu sé sérlega góð þessa dagana. „Það er frábær fílingur hjá okkur og nú er verið að æfa á fullu og undirbúa allt.“ Þá er búið að koma fyrir „spray tan“ klefa í leikhúsinu svo leikararnir nái sér í sólbrúnku fyrir frumsýningu. „Leikararnir eru byrjaðir að fara í „spray tan“, það er komin sumarstemning hérna,“ segir Alexía Björg og hlær. Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Uppselt er á 47 sýningar á ABBA-söngleiknum heimsfræga Mamma Mia! sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu þann 11. mars. „Þetta er rosalegt, við höfum aldrei séð annað eins, þetta er algjörlega klikkað,“ segir Alexía Björg Jóhannesdóttir, kynningarfulltrúi Borgarleikhússins, alsæl með viðtökurnar. Þegar forsalan hófst þann 27. janúar var biðröð út á bílastæði og sló rafmagnið meira segja út í hverfinu. Þessa dagana er verið að hamast við að bæta aukasýningum við til að anna eftirspurninni. „Það er alveg greinilegt að Íslendingar eru mjög spenntir fyrir sólargleði- og glimmerbombu eins og Mamma Mia! er. Við höfum verið að bæta við aukasýningum og verðum með sýningar alla daga nema mánudaga, þetta er bara eins og West End í London. Fólk þarf að flýta sér ef það ætlar að tryggja sér miða,“ segir Alexía Björg létt í lund. Þó að mánuður sé í frumsýningu er eins og fyrr segir uppselt á 47 sýningar og enn verið að bæta við sýningum. „Til viðmiðunar, þegar Billy Elliot var frumsýndur þá var uppselt á 22 sýningar og hann endaði í 106 sýningum,“ bætir Alexía Björg við. Leikhúsið fer í sumarfrí um miðjan júní og hefjast sýningar aftur upp úr miðjum ágúst eftir frí. Sem stendur eru um 70 sýningar áætlaðar en þær gætu þó orðið fleiri. „Við munum sýna eins og lengi við getum.“ Alexía Björg segir að stemningin í leikhúsinu sé sérlega góð þessa dagana. „Það er frábær fílingur hjá okkur og nú er verið að æfa á fullu og undirbúa allt.“ Þá er búið að koma fyrir „spray tan“ klefa í leikhúsinu svo leikararnir nái sér í sólbrúnku fyrir frumsýningu. „Leikararnir eru byrjaðir að fara í „spray tan“, það er komin sumarstemning hérna,“ segir Alexía Björg og hlær.
Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira