Bowie var því að sjálfsögðu heiðraður á Grammy-verðlaununum í gær og sá söngkonan Lady Gaga um það. Hún mætti á rauða dregilinn með eldrautt hár og bláan augnskugga, líkt og Bowie var með í myndbandinu við lagið Life on Mars.
Gaga tróð síðan upp á hátíðinni og tók syrpu sem samsett var úr nokkrum af þekktustu lögum Bowie, þar á meðal Space Oddity, Changes, Ziggy Stardust, Let‘s Dance og Heroes. Góður rómur var gerður að atriði söngkonunnar en það má sjá hér að neðan.