Verkalýðshetja í slökkviliðsbúningi Jónas Sen skrifar 13. febrúar 2016 09:30 Kirill Gerstein píanóleikari og James Gaffigan stjórnandi voru klappaðir fram af sneisafullum Eldborgarsal Hörpunnar í lokin og hljómsveitin átti örugglega sinn skerf af aðdáun gestanna. Mynd/Greipur Mynd/Greipur TÓNLIST Sinfóníutónleikar Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti Leningrad-sinfóníuna eftir Shostakovitsj og fyrsta píanókonsertinn eftir Tsjajkovskí. Einleikari: Kirill Gerstein. Stjórnandi: James Gaffigan. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 11. febrúar Þegar þýski herinn umkringdi Leningrad (St. Péturborg) árið 1941 var Dmitri Shostakovitsj staddur þar og var í óða önn að semja sjöundu sinfóníu sína. Er hún var frumflutt skömmu síðar auglýsti Stalín hana óspart í áróðursskyni, e.t.v. til að vekja samúð umheimsins. Það bar árangur því fjallað var um sinfóníuna víða um heim. Time birti ítarlega grein um verkið. Á forsíðunni var mynd af tónskáldinu sem verkalýðshetju – í slökkviliðsbúningi! Fyrirsögnin var: „Mitt í sprengjuárásunum á Leningrad heyrði slökkviliðsmaðurinn Shostakovitsj hljóma sigursins.“ Sagt var að Shostakovitsj hefði samið sinfóníuna þegar hann var ekki að horfa á eyðilegginguna frá þakinu á tónlistarskólanum, og þegar hann var ekki að grafa skurði fyrir rússneska hermenn. Fyrsti kafli sinfóníunnar er mjög sérstæður. Hann minnir sterklega á Bóleró eftir Ravel. Þar er sama stefið endurtekið aftur og aftur með sívaxandi þunga. Andrúmsloftið er erótískt, en hér er stemningin allt öðruvísi. Hún er miklu hrikalegri. Það er auðvelt að sjá fyrir sér marserandi hermenn og skriðdreka. Hápunkturinn er ógnvænlegur og öflin sem takast á, bæði í fyrsta þættinum og hinum líka, eru mögnuð. Þetta skilaði sér í vönduðum flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn James Gaffigan á tónleikum á fimmtudagskvöldið. Hljóðfæraleikurinn var nákvæmur og maður dáðist að því hve strengjaleikararnir voru samtaka. Bæði í veikustu tónunum og einnig þegar allt ætlaði um koll að keyra. Heilt gengi af slagverksleikurum með Steef van Oosterhout í broddi fylkingar var með sitt á hreinu. Sama má yfirleitt segja um málmblásarana. Almennt talað var túlkun Gaffigans á verkinu sérlega sannfærandi. Styrkleikabrigði voru meistaralega útfærð og uppbyggingin var markviss. Stígandin var úthugsuð og hápunktarnir voru gæddir sprengikrafti. Hitt verkið á efnisskránni var hinn sívinsæli fyrsti píanókonsert eftir Tsjajkovskíj í meðförum Kirill Gerstein. Konsertinn var hér í eldri mynd sinni. Seinni útgáfan sem venjulega er spiluð kom ekki út fyrr en ári eftir að Tsjajkovskíj dó. Það er ósennilegt að hann hafi sjálfur átt hugmyndina að breytingunum sem þá höfðu verið gerðar. Konsertinn sem hér hljómaði, eldri útgáfan, var því sú sem Tsjajkovskíj stjórnaði margoft og hafði lagt blessun sína yfir. Það var forvitnilegt að heyra konsertinn svona. Hann var ekki sérlega frábrugðinn venjulegu gerðinni og margt í honum var flott, þó hin gerðin sé vissulega straumlínulagaðri og glæsilegri. Hvað um það, einleikarinn var frábær. Hann hristi erfiðustu tónahlaup fram úr erminni eins og ekkert væri. Túlkun hans var skemmtilega öfgafull, hápunktarnir voru svo geggjaðir að dásamlegt var á að hlýða. Sumt var e.t.v. ívið hratt, eins og miðhluti annars kafla, sem var nánast eins og grínatriði. En í það heila var flutningurinn rafmagnaður og fullur af dirfsku. Vonandi fær maður að heyra í þessum snilldar píanista aftur sem fyrst.Niðurstaða: Stórbrotinn flutningur á Leningrad-sinfóníunni eftir Shostakovitsj og fyrsti píanókonsert Tsjajkovskíjs var mergjaður. Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
TÓNLIST Sinfóníutónleikar Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti Leningrad-sinfóníuna eftir Shostakovitsj og fyrsta píanókonsertinn eftir Tsjajkovskí. Einleikari: Kirill Gerstein. Stjórnandi: James Gaffigan. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 11. febrúar Þegar þýski herinn umkringdi Leningrad (St. Péturborg) árið 1941 var Dmitri Shostakovitsj staddur þar og var í óða önn að semja sjöundu sinfóníu sína. Er hún var frumflutt skömmu síðar auglýsti Stalín hana óspart í áróðursskyni, e.t.v. til að vekja samúð umheimsins. Það bar árangur því fjallað var um sinfóníuna víða um heim. Time birti ítarlega grein um verkið. Á forsíðunni var mynd af tónskáldinu sem verkalýðshetju – í slökkviliðsbúningi! Fyrirsögnin var: „Mitt í sprengjuárásunum á Leningrad heyrði slökkviliðsmaðurinn Shostakovitsj hljóma sigursins.“ Sagt var að Shostakovitsj hefði samið sinfóníuna þegar hann var ekki að horfa á eyðilegginguna frá þakinu á tónlistarskólanum, og þegar hann var ekki að grafa skurði fyrir rússneska hermenn. Fyrsti kafli sinfóníunnar er mjög sérstæður. Hann minnir sterklega á Bóleró eftir Ravel. Þar er sama stefið endurtekið aftur og aftur með sívaxandi þunga. Andrúmsloftið er erótískt, en hér er stemningin allt öðruvísi. Hún er miklu hrikalegri. Það er auðvelt að sjá fyrir sér marserandi hermenn og skriðdreka. Hápunkturinn er ógnvænlegur og öflin sem takast á, bæði í fyrsta þættinum og hinum líka, eru mögnuð. Þetta skilaði sér í vönduðum flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn James Gaffigan á tónleikum á fimmtudagskvöldið. Hljóðfæraleikurinn var nákvæmur og maður dáðist að því hve strengjaleikararnir voru samtaka. Bæði í veikustu tónunum og einnig þegar allt ætlaði um koll að keyra. Heilt gengi af slagverksleikurum með Steef van Oosterhout í broddi fylkingar var með sitt á hreinu. Sama má yfirleitt segja um málmblásarana. Almennt talað var túlkun Gaffigans á verkinu sérlega sannfærandi. Styrkleikabrigði voru meistaralega útfærð og uppbyggingin var markviss. Stígandin var úthugsuð og hápunktarnir voru gæddir sprengikrafti. Hitt verkið á efnisskránni var hinn sívinsæli fyrsti píanókonsert eftir Tsjajkovskíj í meðförum Kirill Gerstein. Konsertinn var hér í eldri mynd sinni. Seinni útgáfan sem venjulega er spiluð kom ekki út fyrr en ári eftir að Tsjajkovskíj dó. Það er ósennilegt að hann hafi sjálfur átt hugmyndina að breytingunum sem þá höfðu verið gerðar. Konsertinn sem hér hljómaði, eldri útgáfan, var því sú sem Tsjajkovskíj stjórnaði margoft og hafði lagt blessun sína yfir. Það var forvitnilegt að heyra konsertinn svona. Hann var ekki sérlega frábrugðinn venjulegu gerðinni og margt í honum var flott, þó hin gerðin sé vissulega straumlínulagaðri og glæsilegri. Hvað um það, einleikarinn var frábær. Hann hristi erfiðustu tónahlaup fram úr erminni eins og ekkert væri. Túlkun hans var skemmtilega öfgafull, hápunktarnir voru svo geggjaðir að dásamlegt var á að hlýða. Sumt var e.t.v. ívið hratt, eins og miðhluti annars kafla, sem var nánast eins og grínatriði. En í það heila var flutningurinn rafmagnaður og fullur af dirfsku. Vonandi fær maður að heyra í þessum snilldar píanista aftur sem fyrst.Niðurstaða: Stórbrotinn flutningur á Leningrad-sinfóníunni eftir Shostakovitsj og fyrsti píanókonsert Tsjajkovskíjs var mergjaður.
Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira