Ekkert dómaralag í úrslitum Söngvakeppninnar Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2016 11:58 Frá seinna undankvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins í Háskólabíó í gærkvöldi. Vísir/Pressphotos.biz Ekkert dómaralag verður í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins næstkomandi laugardag. Seinna undankvöldið fór fram í Háskólabíó í gærkvöldi en þar völdu áhorfendur lögin Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn í úrslitin. Á fyrra undankvöldinu voru lögin Raddir, Hugur minn er og Óstöðvandi valin í úrslitin. Sex lög keppa því til úrslita en í reglum Söngvakeppninnar kemur fram að sérstök dómnefnd, sem skipuð er af Ríkisútvarpinu, hafi möguleika á að hleypa sjöunda laginu áfram í úrslitin, telji hún það eiga sérstakt erindi þangað. Það varð hins vegar ekki raunin að sögn Heru Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar. „Ef það hefði verið valið, þá hefði það verið tilkynnt í gær. Það var í raun og veru ekki talin ástæða til að velja það. Það mun standa svona að það verða sex lög sem keppa í úrslitunum,“ segir Hera.Leggja lokahönd á val dómnefndar Hún segir RÚV vera að leggja lokahönd á val dómnefndarinnar sem mun hafa fimmtíu prósenta vægi á móti símakosningu almennings á úrslitakvöldinu. Tvö efstu lögin, sem hljóta flest atkvæði frá dómnefnd og almenningi, mætast svo í einvígi þar sem hrein símakosning almennings ræður því hvort þeirra verður framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í maí næstkomandi.Í reglum Söngvakeppninnar kemur fram að RÚV skipar fimm manna dómnefnd sem starfar aðeins á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Í henni mun sitja fagfólk sem sérhæfingu á sviði tónlistar, svo sem laga- eða textahöfundar, söngvarar, upptökustjórar, plötusnúðar eða aðrir sem hafa atvinnu af tónlist eða tónlistarsköpun. Skal gæta jafnvægi í kynjahlutföllum, aldri og bakgrunni þeirra sem sitja í dómnefnd.Fresturinn rann út í gærkvöldi Þá kemur fram að fulltrúar í dómnefnd megi ekki hafa náin tengsl við höfunda eða flytjendur og ekki hafna unnið að gerð þeirra laga sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni. Þá kemur fram í reglum Söngvakeppninnar að nöfn dómnefndarmanna skuli verða gerð opinber í síðasta lagi viku fyrir úrslitakvöldið en fresturinn rann út í gærkvöldi.Niðurstöður dómnefndar og símakosningar gerðar opinberar Hera segir nöfn dómnefndarmanna eiga að liggja fyrir annað hvort á mánudag eða þriðjudag en verið sé að gera örlitla breytingu á fyrirkomulagi dómnefndarinnar. Í fyrra var voru nöfn dómnefndarinnar opinberuð í fyrsta skiptið í Söngvakeppninni og þá voru einnig niðurstöður hennar og símakosningarinnar gerðar opinberar. Hera segir sama fyrirkomulag verða í ár. Í fyrra valdi dómnefndin Milljón augnablik í flutningi Hauks Heiðars Haukssonar í úrslit Söngvakeppninnar. 2014 valdi dómnefndin lagið Lífið kviknar á ný í flutningi Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur í úrslitin. Bæði lög voru eftir Karl Olgeirsson. Eurovision Tengdar fréttir Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58 Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00 Raddirnar, Óstöðvandi og Hugur minn er áfram í Söngvakeppninni Þrjú lög komust áfram í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. 6. febrúar 2016 21:45 Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00 Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
Ekkert dómaralag verður í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins næstkomandi laugardag. Seinna undankvöldið fór fram í Háskólabíó í gærkvöldi en þar völdu áhorfendur lögin Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn í úrslitin. Á fyrra undankvöldinu voru lögin Raddir, Hugur minn er og Óstöðvandi valin í úrslitin. Sex lög keppa því til úrslita en í reglum Söngvakeppninnar kemur fram að sérstök dómnefnd, sem skipuð er af Ríkisútvarpinu, hafi möguleika á að hleypa sjöunda laginu áfram í úrslitin, telji hún það eiga sérstakt erindi þangað. Það varð hins vegar ekki raunin að sögn Heru Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar. „Ef það hefði verið valið, þá hefði það verið tilkynnt í gær. Það var í raun og veru ekki talin ástæða til að velja það. Það mun standa svona að það verða sex lög sem keppa í úrslitunum,“ segir Hera.Leggja lokahönd á val dómnefndar Hún segir RÚV vera að leggja lokahönd á val dómnefndarinnar sem mun hafa fimmtíu prósenta vægi á móti símakosningu almennings á úrslitakvöldinu. Tvö efstu lögin, sem hljóta flest atkvæði frá dómnefnd og almenningi, mætast svo í einvígi þar sem hrein símakosning almennings ræður því hvort þeirra verður framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í maí næstkomandi.Í reglum Söngvakeppninnar kemur fram að RÚV skipar fimm manna dómnefnd sem starfar aðeins á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Í henni mun sitja fagfólk sem sérhæfingu á sviði tónlistar, svo sem laga- eða textahöfundar, söngvarar, upptökustjórar, plötusnúðar eða aðrir sem hafa atvinnu af tónlist eða tónlistarsköpun. Skal gæta jafnvægi í kynjahlutföllum, aldri og bakgrunni þeirra sem sitja í dómnefnd.Fresturinn rann út í gærkvöldi Þá kemur fram að fulltrúar í dómnefnd megi ekki hafa náin tengsl við höfunda eða flytjendur og ekki hafna unnið að gerð þeirra laga sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni. Þá kemur fram í reglum Söngvakeppninnar að nöfn dómnefndarmanna skuli verða gerð opinber í síðasta lagi viku fyrir úrslitakvöldið en fresturinn rann út í gærkvöldi.Niðurstöður dómnefndar og símakosningar gerðar opinberar Hera segir nöfn dómnefndarmanna eiga að liggja fyrir annað hvort á mánudag eða þriðjudag en verið sé að gera örlitla breytingu á fyrirkomulagi dómnefndarinnar. Í fyrra var voru nöfn dómnefndarinnar opinberuð í fyrsta skiptið í Söngvakeppninni og þá voru einnig niðurstöður hennar og símakosningarinnar gerðar opinberar. Hera segir sama fyrirkomulag verða í ár. Í fyrra valdi dómnefndin Milljón augnablik í flutningi Hauks Heiðars Haukssonar í úrslit Söngvakeppninnar. 2014 valdi dómnefndin lagið Lífið kviknar á ný í flutningi Sigríðar Eyrúnar Friðriksdóttur í úrslitin. Bæði lög voru eftir Karl Olgeirsson.
Eurovision Tengdar fréttir Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58 Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00 Raddirnar, Óstöðvandi og Hugur minn er áfram í Söngvakeppninni Þrjú lög komust áfram í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. 6. febrúar 2016 21:45 Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00 Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58
Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00
Raddirnar, Óstöðvandi og Hugur minn er áfram í Söngvakeppninni Þrjú lög komust áfram í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. 6. febrúar 2016 21:45
Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00
Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44