Denis Grbic valinn Kokkur ársins Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2016 12:30 Kokkarnir þrír sem urðu í þremur efstu sætunum. Í öðru sæti, Hafsteinn Ólafsson, Denis Grbic í fyrsta sæti og Ari Þór Gunnarsson í þriðja. Vísir/Aðsend Denis Grbic matreiðslumaður hjá Grillinu á Hótel Sögu, er Kokkur ársins 2016. Hann bar sigur úr býtum í úrslitakeppni sem fram fór í Hörpu í gær. Í öðru sæti varð Hafsteinn Ólafsson matreiðslumaður hjá Nasa og í því þriðja Ari Þór Gunnarsson hjá Fiskfélaginu. Fimm keppendur komust áfram úr forkeppni sem haldin var síðastliðinn mánudag en einnig kepptu þeir Sigurjón Bragi Geirsson hjá Kolabrautinni og Axel Björn Clausen hjá Fiskmarkaðnum í úrslitum. Verkefni keppenda var að elda forrétt, aðalrétt og eftirrétt úr úrvali hráefna sem keppendur fengu aðeins uppgefin degi fyrir keppni. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra krýndi Kokk ársins á sérstökum kokkalandsliðskvöldverði sem var haldinn samhliða keppninni. Denis Grbic hlaut 250 þúsund króna verðlaun ásamt þátttökurétt í keppninni um matreiðslumann Norðurlandanna eða „Nordic Chef of the Year”sem haldin verður í Herning í Danmörku í mars. Yfirdómari keppninnar í ár var Sven Erik Renaa frá Noregi. Það eru Klúbbur matreiðslumeistara og Kokkalandsliðið sem standa að keppninni Kokkur ársins. Matur Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Denis Grbic matreiðslumaður hjá Grillinu á Hótel Sögu, er Kokkur ársins 2016. Hann bar sigur úr býtum í úrslitakeppni sem fram fór í Hörpu í gær. Í öðru sæti varð Hafsteinn Ólafsson matreiðslumaður hjá Nasa og í því þriðja Ari Þór Gunnarsson hjá Fiskfélaginu. Fimm keppendur komust áfram úr forkeppni sem haldin var síðastliðinn mánudag en einnig kepptu þeir Sigurjón Bragi Geirsson hjá Kolabrautinni og Axel Björn Clausen hjá Fiskmarkaðnum í úrslitum. Verkefni keppenda var að elda forrétt, aðalrétt og eftirrétt úr úrvali hráefna sem keppendur fengu aðeins uppgefin degi fyrir keppni. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra krýndi Kokk ársins á sérstökum kokkalandsliðskvöldverði sem var haldinn samhliða keppninni. Denis Grbic hlaut 250 þúsund króna verðlaun ásamt þátttökurétt í keppninni um matreiðslumann Norðurlandanna eða „Nordic Chef of the Year”sem haldin verður í Herning í Danmörku í mars. Yfirdómari keppninnar í ár var Sven Erik Renaa frá Noregi. Það eru Klúbbur matreiðslumeistara og Kokkalandsliðið sem standa að keppninni Kokkur ársins.
Matur Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira