Þessi verk byggja á alþýðumenningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 10:30 "Þetta er orkuverk. Það smitar frá sér orku þegar fólk kemur nálægt því,“ fullyrðir listamaðurinn Steingrímur um gulu myndina. Minna verkið birtir meðal annars app inn á safn gamalla lækningaminja í Los Angeles þar sem margt er á mörkum hins vísindalega. Vísir/Pjetur Listmálarinn Steingrímur Eyfjörð er að fá sér kaffi í Gamma í Garðastræti 37 og lætur sér hvergi bregða þegar ég birtist þótt hann sé nýbúinn að spyrja ljósmyndarann hvenær hún komi þessi „stelpa“ til að taka viðtalið. (Ekki furða þó ljósmyndarinn væri með skelmislegt glott þegar við mættumst í dyrunum!) Myndir Steingríms taka sig vel út á dimmbláum veggjum. „Ég valdi þennan lit. Þetta er liturinn hennar Kali sem er gyðja sköpunar og eyðingar og veit víst allt áður en það verður til,“ útskýrir listamaðurinn og bendir á dökkbláa styttu á hillu. Verkin voru flest gerð fyrir Momentum, norræna myndlistartvíæringinn sem haldinn var í Moss í Noregi á síðasta ári að sögn Steingríms. Þar var þemað Tunnel Vision. Hann líkir myndefninu við nútíma þjóðsögur. „Þessi verk byggja á alþýðumenningu, vissu sviði sem ekki er sannað vísindalega en er þó raunverulegt, eins og draumar og ýmislegt dularfullt og utan við það skýranlega,“ skýrir hann. „Það er svo margt sem vísindin hafna en er þó erfitt að véfengja.“ Ég er litlu nær en reyni að bera mig mannalega. Hann gefst upp. „Listamenn búa til listaverk. Síðan er til fólk sem fer í langskólanám sérstaklega til að segja til um hvað listaverkin eru. Listamaðurinn er kannski ekki sá besti til að útskýra það sjálfur. Það er svo oft sem hann gerir eitthvað ómeðvitað. Ég held ég vinni þannig, þó alltaf sé einhver ætlun með öllu.“ Steingrímur á að baki fjögurra áratuga feril í myndlist og hefur sýnt víða um heim. Hann var einn af listamönnunum sem störfuðu í Galleríi Suðurgötu 7 á áttunda áratugnum og hefur verið virkur þátttakandi í íslensku listalífi æ síðan. Árið 2006 hélt Listasafn Íslands yfirlitssýningu á verkum hans og árið 2007 var hann fulltrúi Íslands á tvíæringnum í Feneyjum. Sýningin Guli eyrnalokkurinn verður opnuð á morgun, fimmtudag, klukkan 17. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Listmálarinn Steingrímur Eyfjörð er að fá sér kaffi í Gamma í Garðastræti 37 og lætur sér hvergi bregða þegar ég birtist þótt hann sé nýbúinn að spyrja ljósmyndarann hvenær hún komi þessi „stelpa“ til að taka viðtalið. (Ekki furða þó ljósmyndarinn væri með skelmislegt glott þegar við mættumst í dyrunum!) Myndir Steingríms taka sig vel út á dimmbláum veggjum. „Ég valdi þennan lit. Þetta er liturinn hennar Kali sem er gyðja sköpunar og eyðingar og veit víst allt áður en það verður til,“ útskýrir listamaðurinn og bendir á dökkbláa styttu á hillu. Verkin voru flest gerð fyrir Momentum, norræna myndlistartvíæringinn sem haldinn var í Moss í Noregi á síðasta ári að sögn Steingríms. Þar var þemað Tunnel Vision. Hann líkir myndefninu við nútíma þjóðsögur. „Þessi verk byggja á alþýðumenningu, vissu sviði sem ekki er sannað vísindalega en er þó raunverulegt, eins og draumar og ýmislegt dularfullt og utan við það skýranlega,“ skýrir hann. „Það er svo margt sem vísindin hafna en er þó erfitt að véfengja.“ Ég er litlu nær en reyni að bera mig mannalega. Hann gefst upp. „Listamenn búa til listaverk. Síðan er til fólk sem fer í langskólanám sérstaklega til að segja til um hvað listaverkin eru. Listamaðurinn er kannski ekki sá besti til að útskýra það sjálfur. Það er svo oft sem hann gerir eitthvað ómeðvitað. Ég held ég vinni þannig, þó alltaf sé einhver ætlun með öllu.“ Steingrímur á að baki fjögurra áratuga feril í myndlist og hefur sýnt víða um heim. Hann var einn af listamönnunum sem störfuðu í Galleríi Suðurgötu 7 á áttunda áratugnum og hefur verið virkur þátttakandi í íslensku listalífi æ síðan. Árið 2006 hélt Listasafn Íslands yfirlitssýningu á verkum hans og árið 2007 var hann fulltrúi Íslands á tvíæringnum í Feneyjum. Sýningin Guli eyrnalokkurinn verður opnuð á morgun, fimmtudag, klukkan 17.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira